21.5.2009 | 09:32
Nám í líffræði við HÍ
Hvers vegna vill fólk læra líffræði?
Líklega er forvitni veigamesta ástæðan.
Við erum lífverur og höfum mjög eðlilegan áhuga á okkur sjálfum, hvernig við hugsum, hvernig við verðum veik, hvaða eðli við höfum og hvernig við lifum sem lengst.
Aðrir heillast af fjölbreytileika náttúrunnar (vistkerfum kóralrifja, bjargfuglum eða hverabakteríum) á meðan aðrir vilja skilja grunneiningar frumunnar og lífsins (starfsemi gena, frumulíffæra og prótína).
Enn aðrir eru að undirbúa sig undir læknisfræði, dýralækningar eða nám í líffræðilegri afbrotafræði (CSI). Margir þeirra sem halda að þeir vilji verða læknar ættu frekar heima í líffræði, því hún undirbýr fólk betur undir rannsóknir t.d. á músum eða flugum sem nota má sem líkön fyrir mannasjúkdóma.
Að námi loknu fer fólk í framhaldsnám, rannsóknir, aflar sér kennsluréttinda eða fær vinnu hjá líftæknifyrirtækjum eða stofnunum. Atvinnuleysi er ekki vandamál hjá líffræðingum.
Nánari upplýsingar um grunnnám i líffræði má finna á vef HÍ, og kynningarvef líffræðinnar. Þeim sem eru að velta fyrir sér framhaldsnámi er ráðlagt að skoða síðu um rannsóknir við deildina.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2009 | 12:00
Hlekkur í ættarrunnanum
Páll Jónsson hefur nú þegar bent á að orðið týndi hlekkurinn, hefur oftast verið notað um sameiginlega forfeður manna og apa. Almennt séð er kannski hægt að tala um týnda hlekki í ættarkeðju forfeðra okkar, en það missir marks af einni lykil ástæðu.
Fæstir af þeim steingerðu mannöpum sem fundist hafa eru beinir forfeður okkar, þeir eru lang flestir ættingar af hliðargreinum þróunartrésins.
Ímyndið ykkur tré sem líkingu af ættartré mannapa. Homo sapiens er á einni grein, en Homo erectus á annarri, Homo habilis enn annari og svo mætti lengi telja. Mjög lítill hluti lífvera varðveitist í jarðlögum.
Ef við höldum okkur við trjá líkinguna. Ef við finnum einungis 10 litla búta af stærðarinnar birkitré sem kubbaðist í óveðri, er er harla ólíklegt að allir bútarnir séu af sömu grein (t.d. þeirri sem maðurinn situr á). Líklegast er að við finnum búta af hinum og þessum greinum.
Reyndar hefur einnig verið bent á að ættartré okkar sé ekki mjög trjálaga, það sé líkar greinóttum runna.
Það sem er stórkostlegt við Idu er hversu mikill hluti beinagrindar hennar fannst. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu erfið vísindi steingervingafræði er, því mjög sjaldan finnast heilar grindur eða mörg bein úr hverjum einstakling.
Púsl með 5000 stykkjum var það stærsta sem við barnabörnin kláruðum með ömmu. Steingervingafræðingarnir reyna að púsla saman úr 500.000 beinum, úr kannski 100.000 mismunandi einstaklingum (púsluspilum). Það er gestaþraut í lagi.
Ítarefni
http://www.revealingthelink.com/Umræða um hlekki og skjaldbökur.
![]() |
Týndi hlekkurinn fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 25.6.2009 kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.5.2009 | 16:55
Krufning á LifeWave
19.5.2009 | 16:29
Erindi: Kvikasilfur í þingvallaurriða
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó