Leita í fréttum mbl.is

Gisin röksemdafærsla

Frétt mbl.is gerir líffræðinni að baki þessari frétt ekki nægileg skil. Við vitum að salt eykur líkurnar á hjartaáfalli, og að of mikil neysla salts er landlægt vandamál á vesturlöndum. Við vitum líka að salt (Na og Cl) er mikilvægt fyrir jónajafnvægi og samskipti fruma. Vissulega er möguleiki að salt sé nauðsynlegt fyrir gott lyndi, og að of lítið af salti dragi úr boðskiptum í heilanum sem geti lýst sér sem þunglyndi. En það þarf töluvert meira en eina tilraun á rottum til að staðfesta það. Ef um orsakasamband er að ræða þá þarf að komast að því hvers eðlis það er. E.t.v. verður rottunum bara illt í maganum ef lítið er af salti í matnum, og hver getur greint á milli rottu með kvíðakast og rottu með iðrakvef?

Mæli með frétt BBC er töluvert skárri en ekki gallalaus, en hún leggur áherslu á hættu vegna mikillar saltneyslu (sem hefur sögulega verið meira vandamál á Bretlandseyjum en hér).

Fyrst ég er kominn í gagnrýnisgírinn er best að blása úr nös á hinn aðalmiðillinn, visir.is.

Á tímamótasíðunni tilkynntu þeir hátíðlega að 16 mars væri dánardagur Charles R. Darwin. Hið rétta er að Darwin lést 19 apríl árið 1882, sjá t.d. www.aboutdarwin.com.


mbl.is Léttir salt lundina?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chicago var frábær

Flugufundurinn kláraðist í gær. Það var mikil stemming fyrir rannsóknum á snemmþroskun því nokkrum hópum hefur tekist að byggja töluleg líkön sem lýsa lykiatburðum og því hvernig fóstrinu er skipt upp í svæði. Töluleg líffræði virðist henta mjög vel til að lýsa þessum ferlum. Líkönin eru flest nákvæm og hafa í mörgum tilfellum verið prófuð með beinum tilraunum á tjáningu gena og áhrifum afurða þeirra.

Á næsta ári verða 100 liðin frá því að Thomas H. Morgan fann fyrstu stökkbreytinguna í ávaxtafluguna, white genið. Síðan þá hefur fjöldi gena verið skilgreindur. Dæmi um nokkur þeirra má finna á vefsíðu Chicago Tribune, sem gerði fundinum ágætis skil í grein í föstudagsblaðinu (Kitchen pest is a hero to scientists meeting in Chicago). Mér finnst samt rétt að árétta að ávaxtaflugur er notaðar sem líkan fyrir ferli sem eru fjölfruma dýrum sameiginleg.

Einn af vísindamönnunum David Featherstone with University of Illinois, Chicago sem rannsakar boðefni og boðprótín í taugakerfinu, m.a. genið genderblind. Ákveðnar stökkbreytingar í geninu leiðir til þess að karldýrin reyna við jafn kvenn og karldýr. en mér finnst hann hafa dálitið sérkennilegar hugmyndir um tilgang rannsóknanna (allavega samkvæmt tilvitnun í blaðinu). "Ultimately we hope to understand the brain and gain the ability to engineer it". Markmið slíkra rannsókna á ekki að vera að finna leiðir til að breyta starfsemi heilans.

 


Grænir dagar og litlar ákvarðanir

Þessa vikuna standa yfir grænir dagar í HÍ. GAIA , félag nemenda í umhverfis og auðlindafræði skipuleggja herlegheitin, sem samanstanda af uppákomum, kynningum fyrirtækja, fyrirlestrum, fataskiptamarkaði og fleiru. Frábært fyrirbæri, og vonandi nota sem...

Crick og Watson, Wilkins og Franklin

Laugardaginn 28 febrúar 1953 náðu Francis Crick og James Watson að setja saman líkan af byggingu erfðaefnisins, DNA. Þeir sýndu hvernig tveir DNA þræðir pöruðust, með tengjum á milli basa (G og C annars vegar og A og T hins vegar), og mynduðu stigul...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband