Leita í fréttum mbl.is

Ótti og græðgi

Tvær sterkar tilfinningar sem takast á í flestum einstaklingum þessa dagana. Afleiðingarnar eru sérstaklega afdrifaríkar í kauphöllum heimsins.

Hér höfum við aðallega fjallað um erfðir og frumur en viljum nú leggja baunir vorar í balann, mest til eigin sáluhjálpar.

Græðgi er sterk tilfinning djúpgreypt í mannverur, við rífum leikfang af systkynum okkar sem börn, keppum við samstúdenta um verðlaun og vinsældir, og leggjum okkur eftir því að fá almennilegan pening fyrir vinnu eða fjárfestingu.

Ótti er einnig sterkari tilfinning, og knýr fólk oft til aðgerða sem það hefði betur sleppt (kaupa, selja, fara í Kastljós, o.s.frv.). Og ótti smitast í hóp, og jafnvel þeir sem vita betur missa tiltrúnna og hlaupa fram af bjarginu með hinum læmingjunum.

Daniel Kahneman og Amos Tversky könnuðu þessar tvær tilfinningar og komst að því að óttinn er græðginni yfirsterkari. Þeir settu upp tvær tilraunir.

Stúdentar voru gefnir tveir kostir, 1) að fá $3,000 eða 2) hafa 80% líkur á að vinna $4,000 (þá voru 20% líkur á að vinna ekkert!). Flestir nemendur tóku örugga kostinn $3,000.

Öðrum hópi stúdenta voru gefnir aðrir kostir, 1) að tapa $3,000 eða 2) að tapa $4,000 með 80% likum (Þannig að það voru 20 percent líkur á að tapa engu). Í þessu tilfelli voru fleiri sem völdu áhættusamari kostinn.

Með orðum Vikas Bajaj í New York Times "fólk er tilbúið að taka meiri áhættu í þeirri von að varðveita peninga en til að græða". (á frummálinu "In other words, they were willing to take a bigger risk to avoid losing money than they were when they stood to make more money.")

Þetta hlýtur að vera kennt í öllum í viðskipta og hagfræðinámi, en samt virðist ótti og taugaveiklun einkenna alla hegðun í Kauphöllunum og bankaráðunum. 

Ætli sé ekki mikilvægast að halda ró sinni og yfirvinna flóttaviðbragðið. Maður getur í versta falli safnað grænmetisfræi og útsæði fyrir næsta vor og byggt kofa fyrir hænsni í bakgarðinum. Og undirbúið lögsókn gagnvart bankastjórnum.

Hér var stuðst við grein í New York times og samatekt um "Prospect theory".


Erindi: Lífríki og jarðfræði Galapagos

Klukkan 20 í kvöld, fimmtudaginn 9 október verður spennandi erindi og myndasýning um Galapagos eyjaklasann í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Bæði jarðfræði þeirra og lífríki eru mjög forvitnileg. Darwin heimsótti á eyjarnar í heimssiglingu sinni á Hvutta "Beagle". Sýni sem hann safnaði á eyjunum sýndu glöggt hvernig upprunalegir landnemar frá meginlandinu (Ekvador) höfðu aðlagast mismunandi aðstæðum á eyjum klasans. Sjá frekari upplýsingar í fréttatilkynningu:

Ekvador–Galapagos: Náttúru, nýting, menning
Fræðslukvöld í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, fimmtudag 9. október kl. 20.

Fimmtudagskvöldið 9. október verður boðið upp á kynningu og fræðslu í Salnum þar sem fjallað verður í máli og myndum um náttúru og menningu Ekvador. Áhersla verður lögð á málefni sem tengjast ferðamennsku. Hér gefst kjörið tækifæri til að kynnast þessu töfrandi landi við miðbaug, einstæðum náttúruminjum og forvitnilegum ferðaslóðum.

Framsögumenn eru sérfróðir hver á sínu sviði og munu gera grein fyrir jarðfræði, lífríki og ferðaþjónustu jafnt í Ekvador sem á Galapagoseyjum.

Dagskrá kvöldsins:

Kl. 20:00 Oswaldo Munoz, ræðismaður Íslands í Ekvador.
Ecotourism and national parks in Ecuador – Conservation as if humans mattered (Vistvæn ferðamennska og þjóðgarðar í Ekvador – sambýli manns og náttúru).

Kl. 20:20 Ari Trausti Guðmundsson, rithöfundur og jarðeðlisfræðingur.
Galapagos og Ekvador: Suður-Ameríka í hnotskurn.

Kl. 20:40 Hafdís Hanna Ægisdóttir, líffræðingur.
Galapagoseyjar – undraveröld á krossgötum.

Kl. 21:00 Heimildarmynd eftir Þorvarð Björgúlfsson, Ara Trausta Guðmundsson og Konráð Gylfason. Ævintýralandið Ekvador – náttúruparadísin Galapagos.
 


Ljómandi verðlaun

Sem líffræðingi finnst mér gaman að sjá nóbelsverðlaun í efnafræði vera veitta fyrir GFP*. Græna flúorljómandi prótín var einangrað úr marglyttu en síðan var sýnt fram á að það ljómar ef orkuríkum geislum er varpað á það. Þessi eiginleiki hefur verið...

Leitin mikla

Í gegnum tíðina hafa konungar, þjóðríki, stefnur, stórskáld og poppstjörnur risið og fallið í duftið en einni spurningu er enn ósvarað. Hver er uppruni lífsins? Fólk á flestum tímaskeiðum hefur átt við þessa spurningu á einn eða annan hátt og af...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband