28.3.2008 | 18:00
Drungalegur fróðleiksmoli
Reyndar eru fróðleiksmolarnir nokkrir, og verða raktir hér. Fólk hefur vitað um nokkuð skeið að dánartíðni nýbura er hærri en eldri barna. Af einhverju ástæðum er hættulegt að fæðast, hver svo sem orsökin er. Fæðing er ekki rólegasti atburður sem manneskja upplifir, hvort sem um er að ræða móður eða barn. Nýburinn þarf einnig að virka í nýju umhverfi, anda að sér súrefni, og takast á við nýja nærningu, nýja sýkla og allt sem því fylgir.
Eins og fyrirsögnin á frétt mbl.is, þá er dánartíðni drengja hærri en stúlkubarna, sem einnig hefur verið vitað um nokkuð skeið. Ástæðan er aftur á móti ókunn. Ein kenning þróunarfræðinnar er að fóstur og móðir takist á um næringu, og e.t.v er þessi togstreita hatrammari milli mæðgina.
Grein Drevenstedt og félaga í PNAS byggir á niðurstöðum Trovato og Lalu frá 1996, sem sýnir sinn fram á að dánartíðni kynjanna hefur breyst á síðustu árum (sjá agrip). Niðurstaðan er sú að dánartíðni karlkyns nýbura var jókst um rúmlega helming frá 1870 til 1970 (um er að ræða hlutfallslega dánartíðni drengbarna miðað við stúlkubörn, sem var 10% milli 1751 og 1870, en um 30% 1970). En síðan virðist tilhneygingin vera að ganga til baka á síðustu 30 árum. Rétt er að árétta að gagnasettið sem byggt er á er mjög umfangsmikið, frá mörgum þjóðlöndum og spannar um tvær aldir (www.mortality.org). Niðurstöður Drevenstedt og félaga eru mjög forvitnilegar, og leiða eðlilega til tveggja spurninga.
Hvað er það sem jók dánartíðni drengja á vesturlöndum á tímabilinu fram til 1970?
Getur eitthvað útskýrt lækkunina í dánartíðni eftir þann tíma?
Svarið við fyrri spurningunni gæti verið það að umhverfið hafi breyst, t.d. varð fæðuframboð betra, læknisfræðinni fleygði fram og þar fram eftir götunum. Höfundar greinarinnar leiða að því rök að framfarir í læknisfræðinni, sérstaklega aukning á keisaraskurðum, sé ástæðan fyrir því að hlutfallslegar lífslíkur drengja sé að aukast aftur. Rakið er í greininni að meiri líkur er á að drengbörn lendi í vandræðum í fæðingu. Augljóst er að frekari rannsókna er þörf til að útkljá málið.
Með aukningu á keisarskurðum og betri aðhlynningu fyrirbura, koma upp spurningar um það hvernig fyrirburum farnast í lífinu. Nýleg samantek, rædd í the Guardian, bendir til þess að fæðingar fyrir tímann dragi úr lífslíkum, öll æsku og unglings árin. Áhrifin eru sterkust fyrir börn sem fæðast mjög snemma, en eru einnig umtalsverð fyrir þá sem fæðast milli 28 og 32 viku.
Orðaræða um rannsóknir á þessu sviði eru eilítið drungalegar, enda viðfangið dauðinn. Viðfangsefnið er erfitt fyrir fólk (sem er e.t.v. ástæðan fyrir því að engin hefur skrifað pistil við þessa frétt), og af einhverjum ástæðum erfiðara en smit eða erfðasjúkdómar. Er það furða að áherslan sé á rannsóknir á langlífi?
![]() |
Meiri líkur á að nýfæddir drengir deyi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2008 | 10:46
Vistkerfi í einum ananas
Ein af stóru viðfangsefnum vistfræðinnar er stöðugleiki vistkerfa, eða óstöðugleiki þeirra. Sú hugmynd er djúpt greypt í sálartetur okkar, að umhverfið og veruleikinn sé stöðugur. Á það sama ekki við um lífheiminn og tegundirnar?
Til eru ofgnótt staðfestinga um hið gagnstæða. Tegundir, t.d. samstanda af mörgum einstaklingum og er enginn þeirra eins. Við gætum lýst einhverjum meðal einstaklingi, t.d. meðalþorski (meðalþyngd, lengd, fituinnihald, sundhæfni, kjördýpi...) á hverju ári, en það er öruggt að meðalþorskurinn verður ekki eins á næsta ári, eða þar næsta. Tegundirnar breytast sífellt vegna áhrifa náttúrulegs vals (sem getur verið breytilegt öld frá öld, dag frá degi).
Á sama hátt er augljóst að vistkerfi eru sífelldum breytingum háð, fjöldi einstaklinga hinna mismunandi tegunda breytist, eins samsetning tegunda og eiginleikar lífveranna. Eins er dreifning tegunda í tíma og rúmi ójöfn. Rannsóknir á vistkerfi Mývatns undirstrika þessa niðurstöðu á áhrifamikinn hátt, þar sveiflast efri hluti fæðukeðjunnar með sveiflum í mýinu, en stundum siglir vistkerfið lygnan "meðal"sjó. Þótt heildarframleiðni vistkerfis Mývatns hafi hangið stöðug nokkur ár í röð, þýðir það ekki að um stöðugt vistkerfi sé að ræða, eins og Árni Einarsson og félagar sýndu fram á.
Á jarðfræðilegum tímaskala er Mývatn frekar nýlegt fyrirbæri, og að öllum líkindum mun vatnið fyllast af lífrænum efnum ein góðann veðurdag. Önnur búsvæði eru mun skammlífari, t.d. vistkerfi gerla í meltingarvegi okkar, sem endast kannski 100 ár, ef vel fer (líklegt er að meltingarvegs vistkerfi taki einhverjum breytingum á lífsferli okkar). Annað dæmi eru litlir pollar sem myndast í laufkrónu ættingja ananasplantna (fjölskyldan kallast Bromeliaceae).
Myndin er fengin af síðu Caltech um regnskóga.
Ávöxturinn ananas myndast utan um stilk plöntunar, úr mörgum litlum blómum (hver geiri af ananas er eitt blóm), og laufkrónan situr á topp stilksins. Í mörgum tegundum ananasplantna (þó ekki þeim ræktuðu) sest vatn í laufkrónurnar, allt að tveimur lítrum hjá sumum tegundum. Talið er að þetta sé m.a. leið til að geyma vatn. En um leið sannast hið fornkveðna, þar sem er vatn, er líf. Í þessum tjörnum finnst margt kvikt, sniglar, skordýr, örsmáar salamöndrur (2.5 sm langar) og krabbar. Margar þessara tegunda hafa aðlagast þessu sérkennilega búsvæði, þótt óstöðugt sé. Dásemdir þessa vistkerfis eru raktar í ljómandi pistli Oliviu Judson, á vefsíðu New York Times. Pistillinn er ljóðrænn og þótt hún færi örlítið í stílinn, sem er algengt hjá visindafréttamönnum, get ég eindregið mælt með lesningunni.
Er maður ekki bættari að vita að vistkerfi geta dulist í litlum pollum í laufþykkni?
Vísindi og fræði | Breytt 28.3.2008 kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2008 | 18:14
Hobbitar, joðskortur eða ráðgáta
Vísindi og fræði | Breytt 7.5.2009 kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2008 | 16:26
Raunvísindaþing 2008
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó