Leita í fréttum mbl.is

Einangraði taugavaxtarþátt

Dásamleg tíðindi í alla staði. Rita Levi-Montalcini vann að rannsóknum á starfsemi tauga og fann prótín sem hefur áhrif á vöxt taugafruma. Hún skilgreindi áhrif taugavaxtarþáttarins (nerve growth factor : NGF) og ásamt Stanley Cohen einangruðu þau prótínið og rannsökuðu frekar. Þau komust að því fyrir algera tilviljun að þátturinn er í mjög háum styrk í munnvatnskirtlum.

Stanley Cohen ætlaði að nota eiturblöndu úr snákakirtli til að melta burtu erfðaefni í sýninu, en þá kom í ljós að blandan hafði mjög sterk áhrif á sérhæfingu taugafrumanna. Þannig komust föttuðu þau að NGF er búið til í mismuandi vefjum, og er sérstaklega mikið framleitt í munnvatnskirtlum.

Rannsóknum hennar og Stanley Cohens er gerð ítarleg skil í fréttatilkynningu Nóbelnefndarinnar. Ég mæli einnig með því að þið lesið æviágrip hennar.

Rita Levi-Montalcini er taugavísindamaður sem berst fyrir bættir vísindakennslu. Því atlaga sköpunarsinna gegn þróunarkenningunni er í lítið dulin árás á vísindin og upplýsinguna.


mbl.is Elsti nóbelsverðlaunahafinn 100 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DNA dagurinn 25 apríl

Fyrir 50 árum birtist grein eftir Francis Crick og James Watson um byggingu DNA sameindarinnar. Af þessu tilefni flutti Guðmundur Eggertsson fyrirlestur um starf þeirra félaga í fyrirlestraröð um byltingarmenn vísindanna. Grein Crick og Watson kom einmitt út 25 apríl árið 1953 og er aðgengileg á netinu:

"Molecular Structure of Nucleic Acids: A Structure for Deoxyribose Nucleic Acid." April 25, 1953. Nature 171 (April 25, 1953): 737-738.

Greinin er mjög snaggaralega skrifuð og læsileg, ég mæli með henni til aflestrar fyrir alla líffræði, læknis og lífefnafræðinema, og auðvitað aðra sem kynnu að njóta þess.

Í tilefni af birtingu greinar þeirra og vegna þess að í apríl árið 2003 hafði erfðamengi mannsins verið raðgreint að mestum hluta, ákváðu Samtök amerískra og evrópskra erfðafræðinga að tilnefna 25 apríl sem DNA dag. Í erfðafræðideildinni sem ég lærði við (við North Carolina State University) var haldin veisla, og m.a. keppt í því hverjum svipaði mest til Francis Crick og hver gæti snúið mest upp á sig (gert sig DNA-legastann). Síðan var líka borðuð kaka og ef ég man rétt fórum við nemendurnir á Mitch´s við Hillsborough stræti til að væta kverkarnar.

dnaday_logoMarkmið DNA dagsins hefur verið fræðsla fyrir grunn- og gagnfræðiskólanemendur um erfðafræði, og tengsl hennar við læknisfræði, landbúnað og þróun. Nokkrar síður eru helgaðar DNA deginum, og má þar finna aðgengilegt efni um byggingu DNA, eðli gena og stökkbreytinga sem bendlaðar hafa verið við sjúkdóma.

DNA dagur á síðu Ameríska mannerfðafræðifélagsins.

DNA dagur á síðu Bandarísku mannerfðafræðistofnunarinnar.

Einnig var efnt til ritgerðasamkeppni á vegum Evrópska erfðafræðifélagsins.

Norður Carólínabúar hafa DNA daginn í hávegum.


Fósturvísir var það heillin

Orð skipta máli, Neil Amstrong lenti á tunglinu ekki túninu. Fósturvísir er afurð frjóvgaðs eggs, sem náð hefur að skipta sér og myndað a.m.k. kímblöðru. Erfðavísir er gamaldags nafn á geni. Gen og fósturvísir eru ekki sami hluturinn. Í frekar...

Fyrirmynd

Stephen Hawking er eins og Carl Sagan fyrirmynd margra ungmenna sem hneigðust til vísinda og tækni. Vísindin og samfélagið þurfa slíka sendifulltrúa, því við þurfum að þjálfa fólk í rannsóknum á raunveruleikanum, hvort sem um er að ræða jarðfræði...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband