19.5.2009 | 16:29
Erindi: Kvikasilfur í þingvallaurriða
Þungmálmar og snefilefni finnast í öllum lífverum. Eiturefnafræðin og eiturefnavistfræðin fjalla um vandamál geta hlotist af ef styrkur slíkra verður of hár. Þau haft skaðleg áhrif á viðgang og starfsemi lífverunnar og einnig tegundir sem leggja hana sér til munns. Maðurinn er afræningi, sem leggur sér til munns dýr ættuð úr mörgum vistkerfum og af mismunandi stigum þeirra. Urriðinn í Þingvallavatni er einnig afræningi, ofarlega í fæðukeðjunni.
Matís og Laxfiskur hafa staðið fyrir rannsókn á magni kvikasilfurs í Þingvallaurriðanum og samkvæmt fréttatilkynningu er styrkur eitursins yfir viðmiðunarmörkum í meirihluta stórra fiska í vatninu. Niðurstöðunum verða gerð skil í erindi á morgun, miðvikudaginn 20 maí 2009, sbr. tilkynningu:
Matís og rannsóknafyrirtækið Laxfiskar halda fund til að kynna niðurstöður sameiginlegrar rannsóknar á magni kvikasilfurs í urriða úr Þingvallavatni. Hagsmunaaðilar og aðrir áhugasamir eru boðnir velkomnir á fundinn. Rannsóknin hafði manneldissjónarmið að leiðarljósi og var framkvæmd til að draga upp mynd af magni kvikasilfurs í Þingvallaurriðum með hliðsjón af stærð þeirra og forsögu.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn, 27. maí 2009, kl 14:00 í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4, á 1. hæð.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að kvikasilfur er mælanlegt í Þingvallaurriða. Í vissum tilvikum er magn kvikasilfurs í fiskholdinu yfir leyfilegum mörkum Evrópusambandsins fyrir styrk kvikasilfurs í matvælum. Smærri urriðinn er gegnumsneitt undir þeim mörkum en eftir að urriðinn hefur náð ákveðinni stærð eru umtalsverðar líkur á því að hann innihaldi meira kvikasilfur en viðmiðunarmörk gera ráð fyrir.
Sjá einnig umfjöllun á heimasíðu Matís.
Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs vaktar einnig lífríki Þingvallavatns, vonandi mætir það á erindið á morgun og leggur orð í belg.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.5.2009 | 14:32
Einkaleyfi á genum
Þetta hljómar sérkennilega, en það hefur verið mögulegt að skrá einkaleyfi á stökkbreytingum í ákveðnum genum. Hugmyndin er sú að það gefi fyrirtækjum kleift að þróa greiningarpróf sem gætu nýst við að skilgreina eða fyrirbyggja sjúkdóma.
Gallinn er náttúrulega sá að fullt af fólki er með genin sín á sínum eigin litningum, og hvernig getur einhver fengið einkaleyfi á geni frekar en að fá einkaleyfi á freknum eða eyrnasneplum?
Nú er verið að reka dómsmál í Bandaríkjunum, sem miðar að því að hrekja einkaleyfi á ákveðnu geni. American civil liberties union sækir málið fyrir hönd Genae Girard.
Því miður gefst mér ekki tími til að gera þessu ítarlegari skil í þessari færslu. Ráðum bót á því síðar. Þangað til mæli ég með grein JOHN SCHWARTZ um málið í NYTimes Cancer Patients Challenge the Patenting of a Gene.
Sjá einnig umfjöllun á heimasíðu ACLU.
13.5.2009 | 16:57
Estrogen viðtakinn
13.5.2009 | 12:33
Fljúgandi píanó veiran
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó