Leita í fréttum mbl.is

Á mörkum himins og hafs

Yfirborð sjávar er hulið þunnri filmu sem er sérstök að mörgu leyti. Margir hafa veitt því eftirtekt að sjórinn virðist oft glampa eins olía. Ástæðan er sú að yfirborðsfilman er rík af kolvetnisríkum keðjum og örverum sem framleiða þær. Þarna á mörkum himins og hafs er því að finna mjög sérstakt og merkilega stöðugt vistkerfi, sem viðhelst þótt vindhraði fari yfir 10 hnúta. Örverurnar sem þarna finnast eru kunnuglegar úr öðru samhengi, þær mynda filmur á tönnum, í rörum og á öðrum stöðum.

Ég hvet alla til að lesa grein Carl Zimmers um rannsóknir hóps frá Hawaii á yfirborði sjávar, sem birtist í New York Times fyrir skemmstu (27 júli 2009), Scientists Find a Microbe Haven at Ocean’s Surface.


Vor nánasti frændi andaðist

Það fer ekki milli mála að Neanderthalsmenn voru ekki Homo sapiens. Þeir voru ekki forfeður okkar heldur náskyldur frændi. Samanburður á útliti og erfðaefni staðfestir að Neanderthalsmenn voru okkar náskyldustu frændur.

Menn hafa reyndar lengi velt fyrir sér hvort að þeir hafi tekist á eða stundað ástarleiki. Erfðafræðileg gögn sýna á afgerandi hátt að Neanderthalsmenn og Homo sapiens voru ef ekki aðskildar tegundir þá skýrar undirtegundir. Það sem meira er sömu gögn sýna að Neanderthalsmenn voru fáliðaðir, þ.e. stofn þeirra var mjög lítill, e.t.v. eitthvað í kringum 3500 manns.

Fréttir í amerískum blöðum ganga mjög oft út á persónulegar sögur, harmleiki eða lýsingar á óvæntum sigrum. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu hvimleitt það getur verið að vilja fræðast um efnahagsástand Argentínu eða flóð í Rín, og þurfa alltaf að lesa persónulega lýsingu af manni sem tapaði hundakofanum sínum eða hundinum sem missti gúmmiöndina sína í ánna.

Af einhverri ástæðu erum við mjög móttækileg fyrir sögum, miklu frekar en staðreyndum eða lögmálum. Það að horfa á jöfnur sem lýsir lögmálum Newtons er flestum framandi, en þegar sagðar eru sögur af eplum, gangi himintunglanna eða sjónvarpstæki á leið útum hótelglugga þá skiljum við lögmál þyngdar og hreyfingar betur.

Fundur beinaleifa Neanderthalsmanns sem virðist hafa fallið fyrir kastvopni holdgerir spurningar um samskipti Homo sapiens við okkar nánasta ættingja. Svo virðist sem vísindamennirnir séu mjög varkárir í sínum ályktunum, en síðan taka fréttafulltrúarnir við og blása allt upp.

Þótt vissulega sé möguleiki að bardagar milli forfeðra okkar og Neanderthalsmanna hafi leitt til útrýmingar þeirra síðarnefndu, er einnig mögulegt að lítil stofnstærð hafi gert þeim lífsbaráttuna erfiðari. En það er erfiðara að setja fram dramatískar fréttir um litla stofnstærð en bardaga á bökkum Efrat og Tígris.


mbl.is Neanderdalsmaður féll fyrir kastvopni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær fundur

Hafrannsóknarstofnun gerði út leiðangur til að rannsaka kóralla og botnlíf við strendur Íslands. Myndirnar eru ótrúlega flottar, sjá má dæmi á síðu Hafrannsóknarstofnunar . Maður heldur oft að lífríkið sé dauflegt á norðlægum breiddargráðum, en eins og...

Skörp gagnrýni á umgjörð íslenskra vísinda

Einar Steingrímsson, prófessor við Háskóla Reykjavíkur birti í morgublaði laugardagsins 18 júlí 2009 snarpa gagnrýni á umgjörð vísindastarfs á Íslandi. Greinina má lesa á vísindi.blog.is og einnig var rætt við Einar í morgunvakt útvarpsins í dag 20 júlí....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband