Leita í fréttum mbl.is

Þróun haustsins 2009

Í tilefni afmælis Darwins og þess að 150 ár verða í haust liðin frá útgáfu Uppruna tegundanna höfum við staðið fyrir margskonar atburðum. 12 febrúar héldum við málþing um manninn og eðli hans og ritgerðasamkeppni um Darwin og þróun lífsins með Hin íslenskanáttúrufræðifélagi og Hinu Íslenska bókmenntafélagi.

Í sumar og haust munum við standa fyrir fyrirlestraröð um þróun og Darwin. Fyrstur ríður á vaði Montgomery Slatkin, með erindi næstkomandi mánudag 6 júlí 2009 (sjá tilkynningu).Hann mun fjalla um erfðamengi Neanderthalmannsins sem verið er að raðgreina. Monty mun einnig halda fyrirlestur daginn eftir um rannsóknir sínar á arfgengi flókinna sjúkdóma.

Aðrir fyrirlestrar sem komnir eru á fast fyrir haustið er:

29 ágúst - Peter og Rosemary Grant - Finkur Darwins og þróun

3 október - Guðmundur Eggertsson - Uppruni lífsins*

31 október - Joe Cain - Kenning Darwins*

28 nóvember - Linda Partridge - Þróun og öldrun*

Við stefnum að því að bæta við innlendum fyrirlesurum og halda sérstaka ráðstefnu um þróun þetta haust. Auk þess verður einnig fjallað um innlendar rannsóknir á þróun, og aðrar rannsóknir í líf, læknis og umhverfisfræði, á Líffræðiráðstefnunni 6 og 7 nóvember 2009.

*Ekki eru komnir endanlegir titlar á alla fyrirlestrana, en við tilgreinum megin rannsóknarviðfangsefni viðkomandi vísindamanna.

Fyrirlestraröðin er styrkt af rektor Háskóla Íslands, líffræðistofnun HÍ og líf og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.


Erindi: Hið týnda arfgengi flókinna sjúkdóma

Eins og áður hefur komið fram mun Montgomery Slatkin halda erindi í næstu viku um erfðamengi Neanderthalsmannsins. Sá fyrirlestur verður mánudaginn 6 júlí 2009, kl 132.

Monty mun einnig halda erindi daginn eftir á sama stað og tíma, um hið týnda arfgengi algengra sjúkdóma. Sá fyrirlestur er í boði stofnerfðafræðistofu Háskóla Íslands, sem Einar Árnason leiðir.

Margir sjúkdómar eru algengir og sýna marktækt arfgengi. Samt hefur gengið erfiðlega að finna erfðaþætti sem útskýra arfgengi slíkra sjúkdóma. Hæð er með hátt arfgengi en samt útskýra þau rúmlega 30 gen sem fundist hafa bara lítinn hluta arfgengisins.

Nokkrir möguleikar gætu útskýrt þessa staðreynd. Einn er sá að mjög, mjög, mjög mörg gen liggi að baki hverjum eiginleika, hvert með ákaflega veik áhrif. Annar er sá að mörg gen, með misjafnlega sterk áhrif liggi að baki arfgengi eiginleika. Sá þriðji er að óbeinir þættir, t.d. sameiginlegir umhverfisþættir, móðuráhrif eða sviperfðir valdi því að við ofmetum arfgengi sjúkdóma.

Ég held að Monty muni fjalla um sviperfðalíkanið í erindinu þriðjudaginn 7 júlí. 

Samanber grein hans í Genetics, Epigenetic Inheritance and the Missing Heritability Problem 2009.


Hetjan Úlfur

Úlfur Árnason hefur um áratuga skeið rannsakað skyldleika og ættartré spendýra og hryggdýra. Hann hefur jafnt rannsakað krókódíla sem hvali, mannapa og pokadýra, og tilheyrir (tilheyrði) mjög öflugum og virkum rannsóknarhópi við Háskólann í lundi. Hann...

Hverju veldur áhrifavaldur?

Erfðaþættir eins og þeir sem ÍE og aðrir sambærilegir rannsóknarhópara hafa verið að finna undanfarin2-3 ár eru flestir með veik áhrif á sjúkdóma. Ákveðnar samsætur (allel) geta þá aukið líkurnar á sjúkdómum, eins og í tilfelli viðkomandi breytingar í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband