30.4.2009 | 12:18
Svínahvað og hróp um úlf
Eins og með allar nýjar pestir er þekking okkar á inflúensuveirunni sem kennd er við svín ákaflega takmörkuð. Veiran er í raun með erfðaefni úr nokkrum áttum en fræðilegt nafn hennar er H1N1.
Veirur, bakteríur og aðrir sýklar eru sífellt að ráðast á aðrar lífverur. Stundum atast þeir í gömlum félögum, t.d. naga sér leið inn í blóðfrumur í tilfelli plasmodíum falciparum (sem veldur mýrarköldu-malaríu) eða dúlla sér í görn mannskepnunar í tilfelli E.coli. En hvern einasta dag er tækifæri fyrir slíka sýkla að herja á aðrar lífverur, t.d. ef E. coli lendir í sár á fæti hunds eða plasmódíum frumdýrið kemst í blóð ísbjarnar (mjög ólíklegt nema í dýragörðum). Í örfáum tilfellum tekst sýklinum að fjölga sér í nýja hýslinum, og ef astæður eru réttar getur hann hafið landnám. Slíkt landnám getur orðið að faraldri ef dreifingarhæfnin er næg og hýsillinn passlega næmur fyrir sýkingu.
Svo virðist sem H1N1 veiran búi yfir slikum eiginleikum. Upplýsingar um nýju veiruna eru af skornum skammti, innrás sem þessi virðir ekki venjulegar leiðir vísindanna til að miðla þekkingu (rannsaka, skrifa, birta grein - sem tekur ár og í besta falli mánuði). Blessunarlega deila heilbrigðisyfirvöld þekkingu sinni, og þið getið verið viss um að fleiri hundruð manns vinna myrkanna á milli við að slípa greiningapróf og þróa bóluefni.
En hættan er raunveruleg. Það getur verið að H1N1 verði ekki að faraldri, en það þýðir ekki að WHO hafir hrópað úlfur af ástæðulausu. Ég ætla ekki að rekja þetta frekar hér en hvet alla til að lesa pistil Ben Goldacre um "svína"flensuna, fréttir og úlfaköll.
![]() |
155 tilfelli staðfest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 25.6.2009 kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.4.2009 | 10:44
Erindi: Faraldsfræði veira
Fréttatilkynning um faraldsfræði veira.
Fyrirlesari: Ásgeir Erlendur Ásgeirsson líffræðingur.
Heiti erindis: Epstein-Barr og cytomegaloveira: Faraldsfræði og greining.
Erindið verður haldið fimmtudaginn 30. apríl, kl. 12:20 á Tilraunastöð
Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Annað markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi mótefna gegn cytomegaloveiru (CMV) og Epstein-Barr veiru (EBV) meðal Íslendinga og bera saman við önnur lönd. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að þessar veirur eru mjög algengar hér á landi.
Hitt markmiðið var að þróa PCR aðferðir til að greina CMV og EBV sýkingar í sermi þegar hefðbundnar mótefnamælingar duga ekki til. Helstu niðurstöður PCR rannsóknarinnar eru að erfðaefni CMV og EBV var greinanlegt með PCR í upphafi sýkingar. Möguleiki er á jákvæðri niðurstöðu hjá heilbrigðum einstaklingum með gömul mótefni gegn þessum veirum. Sjúklingar með aðrar sýkingar geta mælst jákvæðir fyrir CMV. Verkefnið var unnið á veirufræðideild LSH.
Vísindi og fræði | Breytt 2.7.2009 kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2009 | 10:40
Fyrirsögn og ?
Vísindi og fræði | Breytt 5.12.2014 kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2009 | 18:16
Erfðamengi inflúensuveirunnar
Vísindi og fræði | Breytt 29.4.2009 kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó