Leita í fréttum mbl.is

Hellableikjur við Mývatn - spennandi doktorsverkefni

Í hraunhellum við Mývatn finnast dvergbleikjur, sem virðast fjarskyldar þeim bleikjum sem finnast í vatninu sjálfu. Hellarnir eru margir mjög litlir og flestir töluvert einangraðir.

Bjarni K. Kristjánsson, Camille Leblanc, Skúli Skúlason og Árni Einarsson stunda rannsóknir á vistfræði og þróunarfræði þessara fiska, með merkingum, atferlisgreiningum, erfðafræði og líkanagerð.

Hópurinn leitar nú að nemendum í tvö spennandi verkefni. Verkefnið er í samstarfi við Háskólan í Guelp í Kanada.

 
 

Líffræðilegur fjölbreytileiki - samspil vistkerfa, þroskunar og þróunar

Hvernig verður líffræðilegur fjölbreytileiki til?

Sumir rannsaka vistfræðilegar orsakir breytileikans, þar sem t.d. munur á milli búsvæða eða lifnaðarhátta tengist útliti eða eiginleikum lífvera.

Aðrir rannsaka þróun eiginleika, og krafta þróunar sem virka á stofna.

thingvallavatndwarfeggs2010.jpgNýlega hafa líffræðingar leitast við að þætta saman skilning á kröftum þróunar, lögmálum vistkerfa og lykilatriðum þroskunarferla.

Bjarni Kristófer Kristjánsson prófessor og samstarfsmenn hans við Háskólann á Hólum hafa rannsakað þessar spurningar, með því að skoða bleikjur, hornsíli og búsvæði þeirra hérlendis og ytra.

Bjarni mun fjalla um rannsóknirnar og líkön sem samþætta vistfræði, þróun og þroskun, í erindi við Líffræðistofnun Háskóla Íslands föstudaginn 1. apríl. Erindið er frá 12:30 til 13:10 í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ. Allir velkomnir.

ac_370_2_0_7_1.jpg


Ofbeit er staðreynd

Í samhengi við búvörusamninga er mikilvægt að átta sig á því að landbúnaður hefur umhverfisáhrif, m.a. villtan gróður. Hérlendis hefur sauðkindin haft mjög mikil áhrif á gróðurþekju, sérstaklega á svæðum sem voru viðkvæm vegna gjósku á eldvirka hluta...

Matskerfi háskólanna - málþingið í sal þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 22. mars nk. heldur Vísindafélag Íslendinga málþing um matskerfi háskólanna. Málþingið verður haldið í sal þjóðminjasafns Íslands og hefst Kl. 12:00 Dagskrá 12:00 - 12:20. Vinnumatskerfi ríkisreknu háskólanna Hákon Hrafn Sigurðsson,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband