5.8.2015 | 10:12
Reykjanes þakið lúpínu eftir 20 ár
Alaskalúpína var flutt til landsins til að hjálpa til við endurheimt örfoka lands, eins og t.d. á söndum suður með sjó eða við Heklu. Hún reyndist ágæt til síns brúks, en í ljós kom að hún nemur einnig gróið land, eins sjá má í nágrenni Reykjavíkur. Nærtæk dæmi eru Esjuhlíðar, Keldnaholt og Rauðhólar, sem hljóta að verða umskírðir í Bláhóla bráðum.
Þorvaldur Örn Árnason skrifar um þetta í Fréttablaði dagsins (5. ÁGÚST 2015).
Séð út um bílrúðu og fram í tímann
Eftir tvo áratugi gefur þarna fátt annað að líta en eina jurt að vísu fallega en hún mun afmá þessa sérstöku ásýnd að mestu, skyggja á þann gróður sem fyrir er og fela að mestu mishæðir í hrauninu.
Eftir 20 ár verður leitun að vegspotta á Suðvesturlandi þar sem alaskalúpína blasir ekki við. Reynið að ímynda ykkur það! Lúpínan er öflug uppgræðslujurt og gullfalleg en allt er best í hófi. Einhæfni er leiðigjörn og niðurdrepandi. Viljum við gefa börnum okkar og barnabörnum þetta í arf?
Með greininni eru tvær myndir, sem ég með bessaleyfi endurbirti hér.
Þorvaldur lýsir myndunum svona:
Báðar myndirnar eru teknar af Reykjanesbraut um miðjan júlí sl. Önnur er tekin skammt utan við Vatnsleysustrandarvegamót þar sem enn gefur að líta form og liti hraunsins og Keili í baksýn. Hin myndin er tekin nokkrum kílómetrum utar þar sem lúpínan er að þétta sig að vegkantinum og úr þessu er lítil áhrif hægt að hafa þar á. Fyrir um áratug síðan voru þarna nokkrir stakir lúpínutoppar sem fáir tóku eftir. Slíka toppa er nú að finna víða við brautina m.a. í grófinni milli akreinanna sem munu mynda álíka breiðu meðfram mestallri brautinni á svo sem einum áratug nema eitthvað verði gert til að stemma þar stigu við. Sama þróun er í gangi við flesta þjóðvegi á Reykjanesskaga og í nágrenni Reykjavíkur og víðar um landið.
Á ferðum mínum um landið undanfarin 9 ár, hef ég færst nær niðurstöðu Þorvaldar. Það er of sterklega orðað að segja að Reykjanes verði þakið lúpínu eftir 20 ár, en svæðið mun taka róttækum breytingum ef ekkert verður að gert. Hefðbundin íslensk flóra eins og mosalyngið á Reykjanesskaga á sér ekki viðurreisnar von gegn lúpínunni.
Það er okkar að ákveða hvort eða hvernig við stemmum stigu við henni.
13.7.2015 | 16:11
Slæm hugmynd að reka Hönnu og Sigríði
Stundum gerir fólk ótrúlega furðulega hluti.
Nýráðinn dagskrárstjóri rásar 1 Þröstur Helgason ákvað nýlega að reka Hönnu G. Sigurðardóttur og Sigríði Stephensen, án viðunandi skýringa.
Guðmundur A. Thorsson ræddi þetta í Fréttablaðinu (að reka konur) í morgun.
Á dögunum voru tvær reyndar og snjallar útvarpskonur, Hanna G. Sigurðardóttir og Sigríður Stephensen, reknar frá Ríkisútvarpinu eftir langt og farsælt starf af Þresti Helgasyni, tiltölulega nýráðnum dagskrárstjóra Rásar eitt á RÚV. Hann hefur ekki rökstutt brottreksturinn en sagði einhvers staðar að hann gæti ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna; gefur þar með til kynna tillitsemi við þær brottreknu, lætur liggja að því að eitthvað kunni að vera við störf þeirra að athuga sem ekkert bendir til að sé satt.
Maður á ekki að reka fólk nema það geri eitthvað af sér eða standi sig illa; það er ekki dyggð að reka fólk.
Hanna og Sigríður er frábærir útvarpsmenn og hafa þjóðinni mikið að færa.
Hanna er einnig öflugur starfsmaður útvarpsins, eins og sást á niðurskurðartímunum 2012-2013. DV fjallaði um ræðu hennar á samstöðufundi starfsfólks. Þar sagði Hanna:
síðustu viku gripu stjórnendur aftur til aðgerða. Enn harkalegri en fyrr. 60 starfsmenn. Út frá forsendum fjárlagafrumvarps sem enn hefur ekki verið samþykkt, ekki einu sinni komið til annarrar umræðu.
Hafi þessar síðustu aðgerðir engu að síður verið óhjákvæmilegar, vakna spurningar um hvar þær koma aðallega niður. Harðast á Rás 1. Þar fækkar um 12 manns þegar allt er talið. Um það bil helming starfsmanna. Tónlistardeildin er rústir einar, 1 og 1/2 stöðugildi eftir í þáttagerð, eitt til viðbótar í yfirumsjón. Og jóladagskráin í vinnslu, dagskrá sem að stórum hluta stendur saman af tónlist - hún er í uppnámi. -Einum af þremur þulum hent út samstundis, á tíma þegar mest mæðir á þessum starfsmönnum; annar fylgir í kjölfarið um áramót. -Átta störf á fréttastofu, Kastljósið lemstrað með uppsögnum fjögurrra starfsmanna, fjórum sagt upp á Rás 2, afmælisrásinni. Barnaefni heyrir líklega sögunni til í útvarpi um áramót, með uppsögn umsjónarkvennanna tveggja. Þannig mætti áfram telja. Brottreknir allir í hópi þeirra sem koma beint að vinnslu og útsendingu dagskrárinnar.
Engum sagt upp í yfirstjórn, millistjórnendur varðir, markaðsdeildin svo til óhreyfð. Er þetta eðlileg forgangsröð þurfi á annað borð að fara í aðgerðir? Hver er sýnin?
Spurningin á ennþá við, hver er sýn yfirstjórnar Rúv, ef hún lætur svona góða útvarpsmenn fara fyrir lítið.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2015 | 09:51
Mæði og visna og upphaf lentiveirurannsókna
3.7.2015 | 09:40
Hegða eineggja tvíburar sér eins?
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó