Leita í fréttum mbl.is

Notagildi lífrænnar ræktunar

Á föstudaginn verður haldin ráðstefna um lífræna ræktun í Norræna húsinu. Hún er mér hugleikin vegna þess að frændi minn stundar slíkan búskap (framleiðir fyrirtaks jógúrt undir merkinu biobu) og að í líffræðinni lærðum við að hefðbundin ræktun hefur vissa ókosti.

Ráðstefnan er skipulögð af landbúnaðar háskóla Íslands og byrjar 12:45. 

 


Afsanna hið útilokaða

Rökin verða oft dálitið sérkennileg þegar staðfastar skoðanir (trú) litar viðhorf fólks. Af einhverri ástæðu er hugur okkar og meðvitund þannig úr garði gerð að einlæg sannfæring getur verið uppfull af mótsögnum og tvískinnungi. Dæmin um slíkt eru óteljandi og einskorðast hvorki við trúarhneigð, trúleysi eða skóstærð.

Fólk hefur löngum velt fyrir sér spurningunni, er líf á öðrum hnöttum? (Það er eftir að fólk áttaði sig á að til væru hnettir, og fleiri en einn!)

Nátengd er spurningin um uppruna lífs á jörðinni. Henni er enn ósvarað þótt miklar framfarir hafi verið á því sviði á undanförnum áratugum. Vísindalegar tilgátur um uppruna lífsins eru margar, og erfitt hefur reynst að hrekja þær, þótt sannarlega séu sumar sennilegri en aðrar. Guðmundur Eggertsson, fyrrverandi prófessor í erfðafræði við líffræðiskor HÍ birtir næstkomandi haust bók um þetta efni (Hann gaf áður út fyrirtaks bók um erfðafræði, líf af lífi). Ég lagði áherslu á vísindalega hér að ofan, því mannkyni hefur dottið í hug margar yfirnáttúrulegar "útskýringar" á uppruna lífsins, sem eðli málsins samkvæmt gagnast ekki til að leita vísindalegra svara á fyrirbærinu.

Nú kemur "æðsti stjörnufræðingur páfa" og segir að guð hafi getað skapa geimverur á öðrum hnöttum líka. Þetta er skírskotun til yfirnáttúrulegs afls og ég skil bara ekki af hverju þetta lendir undir vísindi og tækni hjá mbl.is (Á síðu BBC kom þessi grein undir öðrum fréttum, "god may have created aliens too").

Af einhverri ástæðu snaraði mbl.is ekki allri frétt BBC (mbl.is hefur annars mjög samviskusamlega þýtt setningu fyrir setningu fréttir BBC). Grein BBC endar á orðunum (í lauslegri þýðingu): 

Til að efla vísindalegt orðspor sitt mun Vatikanið efna til ráðstefnu á næsta ári í tilefni 200 eru liðin frá fæðingu Charles Darwin, höfunds "Um uppruna tegundanna...".

To strengthen its scientific credentials, the Vatican is organising a conference next year to mark the 200th anniversary of the birth of the author of the Origin of Species, Charles Darwin.

Uppástunga til hármauraverndarfélagsins, þið verðið vísindaleg með því að halda ráðstefnu um Gregor Mendel eða Sidney Brenner.


mbl.is Vatíkanið segir ekki hægt að útiloka líf á öðrum hnöttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helsingjar, erfðabreytt bygg og líming á DNA

Undir lok skólaárs er alltaf mikið fjör, ritgerðir, próf og í tilfelli framhaldsnema varnir. Framhaldsnemar sem ljúka rannsóknarverkefni þurfa að flytja erindi um rannsóknir sínar, og að geta svarað gagnrýnum spurningum. Slík eldskírn er flestum holl,...

Spendýr með gogg, sem verpir eggjum?

Svarið er breiðnefur, ( Ornithorhynchus anatinus á ensku platypus). Dýr af þessari tegund fundust fyrst í Ástralíu, og var samsetning eiginleika þeirra svo sérkennileg að flestir óttuðust að um gabb væri að ræða. Spendýr eru ekki með gogga, þeir finnast...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband