22.6.2009 | 16:25
Líffræðiráðstefnan 2009
Á Íslandi er mjög fjölskrúðugar grunnrannsóknir sem spanna mörg fræðasvið. Sem líffræðingur fylgist ég mest með rannsóknum á lifverum, og tækni sem tengist rannsóknum á líffræðilegum gögnum og fyrirbærum. Sem nemandi í meistaranámi á síðasta áratug, var fátt skemmtilegra en að taka þátt í líffræðiráðstefnunni. Þar kynntist maður rannsóknum í flestum geirum fræðasviðsins og fjölmörgum snertiflötum þess við lífefnafræði, læknisfræði og umhverfisfræði.
Líffræðiráðstefnan hefur verið haldin á 5 ára fresti undanfarna áratugi.
Líffræðifélag Íslands er misjafnlega virkur félagskapur, dauða þess hefur verið lýst yfir nokkrum sinnum en alltaf finnast fjörugar nýjar blóðfrumur sem koma gömlu æðunum í æfingu. Í ár eru 30 ár frá stofnun félagsins og að því tilefni var ákveðið að halda ráðstefnu um rannsóknir í líffræði.
Ráðstefnan fer fram 6. og 7. nóvember 2009, í Öskju, Háskóla Íslands. Allir eru hvattir til þess að nýta þetta tækifæri til að kynna sínar líffræðilegu rannsóknir með erindum og/eða veggspjöldum.
Skráningarfrestur á ráðstefnuna er 15. september. Vinsamlegast sendið skráningu og útdrátt á netfangið liffraediradstefna@mail.holar.is. Þeir sem vilja kynna niðurstöður sínar er vinsamlegast bent á tilgreina hvort óskað sé eftir því að vera með veggspjald eða erindi.
Nánari upplýsingar um form ágripa og skipulag ráðstefnunar má finna á nýrri vefsíðu líffræðifélagsins (biologia.hi.is). Tilkynning á vefsíðu HÍ.
Sálir líffræðinga nærast ekki á niðurstöðum og tilgátum eingöngu, heldur þurfa þær selskap, örvandi tóna, kveðskap og "kúta-og-korklaust svall" upp á gamla mátann (Í allra heilagra bænum ekki biðja mig um nánari útlistanir). Fyrirhugað er að halda skemmtun á laugardagskvöldinu til að fagna lokum ráðstefnunar og hinum alltumlykjandi frumuhring. Verið er að smala í skemmtinefnd.
Vísindi og fræði | Breytt 24.6.2009 kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009 | 09:48
Langtíma sveiflur í þorskstofninum
Í þorskstofninum við Ísland má finna töluverðan erfðabreytileika. Hvergi er hann þó meiri en á Pan I geninu, þar sem tvær megin gerðir A og B eru þekktar. Gerðirnar eru mjög ólíkar og vísbendingar um að þær haldist við í stofninum í fleiri hundruð þúsund ef ekki milljónir ára.
Einar Árnason og félagar sýndu nýlega fram á að AA gerðirnar halda sig á grunnsævi, á meðan BB eru mun algengari í djúpinu. Þeir arfblendnu AB finnast bæði í djúpi og grunnsævi. Þetta samband er með því sterkasta sem sést milli arfgerðar og umhverfisþáttar í náttúrunni, (sjá mynd úr grein þeirra félaga í Plos One færsla, frumheimild).
Ástæðan virðist vera sú að BB gerðin stundi lóðrétt far, þar sem fiskarnir kafa niður á mikið dýpi á milli þess sem þeir dvelja í grynnri sjó. Þessi arfgerð hlýtur sem sagt að gera fiskunum kleift að þola mikið dýpi, þannig að líklegast er að genið hafi áhrif á starfsemi sundmagans eða einhverja aðra þætti þrýstingsjöfnunar.
Guðrún Marteinsdóttir og Klara Jakobsdóttir hafa unnið einstaka rannsókn á sveiflum í tíðni Pan I gensins síðustu 60 ár. Vísindagrein um rannsóknina er ekki komin út en Guðrún ræddi þær þó í grófum dráttum í Speglinum þriðjudaginn 16 júní 2009 (viðtalið hefst nokkurn vegin um miðbik þáttarins).
Ég hvet fólk til að hlusta á viðtalið sem er bæði fróðlegt og skemmtilegt. Guðrún virðist hallast að því að veiðar hafi haft afgerandi áhrif á tíðni A og B gerðanna í þorskinum, en er ekki jafn svartsýn á horfur stofnsins og Einar, Kristján og Ubaldo. Enginn þeirra umhverfisþátta sem þau hafa rannsakað geta útskýrt breytingarnar í tíðni A gerðanna, en þótt ekki sé hægt að útiloka að þær séu vegna óþekktra eða óskilgreindra umhverfisþátta.
Ítarefni: Vefsíða rannsóknarhóps Guðrúnar Marteinsdóttur: www.marice.is
Leiðrétting, í fyrstu útgáfu var talað um lárétt far í þriðju málsgrein, það er auðvitað lóðrétt. Jóhannesi er þökkuð ábendingin.
Vísindi og fræði | Breytt 18.6.2009 kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.6.2009 | 17:26
Maur, maur, maur, maur, maur...
Vísindi og fræði | Breytt 17.6.2009 kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2009 | 11:00
Fréttamenn bregðast frekar vegna...
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó