Leita í fréttum mbl.is

Nóbelsverðlaunin 2006

Voru veitt Craig Mello og Andy Fire, fyrir að finna og skilgreina hvernig tvíþátta RNA sameindir gátu haft áhrif á þroskun þráðormsins (Caenorhabditis elegans). Það sem gerði sameindina nýstárlega var að hún skráði ekki fyrir prótíni eins og þekktasta RNA sameind frumunnar (mRNA)*, heldur hafði hún áhrif á líffræði frumunnar án þess að skrá fyrir prótíni.

Þetta virtist ganga gegn grunnsetningu sameindalíffræðinnar, DNA -> RNA -> prótín, en þegar nánar er að gáð er aðeins um tilbrigði við hana að ræða.

Uppgötvun Mello og Fire settu eldri niðurstöður í nýtt ljós, og þá sérstaklega niðurstöður Victor Ambros sem hafði kortlagt lin-4 genið (sem hafði áhrif á skiptingu fruma í þráðorminum). Victor hafði nelgt genið niður, en fundið 700 basa bút sem ekki skráði fyrir prótíni. Engu að síður myndaðist RNA og það virtist sem RNAið hefði líffræðileg áhrif.

Uppgötvun RNAi og microRNA (sem lin-4 er dæmi um) opnaði ný rannsóknasvið í líf og læknisfræði.  Ørntoft og félagar við Sameindasjúkdómsgreiningarstofnunina (Molecular diagnostic laboratory), við Háskólann í Árósum, eru að rannsaka microRNA sameindir í þvagblöðrukrabbameinsfrumum. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að fólk reyni að finna gen sem eru tjáð aðallega í krabbameinum, eða sem vanti í krabbamein. Einnig er ekkert nýtt að fólk reyni að breyta tjáningu þeirra gena og skoða hvernig krabbameinsfrumurnar bregðast við. Því miður er grein  Ørntofts og félaga ekki enn aðgengileg, þannig að það er erfitt að meta hversu merkileg uppgötvun þeirra er.

Vandamálið við að nota microRNA sem meðferð, er að RNA sameindir eru mjög óstöðugar, og það getur verið erfitt að koma þeim inni í réttar frumur. 

Venjulega lýk ég þessum fréttaskýringum með því að agnúast út í fréttaflutning mbl.is, stirðar þýðingar, rangtúlkanir og ígildidýraníðs á prentformi. Þess í stað sendi ég lesendur vinsamlegast yfir á léttmetissíðuna laukinn, þar sem þeir geta lesið um salmónellur sem fæðubótarefni.

*Vitanlega eru aðrar undantekningar, en þær tengjast aðallalega verkun á RNA eða myndun prótína (tRNA, rRNA og aðrar smáar RNA sameindir).

Ítarefni, misaðgengilegt:

Dyrskjøt L, Ostenfeld MS, Bramsen JB, Silahtaroglu AN, Lamy P, Ramanathan R, Fristrup N, Jensen JL, Andersen CL, Zieger K, Kauppinen S, Ulhøi BP, Kjems J, Borre M, Ørntoft TF. Genomic Profiling of MicroRNAs in Bladder Cancer; miR-129 Is Associated with Poor Outcome and Promotes Cell Death In vitro. Cancer Research. 2009. [óútgefið] 

Fire A, Xu S, Montgomery MK, Kostas SA, Driver SE, Mello CC. Potent and specific genetic interference by double-stranded RNA in Caenorhabditis elegans. Nature. 1998 Feb 19;391(6669):806-11.

Seydoux G. The 2006 Genetics Society of America Medal. Victor Ambros. Genetics. 2006 Feb;172(2):721-2.


mbl.is Sameind ræðst á krabbameinsfrumur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðlögun að dýpi

Niðurstöður Einar, Kristjáns og Ubaldo byggja á meistaraverkefni þess síðarnefnda, þar sem hann rannsakaði tíðni tveggja gerða Pan I gensins í íslenskum þorskum. Arfgerðirnar AA, AB og BB sýna mjög sterkt samband við dýpt eins og sjá má á mynd úr grein þeirra. Teiknuð er tíðni A gerðarinnar (Y ás) sem fall af dýpi (X ás). fetchObject.action?uri=info%3Adoi%2F10.1371%2Fjournal.pone.0005529

Fyrir utan samband milli dýpis og arfgerðar Pan I gensins setja þeir einnig fram niðurstöður um aldursdreifingu fiskanna eftir arfgerð sem sýnir að A gerðin er á undanhaldi í stofninum. Og valkrafturinn er gríðarlegur, miðað við stuðla sem þeir meta má áætla að A gerðin hverfi á 4-5 kynslóðum.

Samkvæmt líkönum og mælingum eru áhrif náttúrulegs vals helst mælanleg yfir hundruði eða tugþúsundir kynslóða. Gervival, eins og menn hafa stundað í ræktun, getur leitt til afdrifaríkra breytinga á nokkrum kynslóðum. Það er greinilegt að afrán okkar á fiskistofnum líkist meira gervivali en því náttúrulega, og því mun meiri ástæða til að rannsaka slíka stofna ítarlega og umgangast þá af kostgæfni.

Grein Einars og félaga í PLoS One Intense Habitat-Specific Fisheries-Induced Selection at the Molecular Pan I Locus Predicts Imminent Collapse of a Major Cod Fishery

Frétt RÚV 29 maí 2009 og viðtal við kallinn í fréttaskýringarþættinum speglinum sama kvöld.

Umfjöllun New Scientist er í æsifréttastíl Turbo-evolution shows cod speeding to extinction


mbl.is Telur þorskstofninn í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangfærslur um erfðabreytt bygg

ORF líftækni er fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu prótína í erfðabreyttum byggplöntum. Fyrst sá ég til ORF manna, þegar Einar Mäntylä hélt fyrirlestur í líffræðinni um frostþol plantna og hvort mögulegt væri að auka þol þeirra með því að breyta...

Þróun mýrarköldusníkilsins

Barátta sníkla og hýsla er dæmi um þróunarlega togstreitu. Við, greindasta tegund jarðarinnar í augnablikinu, beitum margskonar aðferðum til að berja af okkur sníkla. Mýrarkalda (Malaria) er orsökuð af frumdýrinu Plasmodium falciparum , en að auki eru...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband