23.7.2009 | 13:52
Vor nánasti frændi andaðist
Það fer ekki milli mála að Neanderthalsmenn voru ekki Homo sapiens. Þeir voru ekki forfeður okkar heldur náskyldur frændi. Samanburður á útliti og erfðaefni staðfestir að Neanderthalsmenn voru okkar náskyldustu frændur.
Menn hafa reyndar lengi velt fyrir sér hvort að þeir hafi tekist á eða stundað ástarleiki. Erfðafræðileg gögn sýna á afgerandi hátt að Neanderthalsmenn og Homo sapiens voru ef ekki aðskildar tegundir þá skýrar undirtegundir. Það sem meira er sömu gögn sýna að Neanderthalsmenn voru fáliðaðir, þ.e. stofn þeirra var mjög lítill, e.t.v. eitthvað í kringum 3500 manns.
Fréttir í amerískum blöðum ganga mjög oft út á persónulegar sögur, harmleiki eða lýsingar á óvæntum sigrum. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu hvimleitt það getur verið að vilja fræðast um efnahagsástand Argentínu eða flóð í Rín, og þurfa alltaf að lesa persónulega lýsingu af manni sem tapaði hundakofanum sínum eða hundinum sem missti gúmmiöndina sína í ánna.
Af einhverri ástæðu erum við mjög móttækileg fyrir sögum, miklu frekar en staðreyndum eða lögmálum. Það að horfa á jöfnur sem lýsir lögmálum Newtons er flestum framandi, en þegar sagðar eru sögur af eplum, gangi himintunglanna eða sjónvarpstæki á leið útum hótelglugga þá skiljum við lögmál þyngdar og hreyfingar betur.
Fundur beinaleifa Neanderthalsmanns sem virðist hafa fallið fyrir kastvopni holdgerir spurningar um samskipti Homo sapiens við okkar nánasta ættingja. Svo virðist sem vísindamennirnir séu mjög varkárir í sínum ályktunum, en síðan taka fréttafulltrúarnir við og blása allt upp.
Þótt vissulega sé möguleiki að bardagar milli forfeðra okkar og Neanderthalsmanna hafi leitt til útrýmingar þeirra síðarnefndu, er einnig mögulegt að lítil stofnstærð hafi gert þeim lífsbaráttuna erfiðari. En það er erfiðara að setja fram dramatískar fréttir um litla stofnstærð en bardaga á bökkum Efrat og Tígris.
![]() |
Neanderdalsmaður féll fyrir kastvopni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2009 | 14:45
Frábær fundur
Hafrannsóknarstofnun gerði út leiðangur til að rannsaka kóralla og botnlíf við strendur Íslands. Myndirnar eru ótrúlega flottar, sjá má dæmi á síðu Hafrannsóknarstofnunar.
Maður heldur oft að lífríkið sé dauflegt á norðlægum breiddargráðum, en eins og þeir sem hafa heimsótt Mývatn, Þórsmörk eða Hornstrandir vita er náttúran við heimskautsbaug oft mjög mikilfengleg (sjá einnig ótrúlega hraða framvindu í Surtsey - frétt mbl.is og tilkynning Náttúrufræðistofnunar). Það sama á greinilega einnig við neðansjávar og greinilegt að lífríkið í kringum kórallana er mjög fjölskrúðugt og auðugt. Nokkuð ljóst er að Charcot hefði kunnað að meta þennan fund.
Manni verður ósjálfrátt hugsað til botnvörpuveiða þegar slíkar myndir birtast. Botnvörpur geta farið illa með kórallavistkerfi.
Dýrðin sést ágætlega í myndskeiði með frétt ríkissjónvarpsins. Einnig var rætt við Steinunni Hilmu Ólafsdóttur (sem ég get sagt með stolti að ég kenndi líffræði í þá daga). Hún gat ekki gefið um nákvæmt mat á aldri kórallanna, en skaut á að þeir væru líklega nokkur hundruð ára gamlir.
![]() |
Einstakir kaldsjávarkóralar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 30.7.2009 kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2009 | 13:40
Skörp gagnrýni á umgjörð íslenskra vísinda
17.7.2009 | 11:22
Voru Neanderthalsmenn í útrýmingahættu?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó