2.6.2015 | 13:13
Fríð og fjölbreytileg fiðrildi
Fiðrildi eru listaverk lífheimsins. Tærir litir og heillandi mynstur prýða vængina. Sumir eru með regluleg mynstur á meðan aðrir eru með "augu", sem líta út eins og rándýr að stara á mann. Á myndinni hér fyrir neðan má líka sjá dæmi um fiðrildi sem eru með ólík mynstur á efra og neðra byrði vængjanna.
Myndin er tekin í Náttúrufræðisafni Michigan State háskóla síðastliðið sumar.
Það er ansi merkilegt að háskóli fylkisins er með ljómandi laglegt náttúrufræðisafn. Á meðan getur Ísland ekki sýnt þann myndarskap að sjá til þess að Náttúruminjasafn komist á laggirnar.
Á vængjum fiðrilda er hægt að ferðast til Suður ameríku átjándu aldar og slást í för með Humbolt, Muller og Bates, sem könnuðu náttúru frumskóganna.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2015 | 14:49
The guardian er besta blað í heimi
Í gamla Íslandi voru dagblöð gefin út af félögum tengdum stjórnmálaflokkum eða eignamönnum. Hér voru stærstu aðillarnir ekki sjálfstæð dagblöð, sem lögðu áherslu á vandaða blaðamennsku, blaðamennskunar vegna. Heldur voru það Þjóðvilji vinstri aflanna og Morgunblað sjálfstæðisflokksins.
Sem stráklingi fannst mér Mogginn alltaf læsilegastur, amk. fréttirnar frá útlöndum og skrýtlurnar. Þegar maður flutti til útlanda, og fékk aðgang að netinu opnaðist fyrir manni heimur vandaðrar blaðamennsku, og kröfurnar jukust.
Í áratug hef ég alltaf getað leitað í The Guardian eftir mjög vandaðari umfjöllun um atburði í Evrópu og á heimsvísu.
Blaðamenn the Guardian er einnig ekkert heilagt. Þeir grafa upp sannleikann um feilspor hægri manna og vinstri manna, ríkra og fátækra glæpamanna, og reyna að setja hlutina í stærra samhengi en "maður myrti mann".
Dæmi um stórar fréttir í dag.
Fears NSA will seek to undermine surveillance reform
Sem fjallar breytingar á bandarískum lögum, sem varða persónuvernd. Lagabálkurinn the Patriot act, sem opnaði á að bandaríska ríkið (NSA) njósnaði um bandaríska og erlenda borgara, féll úr gildi og nú stendur yfir umræða um endurbætur.
Isis captured 2,300 Humvee armoured vehicles from Iraqi forces in Mosul
Hryðjuverkasamtökin Is halda áfram að styrkjast, m.a. vegna vanhæfni Írakska hersins.
Ukraine prisoners stranded in legal limbo on the frontline of a war
Hvað gerist fyrir fanga í fangelsi, sem er ekki lengur hluti af landinu sem þeir voru dæmndir í? 17000 fangar í austurhluta Úkraínu fá engin svör við þeirri spurningu.
![]() |
Fyrsta konan í 194 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.5.2015 | 10:10
Fjör í fjöruborðinu
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2015 | 11:31
Aðgreining síldarstofna - 5. júní 2015
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó