5.6.2009 | 11:23
Raunvísindi og líffræði
Vita framhaldsnemar hvað raunvísindi ganga út á? Hvað felur starfsferill í líffræði i sér, eða frami í stjörnufræði, eðlisfræði eða efnafræði? Þetta var umfjöllunarefni sjónvarpsfrétta RUV í gærkvöldi.
Samkvæmt Atla Harðarsyni aðstoðarskólastjóra við fjölbrautarskóla Vesturlands "það vita allir nokkurn vegin hvað bankamenn gera, en hafa afar óljósa hugmynd um hvað raunvísindamenn gera, flestir unglingar þekkja þessi störf lítið".
Störfin eru vissulega fjölþætt, líffræðingar starfa við rannsóknir, kennslu, umhverfivottun og á ríkistofnunum eða við líftæknifyrirtæki. Lífefnafræðingar, efnafræðingar, og eðlisfræðingar starfa á svipuðum sviðum einnig, en í fyrirtækjum með áherslu á viðkomandi fagsvið (raftækni, efnaverkfræði, tölvur). Reynsla í raunvísindum nýtist samt mörgum á milli fagsviða, á Decode vann ég með stærðfræðingum, læknum, verkfræðingm, líffræðingum, lífefnafræðingum og lífeindafræðingum.
Kveikja að frétt RUV var vísindavika sem Landbúnaðarháskóli Íslands stóð fyrir, þar sem framhaldskólanemar á vesturlandi fengu tækifæri til að taka þátt í rannsóknum og kynnast störfum líffræðinga og búfræðinga.
Þegar ég var við nám í Bandaríkjunum kynntist ég forvitnilegri leið að sama marki. Góðir framhaldskólanemar fengu tækifæri til að koma inn í háskólana og kynnast einhverri fræðigrein og starfi á rannsóknarstofu. Þeir unnu þá sem sjálfboðaliðar, fengu reynslu og innsýn í heim raunvísindanna sem virðist geta framkallað bæði aðdáun og ótta (hið síðara oftast af röngum forsendum - samanber umræðu um erfðabreyttar lífverur).
5.6.2009 | 10:54
Erindi: Áhrif mannsins á gróðurlendi
Í dag mun Sverrir Aðalsteinn Jónsson flytja fyrirlestur um rannsókn á gróðurfari í Fljótsdalshéraði. Hann notaði jarðfræðilegar aðferðir til að skoða breytingar sem orðið hafa á síðustu 2000 árum, og kanna hvort að maðurinn eða breytingar á veðurfari hafi skipt meira máli varðandi breytingar á gróðulendi. Þetta sýnir hvernig hin mismunandi svið raunvísinda geta nýtast til að svara vísindalegum spurningum. Rannsóknin var unnin undir handleiðslu Ólafs Ingólfssonar, jarðfræðings, en spurningin er í raun líffræðileg eða umhverfisfræðileg, hvað hefur áhrif á útbreiðslu og viðgang gróðurs.
Rannsóknina vann Sverrir sem meistaraverkefni við Jarðfræðideild HÍ og er fyrirlesturinn hluti af vörn hans. Erindið hefst kl 14:00 í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ. Ágrip má nálgast hér, það er einnig endurprentað hér að neðan.
Megintilgangur rannsóknarinnar var að afla gagna sem gætu skýrt gróðurfarssögu Fljótsdalshéraðs síðastliðin 2000 ár og kanna orsakir hnignunar skóga héraðsins. Rannsóknin var gerð á tveimur mismunandi gagnasöfnum. Í fyrsta lagi var gerð nákvæm rannsókn á öllum sagnfræðilegum heimildum um gróðurfar og veðráttu á Austurlandi frá landnámi. Í öðru lagi var gerð frjókornarannsókn á sýnum úr setkjarna er tekinn var úr tjörn innan Hallormsstaðarskógar. Sá kjarni spannar um það bil 2000 ár.
Setið í kjarnanum var einsleitt vatnaset er innihélt mörg öskulög. Öskulagatímatal var útbúið fyrir kjarnann og við það notuð sex þekkt öskulög. Niðurstöðum frjókornarannsóknarinnar var skipt upp í sex kafla (zones) og hver þeirra táknaði mismunandi gróðurfarsaðstæður. Þessir kaflar voru síðan notaðar til túlkunar gróðurfarssögu svæðisins. Við landnám var svæðið umhverfis tjörnina þakið skógi, en skógurinn hörfaði hratt eftir landnám. Á 15. öld sótti skógurinn fram á ný og var frekar gróskumikill allt fram á miðja 18. öld en þá hörfaði hann hratt. Þessi hörfun hélt áfram allt til upphafs 20. aldar þegar skógurinn var friðaður.
Áhrif mannsins virðast hafa skipt sköpum hvað varðar ástand skógarins eftir landnám en veðurfar virðist hafa haft minni áhrif.
Leiðbeinendur: Ólafur Ingólfsson, prófessor, og Dr. Ólafur Eggertsson
Prófdómari: Dr. Egill Erlendsson
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2009 | 15:49
Hvað er að drepa leðurblökurnar?
4.6.2009 | 15:13
Nánar um rangfærslur um erfðabreytingar
Vísindi og fræði | Breytt 3.7.2009 kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó