13.3.2015 | 11:39
Hver var Henríetta Lacks og hvað eru HeLa-frumur?
Árið 1951 innritaðist rúmlega þrítug kona, Henrietta Lacks (19201951), á John Hopkins-spítalann í Baltimore sem á þessum tíma var einn fárra spítala sem meðhöndluðu blökkufólk. Ástæða spítalavistarinnar var hnútur í kviðarholi sem læknar greindu síðan sem krabbamein á leginu. Því miður dugði meðferð ekki til að bjarga lífi hennar en hún lést október þetta sama ár. Seinna kom í ljós að orsökin var HPV-sýking sem er ein algengasta orsök leghálskrabbameins.
Arnar Pálsson. Hvað eru HeLa-frumur?. Vísindavefurinn 9.3.2015. http://visindavefur.is/?id=69338.
Á meðan á meðferð Henríettu stóð voru frumur fjarlægðar úr æxlinu og setti vísindamaðurinn George Gey (1899-1970) þær í rækt, að Henríettu forspurðri. Á þeim tíma var vefjarækt ung fræðigrein. Frumur úr fólki og dýrum entust yfirleitt takmarkaðan tíma í rækt. Venjulegar líkamsfrumur geta bara skipt sér í nokkra daga eða vikur í ræktunarskál áður en þær sýna hrörnunarmerki og fara að deyja. Georg og félagar tóku hins vegar eftir því að æxlisfrumur Henríettu gátu skipt sér oftar, miklu oftar en aðrar frumur. Þær uxu hraðar og betur en allar aðrar frumur og áttu eftir að öðlast annað líf. Ástæðan fyrir því að þær entust lengur en aðrar frumur og virtust ekki hrörna er sú að æxlisfrumur brjóta reglur fjölfruma dýra þar sem þroskun og vöxtur er undir strangri stjórn (annars fara hlutföll vefja og líkamshluta úr böndum og fleira með).Frumurnar hennar Henríettu Lacks hlutu nafnið HeLa-frumur. Þær hafa nú lifað í rúm 60 ár á tilraunastofu, sem er helmingi lengur en formóðir þeirra. Talað er um HeLa-frumulínur því þær eru allar komnar frá upprunalega sýninu úr krabbameini Henríettu Lacks. Þar sem hægt er að fjölga HeLa-frumum takmarkalaust má kalla þær ódauðlegar. Rót ódauðleikans er ensímflóki sem kallast telómerasi, sem verndar endalitninga. Ensímflókinn starfar ekki í líkamsfrumum en er ofvirkur í mörgum krabbameinsfrumum eins og HeLa.
Í vísindum skiptir miklu máli að gera tilraunir við staðalaðstæður. Frumulíffræðin fæddist um miðbik síðustu aldar og þarfnaðist vinnuhests sem reyndist vel á mismunandi tilraunastofum. HeLa-frumur urðu sá vinnuhestur. Frá 1951 hafa þær verið notaðar í meira en 67 þúsund rannsóknagreinar og liggja að baki um 11.000 einkaleyfa. Þær reyndust sérstaklega notadrjúgar fyrir rannsóknir á veirum. Jonas Salk (1914-1995) notaði til dæmis HeLa frumur til að þróa bóluefni gegn lömunarveiki. HeLa frumur hafa einnig reynst vel við rannsóknir á eitruðum efnum, krabbameinum, innviðum frumunnar og erfðasjúkdómum. Fjölmargar aðrar frumulínur eru nú í notkun, margar hverjar ættaðar úr æxlisvef sjúklinga. Frumurækt er flókinn búskapur og því selja einkafyrirtæki vottaðar frumur (HeLa og aðrar frumur) til að mæta þörf fyrir hreinleika og rekjanleika.Nú er almennt viðurkennt að spyrja þurfi fólk hvort það vilji taka þátt í rannsóknum eða leyfi notkun á lífsýnum. Upplýst samþykki felur í sér að fólki er kynnt markmið rannsókna, væntanlegur ávinningur og mögulegar aðrar afleiðingar. Annað áður var og George Gey og aðrir veltu siðferðilegri hlið mála lítið fyrir sér þegar frumur Henríettu og annarra voru fyrst ræktaðar. Eins og áður kom fram var Henrietta ekki spurð og hvorki hún, eiginmaður hennar né börnin þeirra fimm vissu að frumur hefðu verið ræktaðar úr æxlinu og síðar orðið mikilvægar fyrir rannsóknir. Þótt Henrietta eða aðrir úr Lacks fjölskyldunni hafi ekki gefið leyfi fyrir notkun frumanna, úrskurðaði dómari í Kaliforníu að fyrirtækjum væri heimilt að selja HeLa-frumur. Röksemdin var sú að leifar sem falla til á spítölum væru ekki eign sjúklinga og mætti því hagnýta þær.
Lengi vel var lítill gaumur gefinn að sögu HeLa-frumna en undir lok síðustu aldar var farið að skoða uppruna þeirra. Árið 1996 var framlag Henríettu heiðrað af Morehouse-læknaskólanum í Atlanta, af yfirvöldum í Atlanta og Georgíufylki. Seinna hafa aðrir fylgt í kjölfarið og heiðrað framlag hennar. Árið 2010 kom út bók um Henríettu og frumurnar eftir Rebecca L. Skloot, Hið ódauðlega líf Henríettu Lacks (The Immortal Life of Henrietta Lacks). Þar er sagt frá því hversu fjölskyldan vissi lítið um frumurnar og eðli þeirra, og hversu sjaldan vísindamennirnir ræddu við fjölskylduna. Í bókinni spyr Deborah elsta dóttirin til að mynda fyrst frumur móður okkar hafa gert svo mikið fyrir læknisfræðina, hví hafa börn hennar ekki efni á læknisþjónustu?
Fyrir tveimur árum raðgreindu vísindamenn við EMBL-rannsóknarstofnunina í Heidelberg í Þýskalandi erfðamengi HeLa-frumnanna. Markmiðið var að birta gögnin opinberlega. Ætla mætti að þeir hefðu lært af mistökum fortíðar, en þeir ráðfærðu sig ekki við Lacks-fjölskylduna eins og eðlilegt hefði verið í þessu tilfelli. Erfðaupplýsingar eru nefnilega einkaupplýsingar sem njóta friðhelgis. Í kjölfar opinberrar gagnrýni var mynduð sex manna nefnd, með tveimur fulltrúum fjölskyldunnar, sem á að fjalla um siðferðileg álitamál tengd hagnýtingu erfðaupplýsinga HeLa-frumnanna. Málið snýst nefnilega ekki bara um friðhelgi Henríettu Lacks sem lést fyrir meira en 60 árum heldur einnig um afkomendur þar sem í erfðamengi foreldris eru miklar upplýsingar um erfðamengi afkvæmis.
Samantekt
- Henrietta Lacks lést úr leghálskrabbamein 31 árs gömul.
- Úr æxli hennar ræktuðust frumur, nefndar HeLa, sem kalla má ódauðlegar.
- HeLa-frumur hafa verið nýttar í fjölmargar og merkilegar rannsóknir.
- Henrietta Lacks var ekki spurð að því hvort nýta mætti lífsýni hennar.
- Rétt er að fá upplýst samþykki áður en lífsýni eru nýtt til rannsókna.
Myndir:
- Mujeres Históricas: Henrietta Lacks | El Fanzine. (Sótt 18.02.2015).
- HeLa-V.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 17. 2. 2015).
9.3.2015 | 17:46
Jafn alvarlegt og lygar O´Reilly?
Blaðamenn, fréttamenn og ritstjórar bera mikla ábyrgð. Þeir þurfa að segja frá því sem gerist á heiðarlegan og skýran hátt, til að lesendur skilji mikilvæg mál og veröldina betur. Ef þeir gera mistök, þurfa þeir að axla ábyrgð.
Á Íslandi fyrir aldamót voru flest blöð tengd stjórnmálaflokkum, með nokkrum athyglisverðum undantekningum. Í dag eru stærstu blöðin hérlendis, Fréttablaðið og Morgunblaðið bæði í eigu fjársterkra aðilla sem hafa hag af því að meira sé fjallað um sum mál og minna um önnur. Að mínu mati eru bestu fréttamiðlarnir hérlendis eru kjarninn.is, stundin.is og fréttastofa RÚV.
Erlendis eru margir prentmiðlar sjálfstæðari en útbreiddu íslensku blöðin, t.d. í bandaríkjunum NY Times (í eigu Ochs Sulzberger fjölskyldunar) og Washington post (Jeff Bezos - eigandi Amazon.com). En jafnvel stór og virt blöð geta gert mistök, eins og nýjustu fréttir af minningargöngunni í Selma bera með sér. Þá valdi NYTimes að klippa til myndir af viðburðinum, og sýna bara nýjasta forseta Bandaríkjanna (Obama) en ekki þann næstnýjasta (Bush jr). Í fréttinni er fjallað um ræðu Obama sem hann flutti af viðburðinum (sjá neðst).
Klippingin á myndinni hefur verið gagnrýnd, og það verður athyglisvert að sjá hvernig blaðið bregst við.
Fyrir nokkrum árum komst upp að blaðamaður hjá NY Times hafði spunnið upp viðtöl fyrir fréttir, og jafnvel logið til um að hafa verið á vettvangi. Hann var rekinn.
Fyrir skemmstu var sagt frá því að fréttamaðurinn Brian Williams á NBC hafi sagt ósatt um þyrluferð í Írak. Hann baðst afsökunar í sjónvarpi og sagði upp.
Nú eftir áramót bárust fréttir af því að Bill O´Reilly, sem þekktur er úr O´Reilly factor á Fox, hafi logið því að hann hafi lent í átökum. Hann slær iðullega um sig með yfirlýsingum um að hann hafi lent í skotbardaga í Falklandseyjastríðinu og átökum í borgastyrjöld í mið-ameríku. Blaðamenn á Motherjones komust að því að Bill hafi hreinlega logið, því nær engir fréttamenn fengu að koma til Falklandseyja í stríðinu. Bill hafði reyndar verið í Argentínu allan tíman og lent í einhverjum mótmælum, sem í minningu hans líta út eins og stríð.
O´Reilly hefur ekki beðist afsökunar eða viðurkennt lygarnar. Fox sjónvarpsstöðin stendur bak við sinn mann.
Tvöfalt siðgæði í praxís. Vonandi fjallar mbl.is og Morgunblaðið einnig um gloríur O´Reillys.
Ítarefni:
Motherjones Thu Feb. 19, 2015 David Corn and Daniel Schulman Bill O'Reilly Has His Own Brian Williams Problem
![]() |
Sakað um að fjarlægja Bush |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2015 | 09:06
Hvað "í ósköpunum" er íslenskt vísindafólk að rannsaka?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2015 | 14:05
Hið sérstæða lífríki Hawaii
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó