31.10.2008 | 14:49
Óhæfur frambjóðandi
Sarah Palin virðist ekki kunn að meta framlag vísinda til samfélagsins. Hún var að ræða um liði á fjárlögum sem henni fannst ekki peninga verðir, og beindi orðum sínum að vísindum.
"You've heard about some of these pet projects, they really don't make a whole lot of sense and sometimes these dollars go to projects that have little or nothing to do with the public good. Things like fruit fly research in Paris, France. I kid you not."
Flugur hafa reynst ótrúlega gott líkan fyrir rannsóknir í erfðafræði, á þroskun, frumuskiptingum, atferli, öldrun og minnisleysi, og ber staðhæfing Söru því merki um vanþekkingu. Markmið grunnrannsókna er að skilja grundvallaratriði, krafta í atómum, efnahvörfum, frumum og jarðskorpunn sem síðan má byggja á til að t.d. knýja vélar eða skilja eðli sjúkdóma. Það er oft ómögulegt að vita hvaða grunnrannsóknir eiga eftir að nýtast í að búa til IPOD eða eitthvað þaðan af mikilvægara.
Við gerum kröfur um að frambjóðendur kunni skil á grundvallaratriðum tilverunar en séu ekki með firrtar hugmyndir um veröldina (að hún hvíli á baki skjaldböku eða sé stjórnað af hvítum músum!). Myndir þú kjósa frambjóðanda sem þrætti fyrir um tilvist lifrarinnar?
Adam Rutherford ræðir athugasemd Palin í grein í the Guardian í greininni "Palin and the fruit fly".
Að auki, Suður Afríska grínsíðan Hayibo var með góða frétt um "skilning" Palin á steingervingasögunni "Palintology to study dino bones put there by God 6,000 years ago".
![]() |
Telja Palin ekki tilbúna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.10.2008 | 09:25
Röskun lífklukku
Lífklukkan tifar allan sólarhringin og samanstendur af nokkrum hormónum og prótínum. Sumar einingar klukkunar eru ljósnæmar, þannig að klukkan endurstillist að morgni ef einstaklingurinn nær að skríða út í sólarljósið (dálítið eins og eðlurnar í leit að hita). Gallar í genum lífklukkunar valda mjög óreglulegu svefnmynstri og svefnröskun, og mögulegt er að þeir hafi fjölþættari aukaverkanir.
Nú kemur í ljós að skipti á milli vetrar og sumartíma hefur áhrif á tíðni hjartaáfalla. Þetta var sýnt fram á af Imre Janszky og Rickard Ljung við Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi og birt í New England Journal of Medicine "Shifts to and from daylight saving time and incidence of myocardial infarction".
Myndin er úr greininni, og sýnir tíðni hjartaáfalla í Svíþjóð fyrstu 7 dagana eftir að klukkunni er flýtt á vorin og eftir að henni er seinkað að hausti. Punktalínan sýnir viðmiðunargildi (1,00) og súlurnar tákna tíðni hvern dag (með 95% öryggismörkum). Alla dagana að vori er tíðnin hærri, þó svo að öryggismörkin umlyki 1 í flestum tilfella. Mynstrið að hausti er veikara, en í hina áttina. Það er þó ljóður á ágætri grein að ekki sé getið hversu margir einstaklingar eru í sýninu, en þeir hljóta að vera töluvert margir því gagnasettið spannar árin 1987 til 2006. Sambandið er því frekar veikt en að öllum líkindinum raunverulegt.
Janszky og Ljunger gera því skóna að ástæðan sé viðvarandi svefnskortur vesturlandabúa. Það hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að svefnleysi og streita eykur líkur á hjartaáföllum. Er ekki málið að slaka á í kreppunni og sofa nóg...næstu þúsund ár?
![]() |
Sumartími eykur líkur á hjartaáfalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 09:44
Einbeiting, nám og markmið skóla
27.10.2008 | 17:09
Stofnfrumur með köldu blóði
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó