8.6.2009 | 17:03
Umræða um erfðabreyttar lífverur
Á fyrsta ári í doktorsnámi mínu í erfðafræði við North Carolina State University (NCSU) sótti ég námskeið sem hét "siðfræði og fagleg vinnubrögð í vísindum". Hluti af námskeiðinu fjallaði um ígildi Hippokratesar eiðs fyrir líffræðinga, annar um einkaleyfi, tilraunir á dýrum, og samskipti sprotafyrirtækja og Háskóla.
Nú var því slegið upp í Morgunblaðinu að Landbúnaðarháskólinn væri hluthafi í ORF líftækni, og gefið í skyn í það minnsta að rannsóknir allra vísindamanna og umsagnir um erfðatækni væru litaðar af þeirri staðreynd.
Í fréttinni sem hér fylgir ræðir Björn Örvar þessa ásökun og bendir á að viðkomandi vísindamenn leggi vísindalegann heiður sinn að veði, þegar þeir gefa umsagnir.
Ástæðan fyrir því að þetta viðfangsefni var tekið fyrir í NCSU var sú að þetta er mjög flókið mál. NCSU er að upplagi landbúnaðarháskóli, búinn til sem "land grant University", til að efla landbúnað í Bandaríkjunum. Margar deildir sinna ræktun á nytjategundum, sér deild um hænur, önnur um skógartré, meindýr á ökrum og þar frameftir götunum. Starfsmenn sem finna nýjar varnir gegn pestum, eða leiðir til að bæta afköst hænsnabúa geta því oft selt niðurstöður sínar, eða stofnað um þær fyrirtæki (þetta er nýsköpun, hugmynd verður að fyrirtæki og tekjum). Og það er eðlilegt að háskólinn njóti góðs af, t.d. sem hluthafi. NCSU brenndu sig á því þegar tölfræðingurinn John Sall stofnaði tölfræðifyrirtækið SAS, að þeir veittu honum mjög takmarkaðan stuðning, og báru eðlileg lítið úr býtum. Tæknigarðar eiga að vera vettvangur fyrir slíka tækni og iðnþróun.
Hvernig viðheldur vísindamaður faglegu orðspori sínu þegar milljónir hanga á spítunni? Ef þú átt hugmyndina sjálfur, stofnaðu þá um hana fyrirtæki og haltu rannsóknunum til hliðar. Það eru vitanleg til fyrirtæki sem stunda rannsóknir, birta þær í ritrýndum tímaritum og allt það, en við látum þá umræðu eiga sig í bili.
Lausnin er að draga úr möguleika á hagsmunaárekstrum. Ef þú átt hlut í fyrirtæki í ákveðnum geira, þá getur þú ekki talist óháður umsagnaraðilli að efni á því fræðasviði. Eins verða þeir sem þú hefur unnið með áður, tengist ættarvenslum eða í gegnum félagslegt athæfi (vikulega tedrykkju, eða sjóböð) sjálfkrafa vanhæfir.
Hérlendis veifa stórnmálamenn og aðrir oft örmum og segja, ég gerði ekkert rangt. Vissulega hafði ég möguleika á því, en ég breytti samt rétt.
Okkur var kennt í námskeiðinu við NCSU að það á ekki að vera möguleiki á hagsmunaárekstrum ("there should be no possibility of conflict of interest"). Ef það var möguleiki á að þú gætir hafa misnotað aðstöðu þína, þá varðst þú að labba.
Því miður verður þessi pistill ekki sú ítarlega samantekt um erfðabreyttar lífverur sem efni standa til. En í það minnsta verður þetta örlítil innsýn í veröld vísindafólks. Það er vissulega mannlegt, en flestir þeirra gera sér grein fyrir því hvar mörk persónulegra skoðanna og faglegrar þekkingar liggja.
![]() |
Grundvallarspurning um mann og náttúru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 3.7.2009 kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.6.2009 | 11:23
Raunvísindi og líffræði
Vita framhaldsnemar hvað raunvísindi ganga út á? Hvað felur starfsferill í líffræði i sér, eða frami í stjörnufræði, eðlisfræði eða efnafræði? Þetta var umfjöllunarefni sjónvarpsfrétta RUV í gærkvöldi.
Samkvæmt Atla Harðarsyni aðstoðarskólastjóra við fjölbrautarskóla Vesturlands "það vita allir nokkurn vegin hvað bankamenn gera, en hafa afar óljósa hugmynd um hvað raunvísindamenn gera, flestir unglingar þekkja þessi störf lítið".
Störfin eru vissulega fjölþætt, líffræðingar starfa við rannsóknir, kennslu, umhverfivottun og á ríkistofnunum eða við líftæknifyrirtæki. Lífefnafræðingar, efnafræðingar, og eðlisfræðingar starfa á svipuðum sviðum einnig, en í fyrirtækjum með áherslu á viðkomandi fagsvið (raftækni, efnaverkfræði, tölvur). Reynsla í raunvísindum nýtist samt mörgum á milli fagsviða, á Decode vann ég með stærðfræðingum, læknum, verkfræðingm, líffræðingum, lífefnafræðingum og lífeindafræðingum.
Kveikja að frétt RUV var vísindavika sem Landbúnaðarháskóli Íslands stóð fyrir, þar sem framhaldskólanemar á vesturlandi fengu tækifæri til að taka þátt í rannsóknum og kynnast störfum líffræðinga og búfræðinga.
Þegar ég var við nám í Bandaríkjunum kynntist ég forvitnilegri leið að sama marki. Góðir framhaldskólanemar fengu tækifæri til að koma inn í háskólana og kynnast einhverri fræðigrein og starfi á rannsóknarstofu. Þeir unnu þá sem sjálfboðaliðar, fengu reynslu og innsýn í heim raunvísindanna sem virðist geta framkallað bæði aðdáun og ótta (hið síðara oftast af röngum forsendum - samanber umræðu um erfðabreyttar lífverur).
5.6.2009 | 10:54
Erindi: Áhrif mannsins á gróðurlendi
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2009 | 15:49
Hvað er að drepa leðurblökurnar?
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó