26.2.2016 | 16:52
Íslenskir háskólar fjársveltir miðað við nágrannalöndin
Íslenskir háskólar fá minna fjármagn en háskólar í á norðurlöndunum og í norðanverðri Evrópu. Þetta er alvarlegt mál, því að háskólamenntun er mikilvæg fyrir samfélagið, efnahaginn og mannlegan þroska. Eins og Páll Skúlason heitinn, tíundaði í ágætri bók, þá hafa Háskólar margvísleg hlutver, en þau snúast öll um að þjóna sínum samfélögum og mannkyninu. Háskólar snúast ekki um að skila hagnaði, eins og fyrirtæki. Heldur um að þjálfa fólk í hugsun og verkviti, og að auka við þekkingu mannkyns.
Í hádeginu var fundur um fjármögnun háskóla hérlendis. Kjarninn sagði frá fundinum.
Fjárframlög íslenskra stjórnvalda til háskóla er mun lægra heldur en á samanburðarlöndunum. Íslensk stjórnvöld verja innan við tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu í vísindarannsóknir og þróun á háskólasviði. Háskóla Íslands vantar að minnsta kosti 60 prósent meira fjármagn til að ná meðaltali OECD. Um 130 prósent vantar til að ná meðaltali fjárframlags hinna Norðurlandanna til rannsókna og þróunar.
Markmiðum ekki náð
Fjárveitingar ríkisins til háskóla 2014 voru rúmir 16 milljarðar króna. Vísinda- og tækniráð, sem starfar undir forsætisráðuneytinu og hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækniþróun í landinu, mótaði stefnu fyrir árin 2014 til 2016 þar sem markmiðið var að verja þremur prósentum af vergri landsframleiðslu í vísindarannsóknir og þróun. Eins og áður segir, er hlutfallið samt sem áður innan við tvö prósent.
Magnús Karl Magnússon, deildarforseti læknadeildar og prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, hélt erindi um fjárveitingar til háskóla í hádeginu í dag. Hann segir tölurnar ískyggilegar.
Lesið meira Íslenskir háskólar fjársveltir miðað við nágrannalöndin
24.2.2016 | 12:51
Þróun andlits dýra

23.2.2016 | 09:27
Dalur dauðans þakinn blómum
20.2.2016 | 13:49
Þroskun og erfðafræði Þingvallableikjunnar
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó