Leita í fréttum mbl.is

Sérlega hvetjandi skrif

Það er mjög ánægjulegt að sjá hversu vel hvatinn.is hefur farið af stað.

Aðstandendur hvatans eru Edda Olgudóttir og Anna Veróníka Bjarkadóttir, líffræðingar.*

Umfjöllun um vísindi hefur breyst á undanförnum áratugum. Í bandaríkjunum er fjallað um vísindi á sífellt færri mínútum í sjónvarpsfréttum.

Stóru vefirnir mbl.is og vísir.is voru báðir með vísindi og tækni, sem sérstaka efnisflokka. Nokkur ár eru síðan vísir.is lagði þann efnisflokk niður en sem betur fer heldur mbl.is í sinn.

Í síðustu sparnaðaraðgerðum var tilraunaglasinu á RÚV stungið inn í skáp (það var alls ekki brotið - heldur alltaf fullt af gotteríi).

Því er sérstaklega ánægjulegt að sjá nýjan vef sem er sérstaklega helgaður vísindafréttum og tíðindum. Vissulega endurspeglar vefurinn bakgrunn aðstandenda, flestar fréttirnar eru um líffræðileg efni, og kannski finnst einhverjum að það mættu vera fleiri fréttir af öðrum raunvísinum, eða jafnvel hugvísindum.

Ég er með frumu og genablæti á háu stigi, auk þess að vera sérlega sjúkur myndir af sætum dýrum og með þennan akademíska áhuga á frumdýrakynlífi, og er því alsæll með hvatann.

Mín uppáhalds frétt til þess er um Náðun rottunar. Hún hefur um aldabil verið ásökuð um að bera svarta dauða til evrópu en ný rannsókn á árferði yfir nokkrar aldir (í gegnum árhringi) afsannar þá tilgátu. Rottum hentar ákveðið árferði en það árferði sýnir ekki fylgni við farsóttir af völdum svarta dauða. Mun betri fylgni er milli farsótta og árferðis sem hentar stökkmúsum betur...

Hvatinn.is Rottur báru svarta dauða líklega ekki til Evrópu 26. febrúar, 2015

*Ég hef kennt þeim báðum, líkaði vel við þeirra vinnubrögð og er því tæplega hlutlaus álitsgjafi.


mbl.is Hvatinn til fræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjóferð sjö laxa - í hádeginu

Hvert fara laxarnir þegar þeir ganga í sjó?
Hvernig rata þeir aftur heim?
Eru þeir virkir á daginn eða næturna?
Eru þeir hamingjusamir á sundi sínu?
 
Jóhannes Guðbrandsson doktorsnemi við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ, mun ræða fyrstu tvær eða þrjár spurningarnar, í erindi um rannsóknir á fari laxa sem hann vann í samstarfi við sérfræðinga á Veiðimálastofnun.
 
Erindið hans kallast Sjóferð sjö laxa. Fæðugöngur og dýpisatferli íslenskra laxa (Salmo salar L.) metið með mælimerkjum.
 
Ágrip erindis.
 
Árin 2005 og 2006 var samtals sleppt 598 gönguseiðum í Kiðafelssá í Kjós sem báru DST-merki sem mældu hitastig og dýpi. Fimm laxar skiluðu sér til baka 2006 og tveir 2007 allir eftir ársdvöl í sjó. Merkin mældu hita og dýpi alla sjávardvölina. Laxarnir hélt sig að mestu leiti við yfirborðið og dægursveiflur voru í dýpisatferli þar sem laxinn hélt sig dýpra á daginn. Laxarnir hélt sig milli 6 og 15 °C. Við bárum hitastigið saman við yfirborðshita sjávar (NOAA) til að staðsetja fiskinn á mismunandi tíma. Útfrá ofangreindum dægursveiflum í dýpi mátum við sólarhádegi yfir vetrarmánuðina. Við beittum huldu Markov líkani (Hidden Markov Model) til að ákvarða staðsetningu út frá þessum tveimur þáttum. Laxarnir héldu sig suðvestur af landinu í Irminger hafinu fyrsta sumarið en héldu austur í átt til Færeyja um haustið, en héldu svo til baka í Irminger hafið þar sem þeir dvöldu þar til þeir sneru heim í ánna. Laxarnir tóku stuttar og djúpar dýfur (>100 m) á seinni hluta sjávardvalarinnar.
 

Föstudagur, feb. 27, 2015 - 12:30 til 13:10.

Stofa 131
 

Hugur og Raun í eina sæng...

Í vesturevrópu er oft talað um að menntun í vísindum, tækni og stærðfræði sé nauðsynleg undirstaða efnahagslegra framfara. Upp á enskuna er talað um STEM (Science, technology, engineering and mathematics) og mun ég nota þá skammstöfun hér. Raunvísindi,...

Kjósum að gera eitthvað - rétt

Loftslagsmálin eru ein veigamesta ógn sem steðjar að jörðinni. Hnattræn hlýnun af mannavöldum hefur leitt til breytinga á lífríki og sjávarstöðu. Ef hækkunin verður 2°C má búast við miklum breytingum á vistkerfum og landbúnaði. Ef hækkunin verður 4°C þá...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband