7.5.2008 | 13:41
Tilraunir á börnum í Hvíta-Rússlandi
Ungabörn sem nærast á brjóstamjólk eru að meðaltali greindari en þau sem fá ekki brjóstamjólk. Spurningin er hvort um orsakatengsl sé að ræða og þá í hvora áttina. Veldur greind því að börnum eru gefin brjóst, eða gerir brjóstamjólkin börnin greind.
Eina leiðin til að greina á milli, er að gera tilraun, skipta barnahópi í tvennt (handahófskennt!) og láta helminginn fá brjóstamjólk en hinum helminginn þurrmjólk. Finnst engum athyglisvert að gera slíka tilraun á börnum? Ef þú værir spurð(ur): viltu leyfa okkur að framkvæma rannsókn á barninu þínu og gefa því annað hvort brjóstamjólk eða þurrmjólk hverju myndir þú svara?
Kanadískir vísindamenn fóru til Hvíta-Rússlands til að gera þessa rannsókn, e.t.v. vegna þess að þar er hægt að sannfæra foreldra um að setja börnin sín í slíka tilraun. Vera má að ég sé með óþarfa viðkvæmni þurrmjólk hefur jú verið notuð um áratugaskeið, en þetta er varhugavert fordæmi. Ótækt er að vísindamenn eða fyrirtæki leiti til fátækari landa til að stunda siðferðilega vafasamar rannsóknir.
Að auki þarf þýðingarþjónusta mbl.is að fá högg á botninn fyrir að stela frétt BBC (athugið þetta er ekki fyrsta skipti). Fyrstu málsgreinar mbl.is pistilsins:
"Æ fleiri rannsóknir benda til þess að börn sem nærast á brjóstamjólk á fyrstu þremur mánuðum ævinnar séu með hærri greindarvísitölu heldur en þau sem fá þurrmjólk. Í nýrri rannsókn sem unnin var við McGill háskólann í Kanada kemur fram að börn sem fengu brjóstamjólk fengu fleiri stig í mælingu á greindarvísitölu við sex ára aldur.
Ekki er hins vegar vitað hvort það er brjóstamjólkin eða tengslin sem myndast við brjóstagjöfina sem hefur þessi jákvæðu áhrif. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Rannsókn McGill háskólans náði til 14 þúsund barna og er niðurstaða hennar svipuð og fjölda annarra rannsókna á þessu sviði. Hins vegar hefur ekki tekist að sanna það í fyrri rannsóknum að það sé móðurmjólkin sem hafi þessi áhrif, samkvæmt frétt BBC. Því staðreyndin sé sú að mæður sem búa við betri kjör eru líklegri til þess að vera með börn á brjósti og að það séu fjölskylduaðstæður sem hafi áhrif á gáfnafar."
Og samsvarandi texti fréttar BBC:
"More evidence is being put forward that breastfed babies eventually become more intelligent than those who are fed with formula milk. Canada's McGill University found breastfed babies ended up performing better in IQ tests by the age of six.
But the researchers were unsure whether it was related to the breast milk itself or the bond from breastfeeding.
The study of nearly 14,000 children is the latest in a series of reports to have found such a positive link. However, one problem has been that some of the research has struggled to identify whether the findings were related to the fact that mothers from more affluent backgrounds were more likely to breastfeed and it was factors related to the family circumstances that was really influencing intelligence."
![]() |
Áhrif brjóstamjólkur á greind barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.5.2008 | 17:27
Haraldur og bleikjan
Hvort er verra að frétta af spennandi atburði þegar hann er búinn, eða þegar honum er ólokið en maður kemst ekki?
Harldur R. Ingvason hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs er að fjalla um bleikjuna í Elliðavatni á meðan færslan er rituð. Samkvæmt frétt á visir.is þá hefur bleikjustofninn í vatninu skroppið saman á undanförnum árum. Einhverjar líkur eru á að hækkandi vatnshita sé um að kenna, en Haraldur er frekar varkár í ályktunum sínum.
Vísindi og fræði | Breytt 12.5.2008 kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.5.2008 | 14:13
Andlega vanfærir menn
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.5.2008 | 15:07
Ónæmi fyrir býflugum og sýklalyfjum?
Vísindi og fræði | Breytt 16.5.2014 kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó