Leita í fréttum mbl.is

Glæsileg greind

Það er glæsilegt að Kristinn R. Þórisson, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík skuli hafa landað þessu styrk. Við óskum honum hjartanlega til hamingju. Þetta er annar stóri styrkurinn sem íslenskur hópur hefur landað á tæpu ári, því fyrir áramót fékk Bernhard Pálsson og félagar við HÍ styrk frá ESB upp á 400 milljónir fyrir rannsóknir í kerfislíffræði.

Ari K. Jónsson forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík er að vonum kátur, enda gengur starf í gervigreindarsetrinu ljómandi vel. Mæli með því að þið athugið verkefnin sem hópurinn er að rannsaka, þau virka mjög spennandi, og síðan verð ég að geta þess Ari mun halda erindi um greind og gervigreind "Hefur maðurinn einkaleyfi á greind?", sem er hluti af málþingi í tilefni afmælis Charles Darwin.


mbl.is HR fær 292 milljóna króna styrk frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga Darwins vítt og breitt

Á morgun 12 febrúar 2009 verða liðin 200 ár frá fæðingu Charles Robert Darwin. Þróunarkenningin var sett fram á grundvelli rannsókna Darwins á lífverum og útbreiðslu þeirra (og einnig rannsóknum Alfred Wallace) en hefur samt mjög víðtækar afleiðingar. Þróunarkenningin mótaði einnig jarðvísindi, læknisfræði og á óbeinan hátt félagsfræði, hugvísindi og heimspeki.

Maðurinn var ekki lengur sköpunarverk guðs heldur afleiðing náttúrulegra ferla. Bylting Darwins felst einnig í því að hann lagði áherslu á breytileikann en ekki einhverja guðumlíka veru (sem Plato kallaði "eiðos"). Óður Darwins til fjölbreytileikans og eiginleika stofna er veigameiri heimspekileg skoðun en margan grunar.

Í tilefni afmælisins verður haldið á morgun málþing  "hefur maðurinn eðli". Það hefst kl 16:30 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ.

Til að ræða Darwin og málþingið var Steindór J. Erlingsson tekinn í viðtal af Hönnu G. Sigurðardóttur sem er annar umsjónarmanna þáttarins vítt og breitt á Rás 1. Viðtalið við má hlýða á vefsíðu RUV, og hefst það á mínútu 26 - hér er bein tenging). 

Í gær fór ég einnig í viðtal til að kynna þróunarfræði og málþingið. Björn Berg og Sævar Helgi Bragason sem sjá um vísindaþátt Útvarps Sögu sýndu okkur þann rausnarskap. Hlýða má á spurningar þeirra og svör mín (sem ekki alltaf passa við spurningarnar) á vefsíðu stjörnuskoðunar (http://www.stjornuskodun.is/visindathatturinn).


Hætta að reykja til að vernda annað fólk?

Í sígarettureyk eru hættuleg efni, t.d. tjara, nikótín og agnir, sem geta líka sest á húð, föt og innanstokksmuni. Óbeinar reykingar auka líkur á mörgum sjúkdómum, og það hafa verið færð rök fyrir því að handatak eða tungukossar reykingafólks geti einnig...

Svanur um afmælið mikla

Svanur Sigurbjörnsson setti saman fyrirtaks pistil um Darwin og málþingið í tilefni afmælis hans . Yfirskrift málþingsins er "hefur maðurinn eðli?", sem er auðvitað galopin spurning. Pistilinn má lesa á síðunni Svans.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband