Leita í fréttum mbl.is

Menntun, laun og lífsfylling

Við þurfum öll að finna út hvert við viljum stefna í okkar lífi, þ.e.a.s. hvaða dyr við viljum opna. Menntun er lykill að mörgum dyrum. 

Nú eru peningar því miður orðnir mælistika á flesta hluti og jafnvel fólk. Það er eðlilegt að verð sé sett á hluti í búðum, en að tryggja einstaklinga eða líkamsparta þeirra fyrir fúlgur fjár sendir þau skilaboð að helsta gildi manns sé fjárhagslegt.

Við vitum öll að það fæst ekki allt með fé, og að peningar kaupa ekki hamingju.

Og það sem meira máli skiptir er að hvert okkar höfum okkar eigið gildi, sem börn, foreldrar, ættingjar, vinir, hrekkjalómar eða fyrirmyndir.

Menntun snýst um meira en peninga

Æ fleiri mæla menntun í krónum. Í grein frá í vor var áhugaverð samantekt á ástæðum þess að fólk fer í háskólanám.

Drífur fólk sig í háskóla til að fá há laun, öðlast þekkingu, takast á við áskoranir eða til að þroska heimspeki lífs síns?

Hér vísa ég í grein í New York Times, sem segir frá árlegri könnun sem gerð er á fyrsta árs nemum í bandarískum háskólum:

The American Freshman Survey, which has followed students since 1966, proves the point. One prompt in the questionnaire asks entering freshmen about “objectives considered to be essential or very important.” In 1967, 86 percent of respondents checked “developing a meaningful philosophy of life,” more than double the number who said “being very well off financially.”

Naturally, students looked to professors for moral and worldly understanding. Since then, though, finding meaning and making money have traded places. The first has plummeted to 45 percent; the second has soared to 82 percent.

Efnishyggjan hefur unnið á síðustu áratugi. Æ fleiri meta menntun út frá peningum. Færri skilja að æðri menntun gefur okkur fyllri sýn á lífið og þroskar jafnt sem svalar forvitni okkar.

Áherslur háskólastjórnenda

Ástæðurnar fyrir þessum breyttu viðhorfum eru örugglega margþættar. Gildi samfélagsins hafa verið að breytast, hugsjónir hafa viðkið fyrir efnishyggju, eins og sjá mátti greinilega hérlendis í upphafi aldar.

Háskólastjórnendur víða um heim hafa líka tileinkað sér orðfæri peninganna, í von um aukinn stuðning við sínar stofnanir. Þetta sést t.d. í fréttatilkynningu frá HÍ í tilefni brautskráningar stúdenta. Í fréttatilkynningunni er eingöngu lögð áhersla á peningalegan afrakstur Háskólans og rannsókna. Ræða rektors er víðari að efni, en rauði þráðurinn er samt sá að rannsóknir leiða til nýsköpunar (sem þýðir peningar í eyrum flestra).

Í fréttatilkynningu á vef HÍ segir:

Í síðustu brautskráningarræðu sinni við Háskóla Íslands nú í morgun hvatti Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor stjórnvöld til að stórauka fjárfestingu í menntun, vísindum og nýsköpun. Kristín, sem lýkur 10 ára rektorstíð í lok þessa mánaðar, kvaddi í dag 2081 kandídat frá öllum fræðasviðum skólans. Við brautskráninguna vakti hún athygli á því að Íslendingar verðu meira fjármagni til kaupa á gosdrykkjum og sælgæti en varið sé til starfsemi Háskóla Íslands á fjárlögum.  

Úr ræðu rektors.
 
Þegar reynt er að leggja mat á getu okkar til að bæta og styrkja samfélagið er oft vísað til hugtaksins samkeppnishæfni. Það er notað til að meta getu okkar í samanburði við aðrar þjóðir til að tryggja aukin lífsgæði. Meðal þess sem lagt er mat á er árangur í menntun, vísindum og nýsköpun. Með öðrum orðum er reynt að meta framlag velmenntaðra einstaklinga til samfélagsins og þá verðmætasköpun sem verður til í krafti rannsókna. Það er því mikil ábyrgð sem hvílir á háskólum og skólakerfinu öllu.  
 
Hlutverk háskóla er að skapa umhverfi sem laðar fram ögrandi spurningar, hvetur til þróunar nýrra hugmynda og þenur út mörk þekkingarinnar. Umfram allt eiga háskólar að næra forvitni. Enginn veit hvert vísindin leiða á endanum, þau eru veröld án endimarka en það er það sem gerir vísindin svo spennandi! 
Oft getur verið erfitt að átta sig á gildi vísinda fyrirfram eða hvað ræður forgangi. Af hverju fór maðurinn til að mynda til tunglsins áður en hann setti hjól undir ferðatöskur? Af hverju hannar maðurinn bíla sem aka mannlausir áður en hann útrýmir hungri í heiminum? 
 
Í vísindastarfi höfum við tvennt að leiðarljósi.  Annars vegar að auka þekkingu sem gæti bætt hlutskipti mannsins í víðum skilningi og búið hann undir framtíðarviðfangsefni.  Hins vegar að leggja af mörkum til að leysa verkefni sem við blasa í dag, annaðhvort í nærsamfélaginu eingöngu eða verkefni sem snerta alla heimsbyggðina, svo sem fátækt, loftslagsbreytingar, fæðuöryggi, átök menningarheima og trúarhópa, þjóðflutninga, heilsufarsógnir og skort á hreinu vatni.  

Athuga ber að HÍ er undirfjármagnaður miðað við erlenda háskóla, og að þeir sem lifa við sultarmörk hugsa um lítið annað en mat. En það er samt mikilvægt að brýna fyrir nemendum að menntun er mannbót og leið til að öðlast lífsfyllingu (en auðvitað ekki eina leiðin!).

Menntun hefur jákvæð áhrif á laun og atvinnumöguleika

Nýlegar tölur frá hagstofunni sýna að menntun hefur minni áhrif á meðallaun hérlendis en í Evrópu, og áhrifin hafa farið dvínandi frá 2010. Það endurspeglar launastefnu ríkisins í kjölfar Hrunsins og að einhverju leyti djúpgreypta menntaandúð margra hérlendis. En í öðrum vestrænum samfélögum hefur menntun jákvæð áhrif á laun og atvinnumöguleika. Tölur frá Bureau of labor statistics (sem er heldur utan um hagtölur og atvinnuþátttöku) í Bandaríkjum norður ameríku sýna þetta glöggt - sjá mynd.

ep_chart_001.gif

Hérlendis birtist þetta ekki jafn skýrt, og jafnvel eru dæmi um að fólk lækki í launum við að klára doktorspróf.

Ítarefni og tenglar:

Tölur frá hagstofu Bandaríkjanna.

http://www.bls.gov/emp/ep_chart_001.htm

 

HÍ. 20.06.15 Vísindagarðar segull fyrir nýsköpun og frumkvöðlastarf

HÍ. 20.06.15 Ræða rektors við brautskráningu kandídata 20. júní 

Bryndís Marteinsdóttir o.fl. Fréttablaðið 10. júní. Doktorsgráðan skilar launalækkun

Arnar Pálsson | 15. maí 2015 Til hvers háskólanám og til hvers háskólakennarar?

Stuart Rojstaczer & Christopher Healy — 2012 Where A Is Ordinary: The Evolution of American College and University Grading, 1940–2009 TCrecord.org

 


mbl.is Menntun hefur minnstu áhrifin á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð á bók og skjá

Er einhver munur á því að lesa á bók eða skjá?

Naomi S. Baron kafar í þessa spurningu í nýlegri bók sem heitir orð á skjá (Words onscreen). Tækniframfarir hafa verið mjög hraðar undanfarna tvo áratugi, veraldarvefurinn(netið), fartölvur, snjallsímar, spjaldtölvur og rafbækur hafa farið sigurför um heiminn. En margir hafa velt fyrir sér hvort að böggull fylgi skammrifi, fylgir hinu mikla aðgengi og hagræði einhverjir gallar eða annmarkar?

Ritmál er nokkur þúsunda ára gamalt en bækur fyrir alla er nýrra fyrirbæri. Þegar prenttæknin og prentun á pappír komst á kjöl brustu allar gáttir. Bækur urðu almúgans, ekki bara presta og bókara höfðingjanna. Hægt var að prenta kver, skýrslur, ljóðabálkar og tímarit í kjölfarið og upplýsingar flæddu greiðlegar um samfélagið.

Hvað lesum við og hvernig?

Í upphafi bókar sinnar, segir Baron frá rannsókn á lesendum, sem fengu annað hvort Chekhov eða léttari lesningu. Þeir sem lásu Chekhov voru næmari á tilfinningar annara og voru færari um meðaumkun/hluttekningu en hinir sem lásu reifara.

Spurningin sem Baron hefur samt mestan áhuga á er sú hvort að miðillinn skipti máli. Lesum við öðru vísi á skjá en á bók?

Flestir þekkja þá upplifun að vafra um netið, glugga á fyrirsagnir og skoða myndir. Lesa upphaf greinar og halda síðan áfram því mynd á spássíu heillaði. Rannsóknir sýna að lestur á netinu fylgir F mynstri. Fólk les fyrstu setninguna eða línuna vandlega, gluggar síðan í upphaf næstu málsgreinar og athyglin er yfirleitt horfin þegar neðst í textan er komið (líkurnar á að meðal lesandinn lesi það sem er í þessum sviga eru ansi litlar).

Það er ekki ætlun mín að endursegja bókina hér, en ég skora þig að kaupa hana og lesa. Helstu ályktanir höfundar eru að fyrir styttri fréttir og samantektir þá skiptir miðillinn ekki máli. En ef fólk vill lesa lengri texta eða sökkva sér í efni, er sniðugra að nota bók en rafbók. Ástæðan er sú að fólk á auðveldara með að einbeita sér að bókinni, það heldur einbeitingu lengur og áttar sig betur á uppbyggingu efnis. Það að halda í bókina, og fletta síðum virðist hafa heilmikið að segja upp á skynjunina, og einnig tilfinninguna. Rafbækur eru einhvern vegin óraunverulegri (því þær eru ekki til, nema sem upplýsingar á diski eða drifi).

WordsRafbækur eru einnig ósýnilegar, fólk hefur bækurnar sínar upp í skáp, hjá bókafíklum eins og frænku minni og mér í tvöföldum röðum, þversum og í stöflum. Það að sjá kjölinn tengir þig við bókina. Þú færð ekki sömu tengingu við rafbók í möppu í snjallsímanum.

Að læra á bók eða rafbók?

Sem háskólakennari er mér umhugað um að nemendur læri. Þótt háskólanám sé uppbyggt af námskeiðum um tiltekin efni og fagsvið, er í því sameiginlegur þráður. Háskólanemar þurfa að læra og þjálfa fagleg vinnubrögð. Það felur í sér að kafa í texta, kennslubækur, fræðibækur, yfirlitsgreinar og rannsóknargreinar. Og geta melt og greint innihald textans. Þeir þurfa einnig að geta skrifað, t.d. á prófum eða í ritgerðum. Nemendur þurfa einnig að geta unnið að verkefnum, t.d. leysa dæmi, gera tilraunir, greina gögn, taka viðtöl ofl. Slíkt krefst líka skipulags, úrvinnslu og skrifta. Jafnvel fyrirlestra þarf að skrifa, því þeir þurfa inngang, meginmál og ályktanir eins og hvursdagslegir stílar.

Baron vísar í fjölda kannanana og rannsókna sem sýna að nemendur eiga auðveldara með að einbeita sér að prentuðum texta en rafrænum. Það er meiriháttar niðurstaða í veröld þars sem mikill þrýstingur er á að rafbókavæða kennsluefni og kennslubækur. Ef nemendum gengur betur að einbeita sér, skilja, melta og endursegja efni sem prentað er, þá eigum við ekki að leggja ofuráherslu á rafbækur.

Raftæki, spjaldtölvur og farsímar eru vitanlega orðinn veruleiki í vestrænum samfélögum, og það er einnig mikilvægt að skóla kenni börnum að nota þessi tæki rétt. Og slökkva á þeim þegar við á. Sem er í kennslustofunni (og jafnvel skólanum).

Bókin er okkar vængir og rætur

Í síðasta pistli fjölluðum við stuttlega um váleg tíðindi. Fleiri og fleiri íslendingar lesa enga bók á ári. Það er áhyggjuefni því bækur hjálpa okkur að þroskast sem tilfinningaverur, á þeim svífum við um söguna og veraldir heimsins, lærum og eflumst sem þegnar samfélagsins og hugsandi verur.

Þótt það sé skiljanleg mótsögn í því að skammast yfir netlestri á netinu, vil ég hvetja fólk til að fækka flökkustundunum og "klikkunum" og lesa sem flestar bækur. Helst góðar.

Ítarefni og skyldir pistlar:

Steven Poole. Wall Street Journal 19. feb. 2015. The Reader on the Prowl Even the smartphone-toting, text-messaging generation prefers to study using real books. It makes things easier to remember.

Arnar Pálsson | 11. júní 2015 Bókin er vængir og rætur

Arnar Pálsson | 12. janúar 2015 Hin mörgu andlit Plágunar og snilld Alberts Camus


Bókin er vængir og rætur

Nemendur í háskólum lesa margar bækur, skrifa langa stíla, halda fyrirlestra og leysa verkefni. Lestur er nauðsynlegur fyrir þá sem ætla sér að klára stúdentspróf og ekki síður háskólapróf. Það er mjög ánægjulegt að margir hafi sótt um í háskólanám í HÍ,...

Doktorsgráðan skilar launalækkun

Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu. Hún er endurbirt að áeggjan höfunda. --------------------------------------- Brennandi áhugi og metnaður er oftast það sem drífur fólk til þess að fara í doktorsnám. Þótt fæstir geri sér von um ofurlaun þegar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband