Leita í fréttum mbl.is

Íslenskir háskólar fjársveltir miðað við nágrannalöndin

Íslenskir háskólar fá minna fjármagn en háskólar í á norðurlöndunum og í norðanverðri Evrópu. Þetta er alvarlegt mál, því að háskólamenntun er mikilvæg fyrir samfélagið, efnahaginn og mannlegan þroska. Eins og Páll Skúlason heitinn, tíundaði í ágætri bók, þá hafa Háskólar margvísleg hlutver, en þau snúast öll um að þjóna sínum samfélögum og mannkyninu. Háskólar snúast ekki um að skila hagnaði, eins og fyrirtæki. Heldur um að þjálfa fólk í hugsun og verkviti, og að auka við þekkingu mannkyns.

Í hádeginu var fundur um fjármögnun háskóla hérlendis. Kjarninn sagði frá fundinum.

Fjárframlög íslenskra stjórnvalda til háskóla er mun lægra heldur en á samanburðarlöndunum. Íslensk stjórnvöld verja innan við tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu í vísindarannsóknir og þróun á háskólasviði. Háskóla Íslands vantar að minnsta kosti 60 prósent meira fjármagn til að ná meðaltali OECD. Um 130 prósent vantar til að ná meðaltali fjárframlags hinna Norðurlandanna til rannsókna og þróunar.

Markmiðum ekki náð

Fjárveitingar ríkisins til háskóla 2014 voru rúmir 16 milljarðar króna. Vísinda- og tækniráð, sem starfar undir forsætisráðuneytinu og hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækniþróun í landinu, mótaði stefnu fyrir árin 2014 til 2016 þar sem markmiðið var að verja þremur prósentum af vergri landsframleiðslu í vísindarannsóknir og þróun. Eins og áður segir, er hlutfallið samt sem áður innan við tvö prósent.

Magnús Karl Magnússon, deildarforseti læknadeildar og prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, hélt erindi um fjárveitingar til háskóla í hádeginu í dag. Hann segir tölurnar ískyggilegar. 

Lesið meira Íslenskir háskólar fjársveltir miðað við nágrannalöndin


Þróun andlits dýra

Hin mörgu andlit Medúsu? Hvernig urðu andlit og höfuð dýra svona fjölbreytileg. Ef maður skoðar finkurnar á Galapagos þá eru þær að mestu eins í laginu, nema hausinn. Það sama á við marga fiska, eðlur og spendýr. Mikill hluti munarins á milli tegunda er í andlitinu eða höfuðlaginu.
 
Arkhat Abzhanov kennari við Imperial College London heldur föstudagsfyrirlestur líffræðinnar þessa vikuna. Abzhanov er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á þroskun finka Darwins. Abzhanov kannaði tjáningu gena sem mynda gogg finkanna, en það er einmitt mikill munur á goggum eftir því hvaða fæðu finkutegundirnar á Galapagos borða. Hann sýndi fram á að tjáning nokkura þroskunargena dugar til að breyta lögun goggsins, breyta honum í þykkan og sterkan gogg (góður til að brjóta fræ) eða langan og mjóann (góður til að ná í skordýr).
 
Rannsóknir hans upp á síðkastið hafa spannað þroskun krókódíla og eðla, og samanburð á höfuðkúpum steingervinga og núlifandi tegunda. Erindið hans kallast þróun andlits dýra, frá grundvallalögmálum til ferla (Evolution of the Animal Face: from Principles to Mechanisms).beaks_605.jpg
 
Ágrip erindis
Fjölbreytileiki dýra er gríðarlegur, en orsakir og rætur hans eru ekki þekktar til fulls. Abzhanov og aðrir þroskunarerfðafræðingar reyna að greina sameindalíffræðilega þætti sem þróunin vinnur með. Mikilvægast er þar hvernig breytileiki í þroskun er hráefni fyrir náttúrulegt val - sem skapar fjölbreytileg form. Rannsóknir Abzhanov og félaga miðast við andlit hryggdýra. Fjölbreytileiki í formi höfða er gríðarlegur, og birtist í lögun, nýjungum og umbyltingum á formi. Mestur breytileikinn byggir á breytingum í lögun og stærð beina og brjóskvefs, sem byggja höfuðkúpu og tannbein. Abzhanov mun í erindi sínu fjalla um rannsóknir á þroskun þessara beina í skriðdýrum, og hvernig það tengist fjölbreytileika þeirra. Rannsóknirnar byggja á blöndu af fjölvíðum svipfarsgreiningum (morphometrics), samanburðar þroskunarfræði og tilraunalíffræði, og spanna allt frá fuglum til spendýra.
 
 
 
Myndin er af vef rannsóknarstofu A. Abzhanov.

Dalur dauðans þakinn blómum

Dauðadalur í Kaliforníu er einn undarlegasti og hættulegasti staður á jarðríki. Hitinn og þurkurinn getur orðið ofboðslegur, og þar hafa margir borið beinin. Reyndar þekkti ég náunga sem gerði sér að leik að fara í helgarlabbitúra um dalinn, en hann...

Þroskun og erfðafræði Þingvallableikjunnar

Áberandi er að í íslenskum vötnum hafa ólíkir bleikjustofnar þróast hratt frá lokum síðustu ísaldar. Það sem forvitnilegra er að þróunin virðist vera svipuð í mismunandi vötnum, t.d. myndast dvergar í mörgum ferskvatnslindum. Í því verkefni er þessi...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband