Leita í fréttum mbl.is

Erfðamengi Neanderthalsmannsins

Síðustu neanderthalsmenn voru uppi fyrir u.þ.b. 40000 árum. Sem er rétt 40 sinnum lengra síðan en síðan Egill Skallagrímsson vappaði um sveitir, kvað og vann sín þrekvirki. Tilhugsunin um að önnur tegund mannapa búi á jörðinni er okkur mjög framandi í dag, en veruleikinn er sá að fyrir alls ekki mjög löngu lifðu tvær tegundir mannapa á plánetunni.

Við höfum áður rætt um uppruna  og líffræði þessara frænda okkar, Adam neanderthal og Eva sapiens (26.10.2007) og Langa leiðin frá Neanderthal (25.4.2008).

Eftir tæpar tvær vikur mun einn fremsti stofnerfðafræðingur samtímans Montgomery Slatkin koma til landsins og kynna rannsóknir sínar á DNA úr beinum Neanderthalsmanna. Erindið ber titillinn Neanderthalsmaðurinn: erfðamengi og stofnerfðafræði og verður mánudaginn 6 júlí í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ (hefst kl 12:00).  Úr fréttatilkynningu:

Montgomery Slatkin er prófessor við University of California at Berkeley. Hann mun halda fyrirlestur um "Neanderthalsmanninn: erfðamengi og stofnerfðafræði hans".

Markmið verkefnisins er að raðgreina erfðamengi Neanderthalsmanna til að bera saman við erfðamengi nútímamannsins (http://www.eva.mpg.de/neandertal). Hver eru þróunarleg tengsl Neanderthalsmannsins og nútímamannsins? Geta erfðabreytingar kastað ljósi á hvernig nútímamaðurinn lagði upp frá Afríku fyrir um 100.000 árum og nam á stuttum tíma ný lönd um allan heim?

Fyrirlesturinn er hluti af Darwin dögunum 2009, í tilefni 200 ára afmælis Charles Darwin og 150 ára afmælis Uppruna tegundanna.

Fyrirlesturinn verður haldinn 6. júlí klukkan 12:00 í Öskju, stofu 132.

Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.

 


Grapevine um þorskinn

Í nýjasta hefti Grapevine er rætt um niðurstöður Einars Árnasonar og félaga um erfðasamsetningu þorsksins.  Fishy tales birtist 23.6.2009 og var sett saman af Marc Vincenz.

Í greininni rekur Marc sögu þrosksins og hruns stofnsins við Nýfundnaland. Hann leitaði einnig álits Einar Árnasonar, og vitnar í hann einu sinni í greininni:

Hvort sem þú trúir því eða ekki, þá ert þú fyrsti fréttamaðurinn á Íslandi sem hefur samband. Þetta er ekki eitthvað sem ætti að sópa undir teppið [þýðing AP]
Believe it or not, you’re the first journalist in Iceland to contact me. This is not something to just brush under the carpet.

Reyndar er ekki tilgreint hvernær viðtalið var tekið. 

Greinin í heildina er samt ekki nægilega góð og augljóst að Marc skilur ekki alveg grundvallar atriði þróunar. Þegar hann ræðir um hugmyndir kanadískra og norskra vísindamanna um hrun kanadíska þorskstofnsins þá segir hann:

Með öðrum orðum, þá neyddi ofveiðin fiskana til verða kynþroska fyrr til að ná að ná að hryggna - sem leiddi til verri afkomu stofnsins [þýðing AP]

In other words, over-fishing forced fish to mature earlier in order to be able to spawn—with lower sustainable cod yields.

Þetta er algengur miskilningur um þróun, hún neyðir lífverur aldrei til neins. Náttúrulegt val er alltaf eftir á. Þeir fiskar sem urðu kynþroska fyrr lifðu af, en hinir ekki. Afleiðingin væri sú að samsetning stofnsins breytist, og líkur á hruni aukast.

Önnur skelfileg setning í greinni er:

Samkvæmt ítarlegri rannsókn Árnasonar [...] virðist sem þróunarlegar stökkbreytingar í genum fisksins séu í beinu sambandi við veiðar á sérstökum búsvæðum [þýðing og skáletrun AP, sleppti "inadvertent" úr þýðingunni en það er auka punktur hér]

According to Árnason’s extensive research—[...]—evolutionary mutations in the genes of fish appear to be directly related to inadvertent habitat-specific fishing practices.

Það sem gerðist er að það er breyting í tíðni samsæta (sem eru útgáfur af einu tilteknu geni - í þessu tilfelli A og B) milli kynslóða. Breytingar í tíðni samsætanna virðist vera afleiðing mjög mikilla veiða á grunnsævi, sem dregur úr tíðni A gerðarinnar.


Erfðabreyttar kýr

Með hefðbundnum kynbótum og ræktunarstarfi hafa hin fornu kúakyn tekið stórkostlegum breytingum á síðustu öldum. Íslenska kýrin er ósköp smá í sniðinu og að upplagi álitin keimlík nautgripum sem haldið var til haga af evrópskum og skandinavískum...

Klassískur laukur: Beinagrindafólkið

Vísindafréttamenn lauksins (the Onion) ræða í grein árið 1999 mjög spennandi niðurstöður um heila ættkvísl fólks sem var ekkert nema beinagrindur. Þá vantaði skinn, vefi og innri líffæri, og samkvæmt niðurstöðum fornleifafræðinga bjuggu þeir í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband