25.6.2009 | 12:04
Erindi: Marglyttur við Ísland
Næsta mánudag 29 júní 2009 mun Guðjón Már Sigurðsson kynna rannsóknir sínar á marglyttum við Íslandsstrendur. Erindið fer fram kl 15:00 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ. Eftirfarandi lýsingar á verkefninu eru fengnar úr fréttatilkynningu.
Torfur brennihvelju (Cyanea capillata) hafa valdið umtalsverðum skaða í fiskeldi á Íslandi á síðastliðnum áratug. Sumarið 2007 hófust því ítarlegar rannsóknir á magni og útbreiðslu marglyttna (Scyphozoa) á Íslandsmiðum. Tvær tegundir af marglyttum veiddust, bláglytta (Aurelia aurita) og brennihvelja (Cyanea capillata).Á nálægum hafsvæðum virðist fjöldi marglyttna og marglyttutorfa hafa verið að aukast nokkuð undanfarin ár samhliða hlýnun sjávar. Breytingar í hafinu umhverfis landið tengdar hlýindatímabili sem hefur staðið yfir frá því um 1996 eru líklegar til að hafa haft áhrif á magn og útbreiðslu marglyttna á Íslandsmiðum. Megin útbreiðslusvæði brennihvelju hefur færst norðar og austar og bæði bláglytta og brennihvelja taka að birtast fyrr á vorin en á fyrri hluta síðustu aldar.
Margt bendir til þess að Vestfirðir séu uppeldisstöðvar fyrir brennihvelju á Íslandsmiðum og þaðan dreifist ungar hveljur með strandstraumnum og hlýsjónum austur með Norðurlandi og síðan suður með Austurlandi.
24.6.2009 | 15:09
Erfðamengi Neanderthalsmannsins
Síðustu neanderthalsmenn voru uppi fyrir u.þ.b. 40000 árum. Sem er rétt 40 sinnum lengra síðan en síðan Egill Skallagrímsson vappaði um sveitir, kvað og vann sín þrekvirki. Tilhugsunin um að önnur tegund mannapa búi á jörðinni er okkur mjög framandi í dag, en veruleikinn er sá að fyrir alls ekki mjög löngu lifðu tvær tegundir mannapa á plánetunni.
Við höfum áður rætt um uppruna og líffræði þessara frænda okkar, Adam neanderthal og Eva sapiens (26.10.2007) og Langa leiðin frá Neanderthal (25.4.2008).
Eftir tæpar tvær vikur mun einn fremsti stofnerfðafræðingur samtímans Montgomery Slatkin koma til landsins og kynna rannsóknir sínar á DNA úr beinum Neanderthalsmanna. Erindið ber titillinn Neanderthalsmaðurinn: erfðamengi og stofnerfðafræði og verður mánudaginn 6 júlí í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ (hefst kl 12:00). Úr fréttatilkynningu:
Montgomery Slatkin er prófessor við University of California at Berkeley. Hann mun halda fyrirlestur um "Neanderthalsmanninn: erfðamengi og stofnerfðafræði hans".
Markmið verkefnisins er að raðgreina erfðamengi Neanderthalsmanna til að bera saman við erfðamengi nútímamannsins (http://www.eva.mpg.de/neandertal). Hver eru þróunarleg tengsl Neanderthalsmannsins og nútímamannsins? Geta erfðabreytingar kastað ljósi á hvernig nútímamaðurinn lagði upp frá Afríku fyrir um 100.000 árum og nam á stuttum tíma ný lönd um allan heim?
Fyrirlesturinn er hluti af Darwin dögunum 2009, í tilefni 200 ára afmælis Charles Darwin og 150 ára afmælis Uppruna tegundanna.
Fyrirlesturinn verður haldinn 6. júlí klukkan 12:00 í Öskju, stofu 132.
Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.6.2009 | 14:57
Grapevine um þorskinn
24.6.2009 | 14:36
Erfðabreyttar kýr
Vísindi og fræði | Breytt 3.7.2009 kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó