16.2.2009 | 18:43
Náttúrulegt val og náttúruval
Á laugardaginn skellti ég inn pistli undir fyrirsögninni "Þróun og aðferð vísinda", sem útlistaði hvernig prófa má þróunarkenningu Darwins. Markmiðið var að leggja áherslu á grundvallaratriði þróunarkenningarinnar og benda á veikleika í röksemdafærslum margra sköpunarsinna, sem tína til "vísindalega hljómandi" atriði ályktunum sínum til stuðnings. Hugmyndin var að pistillinn væri tengdur fréttaskýringu Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur, Vísindi sem hafa staðist tímans tönn, sem mistókst af einhverri ástæðu. Af fádæma sjálfshrifningu fannst mér viðeigandi að tengja annan pistil við fréttaskýringu Jóhönnu, m.a. vegna þess að hún leitaði alits okkar á framlagi Darwins.
Ég vill þakka Jóhönnu gott samstarf, og nota tækifærið til að leggja út frá einu grunnhugtaki þróunarkenningar Darwins, náttúrulegu vali. Flestir lesendur kannast e.t.v. betur við hugtakið náttúruval, sem hefur fests í sessi hérlendis (ég veit ekki uppruna þýðingarinnar, sem skiptir ekki öllu máli).
Við kennslu í þróunarfræði við Háskóla Íslands leggjum við (ég og samkennarar mínir Einar Árnason og Snæbjörn Pálsson*) höfuðáherslu á að nota "náttúrulegt val" en ekki náttúruval. Ástæðan er tvíþætt, náttúrulegt val er betri þýðing á enskunni "natural selection". Náttúruval er nafnorð, sem setur náttúruna á stall geranda, en "náttúrulegt val" gefur til kynna að um sé að ræða ferli "val" sem er náttúrulegt og gerist af eðlilegum orsökunum. Hin ástæðan er sú að orðaval mótar hugmyndir okkar og skilning. Hérna er ekki að ræða hártoganir heldur grundvallaratriði varðandi ferli þróunar, þar sem náttúrulegt val er vélræn afleiðing breytileika, erfða og mishraðrar æxlunar. Með orðum Darwins sjálfs, úr inngangi uppruna tegundanna (síðu 5):
As many more individuals of each species are born than can possibly survive; and as, consequently, there is a frequently recurring struggle for existence, it follows that any being, if it vary however slightly in any manner profitable to itself, under the complex and sometimes varying conditions of life, will have a better chance of surviving, and thus be naturally selected.
Feitletrun mín.
*Bæði Einar og Snæbjörn eru mér eldri og reyndari í hettunni, báðir kenndu mér þegar ég var í líffræðinámi.
![]() |
Vísindi sem hafa staðist tímans tönn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2009 | 09:09
Þróun og aðferð vísinda
Darwin notaði hina vísindalegu aðferð. Hann setti fram tilgátur, sem báru í sér spá um ákveðna mælanlega eiginleika eða tilhneygingar. Hann mat síðan tilgáturnar og gat afsannað þær sem ekkert spágildi höfðu. Hann sýndi fram á nokkrar leiðir til að prófa og afsanna tilgátu sína um þróun lífvera. Náttúrulegt val er hægt að afsanna ef það er sýnt fram á að 1) það sé enginn breytileiki, 2) að enginn arfbundinn þáttur sé fyrir breytileika, eða 3) ef lífverur æxlast ekki mishratt. Enginn vitiborinn maður heldur þessu fram, enda eru niðurstöðurnar yfirþyrmandi...náttúrulegt val getur klárlega virkað á flesta eiginleika lífvera. Og þannig breytt þeim og aðlagað að umhverfi sínu.
Darwin sýndi einnig fram á að þróunartréð má prófa. Ef það einhvern tímann fyndist bein núlifandi tegundar í í vitlausu jarðlagi (t.d. Homo sapiens í jarðlögum frá Cambrian) þá væri búið að afsanna tilgátunana um sameiginlegan uppruna og þróunartréð. Ekkert slíkt hefur fundist, hver einasti steingervingur sem hefur fundist (og þeir skipta tugum ef ekki hundruðum þúsunda), fellur inn í þróunartréð.
Sköpunarsinnar minnast oft á líffæri eða aðlaganir sem virðast fullkomin, eða það flókin að þau geti ekki hafa orðið til vegna áhrifa náttúrulegs vals. Því er haldið fram að umrædd líffæri séu dæmi um að Guð hafi skapað allavega þennan hluta lífvera (dýrðar drottinn sem skapar augu og svipur, en lætur þróunina um rest?). Um er að ræða miskilning, rangtúlkun á niðurstöðum sem leiðist oft út í þverskallahátt í rökræðum. Hvort sem um er að ræða augu hryggdýra eða smokkfiska, svipu baktería eða ríbósóm allra lífvera, þá má sjá skýr merki um þróun. Genin sem byggja augun finnast í flestum lífverum, en þau starfa bara saman á mismunandi hátt og byggja þannig mismunandi líffæri. Eins má sjá greina mikinn fjölbreytileika í svipum eftir tegundum baktería (alveg eins og Darwin spáði). Það er því augljóst að mörg millistig finnast, og einnig sést að prótínin sem mynda svipu bakteríanna eru skyld prótínum sem mynda jónagöng eða seytingu gegnum himnu. Rökin fyrir guðlegri sköpun standast því ekki. Þar að auki meðtekur hin vísindalega aðferð ekki yfirnáttúrulegar skýringar á veröldinni, þ.a.m. eiginleikum lífvera.
13.2.2009 | 10:11
Sama fréttin aftur
12.2.2009 | 13:42
Charles Darwin, fæddur 12 febrúar 1809.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó