Leita í fréttum mbl.is

Hraðari þróun í hitabeltinu

Fjölbreytileiki lífvera er meiri eftir því sem nær dregur miðbaug. Íslenskir ferðamenn kannast við að rekast á margskonar framandi form dýra og plantna þegar þeir halda suður á bóginn. Tegundafátækt norðurhjarans er alþekkt, þótt reyndar megi oft finna mörg afbrigði sömu tegundar er heildarfjöldi tegunda mun lægri þegar við fjarlægumst miðbaug.

Vistfræðingar hafa löngum velt fyrir sér orsökum þessa lögmáls, sem stundum er kennt við Von Humboldt. Tvennt af því sem nefnt hefur verið sem líklegar orsakir er hiti og fjöldi kynslóða. Vandamálið er þetta tvennt helst í hendur, á suðrænum slóðum er heitt og dýr komast í gegnum fleiri kynslóðir á ári en á norðurhjara.

Til að skilja á milli þessara þátta notuðu Gillman og félagar pör náskyldra tegunda, þar sem önnur tegundin lifir í hitabeltinu en hin í því tempraða. Þeir báru saman 130 slík tegunda pör, og athuguðu hversu hratt genin í þeim þróuðust. Til að staðla þetta enn frekar skoðuðu þeir sama genið, cytochrome b sem er skráir fyrir lykilhluta hvatberans.

Niðurstöðurnar eru afgerandi, genin þróast hraðar í þeim tegundum sem búa við hærra hitastig.

Reyndar eru ekki allir fyllilega sannfærðir um að fjöldi kynslóða geti ekki útskýrt munin (sjá umfjöllun í Science), en það þarf nákvæmari rannsóknir á þeim tegundum sem notaðar voru í rannsókninni til að skera úr um það.

Spurningin sem eftir situr er hvort að áhrifin séu vegna hitastigs eingöngu, eða hvort að um kapphlaup milli tegunda sé að ræða? Einskonar samþróun í anda Rauðu drottningar Van Valens?

Frumheimild: Latitude, elevation and the tempo of molecular evolution in mammals, Len N. Gillman, D. Jeanette Keeling, Howard A. Ross, Shane D. Wright, 2009 Proceedings of the Royal Society B

Evolution faster when it's warmer eftir Victoriu Gill, 24 júní 2009

Evolution Heats Up in the Tropics eftir Michael Price ScienceNOW 25 júní 2009

Um lögmál Von Humbolts

Ecology's oldest pattern? Bradford A. Hawkins Trends in Ecology & Evolution
Volume 16, Issue 8, 1 August 2001, Page 470

 


Erindi: Líf í geimnum á mánudagskvöldið

Næstkomandi mánudag 29 júní 2009 verður fræðslufundur um stjörnur og líf í geimnum. Erlendir fræðimenn halda stutt ríkulega myndskreytt erindi um halastjórnur, ístúngl og Mars. Fræðslufundurinn er í tilefni af sumarnámskeiði sem haldið er við HÍ um vatn, ís og líf á öðrum hnöttum.

Fundurinn hefst 18:30 í sal 1 í Háskólabíói. Sjá nánar á Stjörnufræðivefnum og vef HÍ.


Erindi: Mý við Mývatn

Vistkerfi Mývatns er um margt sérstakt. Mývargurinn fer í gegnum miklar og að því er virðist ófyrirsjáanlegar sveiflur í stofnstærð. Nýlegar rannsóknir hafa samt sýnt að frekar einföld líkön geta útskýrt sveiflurnar í stofni mýsins, sem er undirstöðu...

Erindi: Marglyttur við Ísland

Næsta mánudag 29 júní 2009 mun Guðjón Már Sigurðsson kynna rannsóknir sínar á marglyttum við Íslandsstrendur. Erindið fer fram kl 15:00 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ. Eftirfarandi lýsingar á verkefninu eru fengnar úr fréttatilkynningu . Torfur...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband