29.5.2009 | 10:14
Þróun mýrarköldusníkilsins
Barátta sníkla og hýsla er dæmi um þróunarlega togstreitu. Við, greindasta tegund jarðarinnar í augnablikinu, beitum margskonar aðferðum til að berja af okkur sníkla. Mýrarkalda (Malaria) er orsökuð af frumdýrinu Plasmodium falciparum, en að auki eru til töluverður fjöldi annara skyldra tegunda sem einnig eru undir smásjá vísindamanna.
Varnir okkar eru auðvitað lyf, eins og chloroquine, Proguanil og Doxycyclin. Því miður er lyfjagjöfin ekki alltaf nægilega samfelld, skammtarnir litlir eða mengaðir, sem leiðir til þess að ekki öll frumdýr í viðkomandi sjúklingi drepast. Það er dæmi um náttúrulegt val, ef þú drepur 90% af frumdýrunum en 10% lifa af, þá eru líkur á því að þessi 10% beri útgáfur af genum sem gera þeim kleift að þola lága skammta af lyfinu. Og ef afkomandur 10% frumdýranna verða fyrir annari umferð af "mjúkri" lyfjameðferð, þá er aftur möguleiki á að auka tíðni viðkomandi gena, eða annara sem hafa stökkbreyst í millitíðinni.
Þannig getur náttúrulegt val safnað upp litlum breytingum, sem gera frumdýrin ónæm eða ónæm að hluta gegn meðferð. Á sama hátt hefur náttúrulegt val búið til mjög fín augu, úr einföldum ljósnæmum frumum, með því að betrumbæta, vefi, taugar, búa til linsu, slípa hana til, bæta eiginleika hennar, fjölga litnæmum viðtökum og svo koll af kolli. Vegna þess að í hverri kynslóð þá völdust úr þeir einstaklingar sem báru í sér útgáfur gena sem bættu starfsemi augans örlítið umfram aðra í stofninum. Þannig getur náttúrulegt val búið til dásamlegar aðlaganir eins og augað, og (ef manneskjurnar eru nægilega heimskar í heilbrigðismálum) þróað útgáfu af mýrarköldusníklinum sem er ónæmur fyrir lyfjum okkar.
Það er stundum sagt að þróunarkenningin sem vísindakenning hafi takmarkað spágildi, en þetta dæmi (og önnur) sýna okkur að þróun lyfjaónæmis er óumflýjanleg. WHO varaði t.d. við þessu árið 2006. Við verðum að vera varkár í notkun okkar á lyfjum og meðhöndlunum á sníklum, sýklum og veirum, því lögmál náttúrunnar eru enn að verki í okkar tæknivæddu veröld.
Nánari upplýsingar um mýrarköldu á vef Landlæknisembættisins.
Grein BBC Malaria parasites 'resist drugs'
Sjá einnig eldri frétt BBC, sem varar við þróun lyfjaónæmis í Plasmodium Resistance risk to malaria cure
Auka athugasemd. Þýðing tilvitnana í frétt mbl.is er til háborinnar skammar. Vitnað er í Nick Day formaður Mahidol-Oxford Tropical Medicine rannsóknarverkefnisins.
Tvisvar áður hefur Suðaustur-Asía, grínlaust, gefið heiminum, og þá sérstaklega Afríku, sníkjudýr sem hafa verið ónæm fyrir lyfjum, (feitletrun okkar)
Þetta er þýðing á orðunum
"Twice in the past, South East Asia has made a gift, unwittingly, of drug resistant parasites to the rest of the world, in particular to Africa,"
Merking setninganna tveggja er mjög ólík, og veltur á þessari skelfilegu þýðingu á orðinu "unwittingly". Það orð þýðir ekki "grínlaust", heldur "ómeðvitað", "ekki af yfirveguðu ráði", "fyrir slysni"...
Eitt er að vinna fréttirnar sínar illa, þýða klunnalega eða sleppa nauðsynlegum bakgrunni. En að gjörbreyta merkingu tilvitnana er mbl.is til háborinnar skammar.
![]() |
Malaría myndar ónæmi gegn lyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 10:53
Baráttan fyrir lífinu í hrauninu
Þróunarkenning Darwins og Wallace sýndi fram á að í stofnum lífvera veljast sumar gerðir úr, alveg náttúrulega. Þetta er afleiðing þess að lífverur eru breytilegar, eiginleikar þeirra erfast og þær eignast mismörg afkvæmi. Ástæða þess að lífverur eignast mismörg afkvæmi er sú að þær eru misjafnlega hæfar til að takast á við umhverfi sitt. Umhverfi er mjög víðfemt hugtak, og getur táknað aðgang að fæðu, birtuskilyrði, hitastig, ásókn afræningja, geimgeisla og þar fram eftir götunum.
Baráttan fyrir lífinu er oftast rædd sem slagur bráðar og afræningja eða sýkils og hýsils, en getur tekið á sig fleiri myndir. Planta í gljúpum jarðvegi, þarf að berjast fyrir lífinu. Fræ sem lendir í mosaþembu þarf að berjast fyrir lífinu, og þar fram eftir götunum.
Í dag mun Jóna Björk Jónsdóttir flytja fyrirlestur um rannsóknir sínar á baráttum plantna fyrir lífinu, í Skaftáreldahrauni. Hún sýnir meðal annars fram á að mosamottan sem þekur hraunið aftrar landnámi háplantna. Ég sjálfur hélt að mosi myndi frekar búa í haginn fyrir aðrar plöntur í hrauninu en svo virðist ekki vera.
Fyrirlestur Jónu er meistaravörn hennar frá líf og umhverfisvísindadeild HÍ, á rannsókn sem hún vann undir leiðsögn Þóru Ellenar Þórhallsdóttur og Kristínar Svavarsdóttur.
Erindið hefst kl 14:00 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ. Ágrip erindisins má nálgast á heimasíðu HÍ.
Vísindi og fræði | Breytt 25.6.2009 kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2009 | 15:05
Snákadoktorinn
Vísindi og fræði | Breytt 2.7.2009 kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2009 | 15:37
Erindi: Íslenskar náttúruperlur og erfðamengi melgresis
Vísindi og fræði | Breytt 25.6.2009 kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó