Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Íslenskar náttúruperlur og erfðamengi melgresis

Tvær meistaravarnir verða við líf og umhverfisvísindadeild HÍ í næstu viku.

Karen Pálsdóttir ræðir um rannsóknir sínar á íslenskum náttúruperlum. Hún leitaði leiða til að lýsa sjónrænum einkennum náttúruperla, flokka þær og bera við annað landslag. Þetta er mjög brýnt því við eigum svo erfitt með að meta fegurð landslags, nokkuð sem hefur flækst fyrir fólki sem vill meta á hlutlægan hátt áhrif framkvæmda. Rannsóknina vann hún undir handleiðslu Þóru Ellenar Þórhallsdóttur og Þorvarðar Árnasonar, og er hún til meistarprófs í umhverfis-og auðlindafræði.

Erindi Karenar verður mánudaginn 25 maí í Öskju, stofu 132. Það hefst kl. 16:00. Úr ágripi

Náttúruperlurnar áttu sameiginlegt háar einkunnir fyrir allar breytur sem við komu fjölbreytni. Þetta gerði það jafnframt að verkum að þær voru mjög ólíkar innbyrðis. Aðferðin greindi mun milli náttúruperla og annars "venjulegs" landslags (kerfispunktanna). Sumar náttúruperlur féllu inn í landslagsflokka ÍL, en aðrar röðuðust saman og mynduðu sinn eigin flokk. Niðurstöðurnar benda til þess að háar einkunnir fyrir fjölbreytileika, svo sem mikil fjölbreytni í formum, mynstrum, áferð og litum, greini náttúruperlur frá venjulegu landslagi. Einnig höfðu náttúruperlurnar oft meira vatn, fjölbreyttari birtingarmyndir vatns, og meiri straumþunga. Á hinn bóginn höfðu náttúruperlur að meðaltali svipaðan gróðurfjölbreytileika og minni gróðurþekju heldur en venjulegt landslag.

Ágrip á síðu HÍ.

Miðvikudaginn 27 maí heldur Sæmundur Sveinsson fyrirlestur um rannsóknir sínar á erfðamengi melgresis. Hveiti er ein helsta nytjaplanta heims. Ræktun nýrra afbrigða byggir oft á æxlunum við skyldar tegundir. "Samt sem áður er þekking á erfðafræði villtra tegunda innan hveitiættarinnar mjög takmörkkuð." Markmið rannsókna Sæmundar var að kanna fjölbreytileika melgresis og skyldra tegunda. Nálgunin var sú að einangra endurteknar raðir (örtungl) úr erfðamengjunum og finna sértæka lykla til merkja ákveðna hópa tegunda. Aðalleiðbeinandi var Kesara Anamthawat-Jónsson.

Erindi Sæmundar verður í Öskju, kl 14.00. Úr ágripi.

Nýlega einangruð fjölskylda af samfellt endurteknum satellite-röðum, nefnd Lt1, var skilgreind í þessari rannsókn.  Uppbygging Lt1 fjölskyldunnar og útbreiðsla hennar meðal meltegunda var könnuð með Southern þáttatengingu og staðsetning hennar á litningum kortlögð með flúrljómandi þreifurum.  Lt1 er fyrsta erfðamengis sérhæfða satellite-fjölskyldan sem aðskilur amerískar meltegundir frá evrópskum og asískum meltegundum.  Ljóst er að aukin þekking á erfðafræði villtra grastegunda eykur notkunarmöguleika á erfðaauðlindum fyrir kynbætur kornjurta.

Ágrip á síðu HÍ.


Nám í líffræði við HÍ

Hvers vegna vill fólk læra líffræði?

Líklega er forvitni veigamesta ástæðan.

Við erum lífverur og höfum mjög eðlilegan áhuga á okkur sjálfum, hvernig við hugsum, hvernig við verðum veik, hvaða eðli við höfum og hvernig við lifum sem lengst.

Aðrir heillast af fjölbreytileika náttúrunnar (vistkerfum kóralrifja, bjargfuglum eða hverabakteríum) á meðan aðrir vilja skilja grunneiningar frumunnar og lífsins (starfsemi gena, frumulíffæra og prótína).

Enn aðrir eru að undirbúa sig undir læknisfræði, dýralækningar eða nám í líffræðilegri afbrotafræði (CSI). Margir þeirra sem halda að þeir vilji verða læknar ættu frekar heima í líffræði, því hún undirbýr fólk betur undir rannsóknir t.d. á músum eða flugum sem nota má sem líkön fyrir mannasjúkdóma.Drápseðli í DNA

Að námi loknu fer fólk í framhaldsnám, rannsóknir, aflar sér kennsluréttinda eða fær vinnu hjá líftæknifyrirtækjum eða stofnunum. Atvinnuleysi er ekki vandamál hjá líffræðingum.

Nánari upplýsingar um grunnnám i líffræði má finna á vef HÍ, og kynningarvef líffræðinnar. Þeim sem eru að velta fyrir sér framhaldsnámi er ráðlagt að skoða síðu um rannsóknir við deildina.


Hlekkur í ættarrunnanum

Páll Jónsson hefur nú þegar bent á að orðið týndi hlekkurinn, hefur oftast verið notað um sameiginlega forfeður manna og apa. Almennt séð er kannski hægt að tala um týnda hlekki í ættarkeðju forfeðra okkar, en það missir marks af einni lykil ástæðu....

Krufning á LifeWave

Mæli eindregið með fyrirtaks útblæstri Andmenningar á LifeWave vörunum . Upprunalega fréttin í Frétta(og froðu)blaðinu minnti mig á grein úr the Onion, Revolutionary New Insoles Combine Five Forms Of Pseudoscience . Klassatilvitnun úr þeirri grein: "Why...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband