13.8.2015 | 10:04
Frábært framlag íslenskrar erfðagreiningar
Íslensk erfðagreining gaf landspítalanum jáeindaskanna, sem mun nýtast til að greina nokkrar gerðir krabbameina og jafnvel alzheimer.
Það er staðreynd að íslenskt heilbrigðiskerfi hefur verið í fjársvelti, jafnt hefur skort fjármagn fyrir launum, tækjum, rekstrarvörum og húsnæði. Ábyrgðin á fjársveltinu er stjórnvalda, núverandi og fyrrverandi.
Vonandi verður gjöf ÍE til þess að stjórnvöld og alþingi hysji upp um sig brækurnar og bæti laun starfsfólks (ekki bara setja lög á þá) og efli tækjakostinn í nýjum spítala.
![]() |
Ekki nútíma læknavísindi án skanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2015 | 16:41
Ný erfðatækni mikið framfaraspor
Rannsóknir á varnarkerfum baktería leiddu vísindamenn að einstöku kerfi, sem nú hefur verið hagnýtt fyrir erfðatækni. Erfðatækni gengur út á að breyta genum lífvera eða bæta við genum, eða jafnvel hanna frá grunni.
Tæknin til þess hefur verið ansi margslungin og tímafrek, en með nýrri tækni Crispr er hægt að breyta genum á auðveldari hátt. Síðdegisútvarpið fjallaði um crispr tæknina í viðtali við Ernu Magnúsdóttur. Til stuðnings má sjá grein eftir Amy Maxmen The Genesis engine í The Wired. Í umfjöllun síðdegisútvarpsins segir m.a.
Þetta er algjör bylting," segir Erna Magnúsdóttir, sérfræðingur við læknadeild um hin nýtilkomnu Crispr-tækni sem vísindamenn nota til að erfðabreyta lífverum.
Tilurð þessarar tækni er svolítið skemmtileg og lýsandi fyrir hvað það getur verið erfitt að spá fyrir um hvað er sniðugt að rannsaka og hvað ekki," segir hún. Það voru vísindamenn sem voru að rannsaka ónæmiskerfi í bakteríum sem komust á sporið. Bakteríur hafa sitt eigið ónæmiskerfi, [vísindamönnunum] datt í hug að nota þessa aðferð sem bakteríur nota til að þekkja vírusa til þess að breyta erfðaefni í spendýrafrumum og heilkjörnungum yfir höfuð. Þeir uppgötvuðu að það væri hægt og það er í rauninni grundvöllurinn fyrir þessari nýju Crispr tækni.
11.8.2015 | 14:02
Doktorsvörn: samspil örveruflóru í þörmum og hýsils
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2015 | 13:20
Nokkrar myndir af kríum við Öskju
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó