13.11.2008 | 11:03
Erfðafræðilegt mótstöðuafl?
Arfgerð gerir suma einstaklinga þolna gagnvart sýkingum, m.a. HIV.
CCR5 er viðtaki á vissum frumum ónæmiskerfisins. 32 basa úrfelling í genin sem skráir fyrir viðtakann gerir hann óvirkan. Einstaklingar sem eru arfhreinir um þessa úrfellingu í CCR5 eru þolnir gagnvart HIV veirunni (sem veldur alnæmi). Stökkbreytingin er í 2-5% tíðni í fólki af Evrópsku bergi, en fátíðari í öðrum þjóðflokkum. Þar af leiðir að arfhreinir einstaklingar eru mjög fátíðir (með hliðsjón af Hardy Weinberg lögmálinu er tíðni arfhreinna p2) eða um 1/400 - 1/2500 í Evrópu. Sú tilgáta hefur verið sett fram að CCR5 stökkbreytingin hafi verið náttúrulega valin í Evrópu en valkrafturinn hefur ekki verið skilgreindur (líklegast er um að ræða sýkil af einhverri gerð, t.d. veiru eða bakteríu). Tiðni breytingarinnar er frá 0.02 upp í 0.18 (18%) í Eystrasaltslöndunum (mynd úr grein Novembre og félaga).
Afdrif viðkomandi sjúklings eru mjög forvitnileg en auðvitað þarf fleiri dæmi til stafesta að um raunverulega lækningu er að ræða. Niðurstaða byggð á einu sýni er ósköp ótrygg (samanber allar persónulegu kraftaverkasögunar!).
En ef satt reynist gefur þetta forvitnilegar upplýsingar um þær frumur sem mestu máli skipta í alnæmissýkingum. Reyndar eru beinmergskipti eru meiriháttar aðgerð og því getum við tæplega litið til þeirra sem alhliða lækningar á alnæmisfaraldrinum.
Ítarefni
Frétt BBC Bone marrow "cures HIV patient"
Novembre J, Galvani AP, Slatkin M. The geographic spread of the CCR5 Delta32 HIV-resistance allele. PLoS Biol. 2005 Nov;3(11):e339.
Einnig var stuðst við: de Silva E, Stumpf MP. HIV and the CCR5-Delta32 resistance allele. FEMS Microbiol Lett. 2004 Dec 1;241(1):1-12.
![]() |
Beinmergskipti kunna að hafa læknað alnæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2008 | 15:25
Vindur í seglin
Framfarir byggja á þekkingu og grunnrannsóknir eru okkar besta leið til að afla slíkrar þekkingar. Nú hefur verið stofnsett rannsóknarsetur í kerfislíffræði við Háskóla Íslands og rannsóknaráð evrópubandalagsins hefur veitt 400 milljónir króna til verkefnis sem Bernhard Pálsson leiðir. Hendum höfuðfötum vorum til himins og hrópum þrefallt húrra, því hvorutveggja eru stór tíðindi í sögu Háskóla Íslands og vísinda hérlendis.
En hvað er kerfislíffræði? Ég las fyrst um hugtakið í grein eftir Leroy Hood sem lagði áherlsu á að við gætum rannsakað lífverur sem kerfi ("systems") en ættum ekki að einblína á eitt ferli eða eitt gen (eins og vill stundum bregða við). Hugmyndin er að skoða eiginleika margra ferla, helst samtímis og skoða hvernig þau tengjast og spila saman. Ein leið til þess atarna er að byggja líkan á efnarfræðilegum, erfðafræðilegum eða sameindalíffræðilegum gögnum og skoða eiginleika þess. Síðan er hægt að spyrja hvernig líkanið ("kerfið") hegðar sér ef fruman fær t.d. of mikinn glúkósa eða ef ákveðin ensím vantar. Lykilatriði við smíð slíkra líkanna er að þau verða aldrei betri en frumgögnin, og því er mikilvægt að tilraunalíffræðingar og líkanasmiðir vinni saman.
Berharð hefur unnið þrekvirki í rannsóknum á efnakerfum E. coli og hyggst nú spreyta sig á efnakerfum mannsins, með það að langtíma markmiði að skilgreina efnaferli eða sameindir sem eru biluð í ákveðnum sjúkdómum. Líklegt er að einhver hluti mannasjúkdóma eigi rætur eða birtist sem gallar í efnaskiptum. Mikilvægt er þó að átta sig á að í mörgum tilfellum eru orsakirnar sýklar, gallar í prótínum, RNA nýmyndun eða samskiptum og samspili frumna sem mun ekki birtast sem frávik í efnaferlum.
Vísir.is gerði rannsóknasetrinu betri skil í frétt sinni...með því að birta næstum alla fréttatilkynninguna.
Sjá einnig systemsbiology.hi.is/
![]() |
Rannsóknasetur í kerfislíffræði stofnað við HÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2008 | 14:19
Dagar Darwins 2009
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 17:19
Eitt stöðugasta efni í lífverum...
Vísindi og fræði | Breytt 5.11.2008 kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó