12.12.2007 | 10:50
Skoðanir Watsons og HREINN uppruni
James Watson, var nægilega skynsamur að setjast í helgan stein, eftir að hann afhjúpaði sjálfan sig sem kynþáttahatara með athugasemdum sínum um greind hörundsdökkra Afríkubúa. Hann var samt greinilega ekki nógu skynsamur til að átta sig á því að athugasemdir hans voru ekki studdar af vísindalegum niðurstöðum, né að draga til baka athugasemdir um greind Afríkubúa í afsökunarbeiðni sinni.
Nýjasti flöturinn á málinu er grein í Times of London nú á sunnudaginn, birtir blaðið niðurstöður greiningar sem Íslensk Erfðagreining framkvæmdi á erfðamengi Watsons (sem hefur verið sent í opinbera gagnagrunna). Niðurstaða þeirra er að sumar stökkbreytingar sem eru algengar í Afrískum þjóðum finnast einnig í Jim gamla Watson. Hlutfallið er um 16%, sem gæti bent til þess að náin forfaðir eða fleiri hafi verið af Afrískum uppruna. Við höfum áður farið yfir slíkar uppruna greiningar á þessari síðu, og rakið kosti þeirra og galla. Erlendar fréttir um þessa framvindu mála hafa flestar háðskan blæ, en það verður að viðurkennast að það hefði verið betra hefðu niðurstöður greiningar Decode verið birtar og aðgengilegar öllum. Kára til hróss, þá hefur hann slegið varnagla og verið varkár í orðum sínum.
En það er einnig athyglisvert að skoða umræðuna hérlendis um þessi tíðindi.
Fyrst ber okkur niður í frétt morgunblaðsins, þar sem staðhæfing Watsons er rædd.
"Aðrir vísindamenn, sem stundað hafa erfðafræðilegar rannsóknar, lýstu því í kjölfarið yfir að ekki væri hægt að draga slíkar ályktanir af DNA rannsóknum."
Það er satt að erfðafræðingar hafa gen hafa áhrif á greind manna, til dæmis fann athugun 7000 enskum börnum fáa erfðaþætti, sem allir voru með veik áhrif (einnig rætt á mbl.is). En það sem vegur meira, er að samanburðarrannsóknir sýna ítrekað að umhverfi hefur meiri áhrif á grein (eins og hún er mæld með IQ prófum). Þær rannsóknir sýna m.a. að greindarvísitölur (IQ) hækkuðu hratt á síðustu öld (sem bendir til að gen geti ekki legið að baki, því þróunin er mjög sjaldan svo hröð), ættleiðingarstúdíur sýndu að uppruni (stundum skoðaður sem gamal dags kynþættir) hefur mjög lítil áhrif á greind. Sumir hafa sagt að heilastærð hljóti að tengjast greind, og þar sem afríkubúar eru að meðal tali með minni höfuð hljóti þeir að vera heimskari en aðrir. Þessi tilgáta um tengsl höfuðstærð ar og greindar hefur verið marg hrakin, t.d. koma karlmenn og konur jafnvel út úr IQ prófum, þrátt fyrir umtalsverðan mun í umfangi höfuðkúpunnar. Þessi dæmi og önnur eru rakin af Richard Nisbett í grein "all brains are the same colour" sem birtist í New York Times.
Önnur lína í fréttinni krefst athugasemdar. Verið er að bera saman hlutfall stökkbreytinga sem algengar eru í Afríkubúum við sýni af Evrópskum einstaklingum. Þetta tengist uppruna erfðamengis Watsons, þar sem ÍE kemst:
"að þeirri niðurstöðu, að 16% gena hans [Watsons] megi rekja til svarts forföður af afrískum uppruna. Þetta hlutfall er innan við 1% hjá þeim sem eru af hreinum evrópskum uppruna."
"Hreinn evrópskur uppruni" er lína sem gæti sómt sér vel á heimasíðu hægriöfgamanna. Stökkbreytingar eru mistíðar, eftir landshlutum og löndum, mestan partinn vegna sögu mannkyns og áhrifa tilviljana.
Aðalatriðið er að á erfðasviðinu renna þjóðir og stofnar saman í eina samfellu, og þótt blæbrigðarmunur sé á erfðasamsetningu þjóða eða íbúum heimsálfa, þá hefur það ekkert með hreinleika eða yfirburði að gera.
![]() |
Nóbelsverðlaunahafi með svört gen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2007 | 11:24
Minning um flugumann
Þann 30 Nóvember lést Seymour Benzer, framúrskarandi vísindamaður á sviði erfðafræði og eðlisfræði. Ferill hans hófst í seinna stríði við leynilegar rannsóknir á leiðni kristalla. Þótt hann hafi skapað sér nafn í eðlisfræði, ákvað hann að söðla um og hóf rannsóknir á eðli gensins uppúr 1950. Helsta ráðgátan var hvort að genin væru eindir eða hvort að þau væru samsett úr mismunandi pörtum. Til að svara þeirri spurningu notaði hann veiru sem sýkir bakteríuna E. coli, og tókst að einangra nokkrar stökkbreytingar í veirunni. Næsta skref var að kortleggja stökkbreytingarnar, og í ljós koma að þær höfðu áhrif á mismunandi hluta gensins. Það staðfesti að gen eru ekki stakar eindir, heldur eru þau samsett úr mörgum hlutum. Nú vitum við að genin eru samsett úr langri röð basa, sem getur hver um sig stökkbreyst. Reyndar er það þannig að stökkbreytingar í sumum bösum eru alvarlegri en aðrar, og getur það m.a. útskýrt hvers vegna sumir fá alvarlegri form erfðasjúkdóma en aðrir.
Eftir að hafa komið upp sterkum rannsóknarhóp á sviði sameindaerfðafræði, ákvað Seymour að takast á við nýtt vandamál. Atferli og hegðun. Hann snéri sér að ávaxtaflugunni, og fór að skima fyrir stökkbreytingum sem raska atferli og hegðun. Ein fyrsta stökkbreytingin sem einangruð var, leiddi til þess að dægurklukka flugurnar ruglaðist, þær lifðu ekki samkvæmt 24 stunda klukku lengur. Stökkbreytingin var í geni sem hlaut eðlilega nafnið clock. Þrátt fyrir að Seymour hafi komist á eftirlaun 1992, hélt hann áfram öflugum rannsóknum á erfðum atferlis og skyldra eiginleika.
Því hefur oft verið haldið fram að Dr. Benzer hafi fyrirgert möguleikum sínum á Nóbelsverðlaunum, með því að skipta svona oft um fræðasvið. Hann gaf lítið fyrir slíkar ályktanir:
Its always very refreshing to be able to just make a clean break, start over again with something youre completely ignorant about... Thats very exhilarating; nothings expected of you because youre a novice; and, with luck, you come up with something that other people were saying was impossible because they know too much.
Þýtt og umorðað: "Það er alltaf hressandi að byrja frá grunni, á einhverju sem maður veit ekkert um. Slíkt er spennandi, því enginn býst við neinu af manni, af því maður er svo mikill græningi. Með smá heppni getur maður rambað á eitthvað sem fólk hélt að væri ómögulegt, vegna þess að það veit of mikið."
Seymour Benzer minnir okkur á að viðurkennd þekking setur stundum vísindalegum framförum skorður. Leiðin til að svara erfiðum spurningum, eins og um rót atferlis, getur oft verið að leggja gamlar forsendur til hliðar og nálgast efnið frá nýju horni. Í tilfelli Seymours, þá beitti hann og samstarfsmenn, erfðafræðilegum aðferðum til að rannsaka ferla sem liggja að baki lífklukkunni og öldrun (þau nefndu genið Methuselah), ferli sem fólk hélt að ekki væri hægt að rannsaka.
27.11.2007 | 12:27
Einka-stökkbreytingar og uppruni
26.11.2007 | 15:00
Erfðapróf og uppruni
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó