Leita í fréttum mbl.is

Voru Neanderthalsmenn í útrýmingahættu?

Auðvitað. Þeir dóu út fyrir um 30000 árum.

Ein sérgrein þróunarfræði stofnerfðafræðin getur spáð fyrir um þróun stofna, t.a.m. hvernig náttúrulegt val mun breyta tíðni arfgerða, hver áhrif tilviljunar eru á litla stofna og hvernig uppskipting stofna og far mun móta erfðabreytileikann.

Stofnerfðafræðin segir okkur líka hægt er að nota erfðabreytileika til að meta stofnstærð viðkomandi tegunda. Og ef til eru erfðafræðileg gögn, einnig útdauðra tegunda eins og Neanderthalsmannsins.

Nú hafa Adrian Briggs, Svante Paabo og félagar raðgreint hvatberalitninga 6 Neanderthalsmanna og komist að því að stofnstærð þeirra var frekar lítil (um 3500 manns - töluverð óvissa er í þessu mati). Vitanlega er þetta aðeins metið út frá einum litningi og mögulegt að önnur gen séu breytilegri, en í augnablikinu er þetta okkar besta mat (ekki er hægt að álykta út frá gögnum sem maður hefur ekki!).

Sjá má dreifingu beinasýnanna og þróunartré hvatberalitningsins fyrir Neanderthalsmenn, menn og ættingja okkar simpansa og górillu á mynd frá Briggs o.fl. 2009.

Neanderthalsmenn

Stofnar með litla stofnstærð og lítinn erfðabreytileika eru í meiri hættu en ella á því að deyja út.

Fyrir rúmri viku flutti Montgomery Slatkin mjög skemmtilegan og fræðandi fyrirlestur um erfðamengi Neanderthalsmannsins.  Hann ræddi vandamál við greiningu á erfðaefni úr steingervingum og hvernig hægt er að læra um skyldleika tegunda og áhrif náttúrulegs vals á erfðabreytileika.

Fyrirlestur Montýs var hluti af Darwin dögunum 2009.

Adrian W. Briggs og félagar Targeted Retrieval and Analysis of Five Neandertal mtDNA Genomes Science 17 July 2009: Vol. 325. no. 5938, pp. 318 - 321.

Jeanna Bryner á Livescience.com Neanderthals Were Few and Poised for Extinction.


Franzdóttur líffræðing

Vill bara óska Sigríði aftur til hamingju með áfangann. Áður en fólk fer að klappa fyrir lipurlega skrifaðri frétt frá mbl.is er vert að geta þess að hún er í raun endurprentun á fréttatilkynningu frá lífvísindasetri HÍ . Kosturinn við þá tilkynningu er...

Vel gert Bergþóra

Þetta er ein best skrifaða vísindafrétt sem ég hef séð á mbl.is í háa herrans tíð. Hún tekur á mikilvægu máli, setur það skýrt fram og varast oftúlkanir eða æsifréttastílinn sem stundum loðir við vísindafréttir. Það verður að viðurkennast að undirritaður...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband