Leita í fréttum mbl.is

Konan er lífvera

Bentzen ræðir nokkra punkta.

Í fyrsta lagi má nefna það að mörgum kvillum fylgja einkenni sem eru afleiðing sjúkdóms, en ekki orsök. Læknisfræðin leitast bæði við að komast fyrir orsök sjúkdóma og reynir að slá á einkenni þeirra. Það er flestum læknum ljóst en e.t.v. gerir fólk sér ekki fyllilega grein fyrir því.

Í öðru lagi finnst Bentzen misráðið að reyna að kortleggja stökkbreytingar sem auka líkurnar á ákveðnum sjúkdómum. Við verðum að varast nauðhyggju, þ.e. að halda að stökkbreytingar valdi í 100% tilfella sjúkdómum, því áhrif gena eru veikar og flóknari en svo (stökkbreytingar sem hafa áhrif á líkur á sjúkdómum). Hinsvegar gefur erfðafræðin okkur djúpa sýn í líffræðileg ferli sem raskast í ákveðnum sjúkdómum, t.d. tengjast brestir í ónæmiskerfi mænusiggi eða taumlausar frumuskiptingar einkenna krabbamein. Vissulega eigum við að verja fé í að rannsaka líffræði, sálfræði og vefjafræði sjúkdóma en við ættum ekki að leggja erfðafræðina á hilluna.

Í þriðja lagi finnst Bentzen að læknar eigi að starfa meir utan sjúkrahúsa, með vitjunum og samtölum við skjólstæðinga sína. Hann ræðir sérstaklega sjúkdóma sem eiga sér andlega rót. Þá skiptir máli að komast fyrir andlega vandamálið og þá munu hin líkamlegu einkenni hverfa. Þetta er ágætis hugmynd, sem getur örugglega linað þjáningar og sparað heilbrigðiskerfinu krónur.

Ég held að hluti vandans sé að fólk vill fá eitthvað með sér heim frá lækninum (líkn eða ígildi hennar í dropaglasi). Einnig getur verið að læknarnir séu of ragir við að senda fólk heim dropalaust með greiningu og útskýringu eina saman.

Auðvitað þurfum við að rýna í aðferðir og hugmyndafræði læknisfræðinnar. Svo er ágætt að átta sig á þvi að við sem lífverur bilum á endanum. Viðleitni færstu lækna fær því ekki breytt.


mbl.is Maðurinn er ekki vél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörg andlit krabbameina

Nýjasta grein ÍE um krabbamein varpar ljósi á spurningar um tengsl húðlitar og húðkrabbameins. Við föla fólkið erum í aukinni hættu á að fá sortuæxli og húðkrabbamein, en tengslin eru ekki eingöngu í gegnum lit húðarinnar. Greinin sem um ræðir sýnir að erfðaþættir sem auka líkur á húðkrabbameini (basal cell carcinoma: BCC) sýna engin tengsl við ljóst litarhaft, hár eða augnlit. Það sýnir að aðrir eiginleikar húðarinnar og frumna við grunnhimnu hennar skipta einnig máli fyrir áhættu gagnvart þessari gerð krabbameina.

Við höfum áður rætt um "endurprentum tilkynningar" stíl Íslenskra blaðamanna, sem sést mjög skýrt á þessari frétt. Vissulega eru niðurstöðurnar spennandi og vel frétta verðar, en það á einnig við um aðrar vísindagreinar sem birtust þessa vikuna. Í Nature Genetics, sem birti grein ÍE eru til dæmis nokkrar greinar um tengsl við sjúkdóma eins og gigt, nýrnabilanir og líka við B12 vítamín styrk (sjá efnisyfirlit). Einnig fundu tveir hópar (1 og 2) tengsl gena við skalla sem hlaut töluverða athygli (sjá BBC) (Nokkrir starfsmenn ÍE meðal höfunda annarar greinarinnar).

Athyglisverða lesning vikunnar fannst mér samt grein Oliviu Judson um smitandi krabbamein sem er á góðri leið með að útrýma Tasmaníu skollanum. Skollinn er smávaxið rándýr af ætt pokadýra sem finna má á eyjunni Tasmaníu suður af meginlandi Ástralíu. Krabbameinið leggst á andlit dýranna og smitast þegar þeir narta hvor í annan. Smitandi krabbamein eru sem betur fer ekki algeng, en þó eru dæmi um að líffæraígræðslur hafi þær aukaverkanir að duldar krabbameins frumur komist á legg í líkama líffæraþegans. Til að slíkt gerist þarf ónæmiskerfið að vera bælt eða í lamasessi. Skora á ykkur að lesa fyrirtaks pistil frú Judson.

Leiðrétting 30 maí 2010: Í fyrstu útgáfu færslunar var talað um Tasmaníu djöfulinn, rétt nafn er Tasmaníu skolli.


mbl.is Varpa ljósi á hættu á húðkrabba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erindi: Nóbelsverðlaun í læknisfræði 2008

Þeir sem vilja fræðast meira um nóbelsverðlaunin í læknisfræði geta lagt leið sína upp á Keldur í hádeginu á morgun og hlýtt á Valgerði Andrésdóttur gera þeim skil. Valgerður hefur stundað rannsóknir á mæði-visnu veirunni um árabil, en sú veira hefur...

Meinfyndni - varúð

Mein er best út rekið með meinfyndni. Drungalegir markaðir og kafsigldir bankar hafa getið af sér helling af góðum bröndurum. Viðfangsefni gaursins eru lauslega tengd þeim veruleika og losnar fyrir vikið úr viðjum tímans. Gaurinn er nafnlaus en sjúkt...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband