1.7.2009 | 17:16
Erindi: Hið týnda arfgengi flókinna sjúkdóma
Eins og áður hefur komið fram mun Montgomery Slatkin halda erindi í næstu viku um erfðamengi Neanderthalsmannsins. Sá fyrirlestur verður mánudaginn 6 júlí 2009, kl 132.
Monty mun einnig halda erindi daginn eftir á sama stað og tíma, um hið týnda arfgengi algengra sjúkdóma. Sá fyrirlestur er í boði stofnerfðafræðistofu Háskóla Íslands, sem Einar Árnason leiðir.
Margir sjúkdómar eru algengir og sýna marktækt arfgengi. Samt hefur gengið erfiðlega að finna erfðaþætti sem útskýra arfgengi slíkra sjúkdóma. Hæð er með hátt arfgengi en samt útskýra þau rúmlega 30 gen sem fundist hafa bara lítinn hluta arfgengisins.
Nokkrir möguleikar gætu útskýrt þessa staðreynd. Einn er sá að mjög, mjög, mjög mörg gen liggi að baki hverjum eiginleika, hvert með ákaflega veik áhrif. Annar er sá að mörg gen, með misjafnlega sterk áhrif liggi að baki arfgengi eiginleika. Sá þriðji er að óbeinir þættir, t.d. sameiginlegir umhverfisþættir, móðuráhrif eða sviperfðir valdi því að við ofmetum arfgengi sjúkdóma.
Ég held að Monty muni fjalla um sviperfðalíkanið í erindinu þriðjudaginn 7 júlí.
Samanber grein hans í Genetics, Epigenetic Inheritance and the Missing Heritability Problem 2009.
Vísindi og fræði | Breytt 2.7.2009 kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2009 | 13:39
Hetjan Úlfur
Úlfur Árnason hefur um áratuga skeið rannsakað skyldleika og ættartré spendýra og hryggdýra. Hann hefur jafnt rannsakað krókódíla sem hvali, mannapa og pokadýra, og tilheyrir (tilheyrði) mjög öflugum og virkum rannsóknarhópi við Háskólann í lundi. Hann heldur alltaf mjög hressilega fyrirlestra, og skefur ekkert utan af því.
Mynd af Úlfi af vefsíðu Lundarháskóla.
Maður getur rétt ímyndað sér hversu kjarnyrt bréf hans til yfirmanna Náttúruvísindastofnunarinnar hafi verið, en samkvæmt fréttinni er nokkuð augljóst að gagnrýni hans er réttmæt.
Því miður er það of algengt að pólitík, viðskiptahagsmunir og embættismennska flækist fyrir í rekstri háskólastofnanna og rannsóknarsetra. Í Chicago þar sem ég vann einu sinni lögðu yfirmenn skólans ofuráherslu á að starfsfólkið aflaði stórra styrkja. Bókhaldararnir voru algerlega blindaðir af tölunum og þjörmuðu að eldri prófessorum sem höfðu unnið sín stærstu afrek áratugina á undan.
Einn þeirra, Leigh van Valen setti fram kenninguna um rauðu drottninguna, sem er örugglega ein af merkari hugmyndum í þróunarfræði síðustu aldar. Valen var enn í nefndum margra nemenda, mætti reglulega á umræðufundi og fyrirlestra og miðlaði af reynslu sinni og innsæi. Og þarna voru embættismennirnir að djöflast í kallinum fyrir að "skaffa" ekki nóg fyrir skólann. Maður gæti grátið.
En ég held að yfirmenn Lundaháskóla hafi ekki gert sér grein fyrir því hvern þeir voru að reka. Vonandi sjá þeir að sér, biðjast afsökunar og bjóða Úlfi aftur skrifstofu.
Umfjöllun sænskra dagblaðsins Sydsvenskan, Skanskan, Norra Skane.
![]() |
Íslenskur prófessor rekinn vegna gagnrýni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.6.2009 | 11:18
Hverju veldur áhrifavaldur?
26.6.2009 | 10:29
Hraðari þróun í hitabeltinu
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó