4.2.2015 | 09:19
Hvatberalækningar verða að veruleika
Erfðalækningar hafa verið prófaðar í nokkrum tilfellum. Þær fela í sér að gera breytingar á erfðaefni einstaklinga, til að lækna þá af sjúkdómi eða til að fyrirbyggja sjúkdóm.
Þær tilraunir sem gerðar hafa verið, hafa verið til að reyna að lækna sjúkdóm.
Enn hefur ekki verið farið í að breyta erfðasamsetningu fólks, til að fyrirbyggja sjúkdóm.
Það kann að breytast með samþykkt Breska þingsins. Eins og við höfum fjallað um hér (sjá pistla neðst), skaða ákveðnar stökkbreytingar starfsemi hvatbera í frumum. Hvatberar eru orkuverksmiðjur líkamans, og bera í sér stutta litninga sem eru með nokkra tugi gena. Bróðurpartur erfðaefnis okkar er annars geymt í kjarnanum (heildar fjöldi gena í okkur er um 25.000).
Hvatberarnir erfast bara frá mæðrum, og því er hægt að fjarlægja þá með því að flytja kjarna á milli eggfruma.
Bætt við:
Fréttamaður mbl.is (Kjartan) hafði samband og ræddi við okkur um hvatberalækningar.
Sjá
Sjá ítarlegri umfjöllun í öðrum pistlum:
Arnar Pálsson | 28. ágúst 2009 Api með þrjá foreldra
Rúv 7. ágúst 2014. Deilt um þátt þriðja foreldris
![]() |
Getur átt þrjá líffræðilega foreldra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 19.2.2015 kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2015 | 09:22
Hvernig á að stjórna Háskólum?
Á að stjórna háskólum eins og her, fyrirtæki, lisatsmiðju eða láta þá stjórna sér sjálfir?
Páll Skúlason heimspekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands hefur skrifað bókina Háskólapælingar, þar sem hann fjallar um þessar spurningar.
Hann telur mikilvægt að reka háskóla ekki eins og fyrirtæki eða sveitarfélagi. Jafningjastjórn er lykillinn að velgengni háskóla, sem smiðju hugmynda og nýunga, bæði fyrir fræði og samfélög.
Jón Torfi Jónasson kynnti bókina ágætlega í skeyti á starfsmenn HÍ:
Í inngangi að Háskólapælingum dregur Páll fram nokkur aðalatriði hugmynda sinna, sem hann ræðir síðan í ýmsum köflum bókarinnar. Hann rekur í örstuttu máli sögu evrópska háskólans sjá líka Tvær hugmyndir um mótun háskóla og að vissu marki þess bandaríska, sem hann gerir að umtalsefni síðar og dregur í máli sínu athygli m.a. að tvennu. Í fyrsta lagi hve rætur háskóla eru margvíslegar, það var ekki aðeins ein lykilhugmynd um háskóla heldur voru þær fleiri. Í öðru lagi bendir hann á að háskólar hafa alla tíð þurft að finna jafnvægið á milli þess að þjóna fræðunum og samfélaginu, - það sé ekki nýtt úrlausnarefni; birtingarmyndir þessara krafna kunna samt sífellt að breytast.
Samt sem áður telur hann fræðimennskuna, sem nefnd var í upphafi, sameina háskóla bæði fyrr og síðar samanber einnig kaflann Eðli og tilgangur fræðilegrar hugsunar (en hún er að mati Páls víðara hugtak en rannsóknir). Þetta eðli háskólastarfs, sem getur tilheyrt öllum greinum háskólastofnunar, á að vera sameinandi afl og er ástæða þess að mjög ólíkar greinar geta og eiga að vinna saman á einum vettvangi og renna þannig stoðum undir starf hvor annarrar og gæta sameiginlegra hagsmuna, þótt hin sérhæfðu verkefni séu mýmörg og að ýmsu leyti gjörólík. Hann telur að háskólafólk um allan heim eigi sér sameiginlega hugsjón eða spurningu: Hvernig getum við skilið heiminn og hvernig getum við, með skilningi á honum, breytt honum til hins betra?
Páli verður tíðrætt um sérstöðu háskólans sem menntastofnunar sem þarf að starfa sjálfstæð og óháð ríkjandi valdaöflum eða valdhöfum samfélags. Páll glímir við hvað eigi að einkenna stjórnun háskólastofnunar, m.a. í kaflanum Markmið og skipulag háskóla, þar sem hann rökstyður að menntastofnun, háskóli, skuli hvorki vera rekin sem þjóðríki né viðskiptafyrirtæki, heldur eigi að taka mið af því að vera samfélag fræðimanna, sem hafi helgað sig lærdómsiðkun - það kalli á jafningjastjórnun. En þar sem hann leggur svo ríka áherslu á einingu stofnunarinnar og þann styrk sem í henni felst þá eigi yfirstjórnin að vera öflug, hún stilli saman strengi og virki samlegðina. En jafnframt þurfi að viðurkenna dreifða stýringu í ýmsum málum. Hann telur einnig að stjórnun í jafn margslunginni stofnun og háskóli er sé mjög krefjandi, þannig að fleira komi við sögu en hrein akademísk mál og stjórnskipanin verði að taka mið af því.
Páll kemur víða við. Honum er hugleikið siðferði þekkingarleitarinnar og raunar háskólastarfsins alls og fjallar um þekkingardyggðir ásamt ýmsum álitamálum í háskólaheiminum í Kreppa háskóla og kjarni háskólastarfs. Hann telur að háskólakennsla sé lifandi vettvangur þekkingarsköpunar og að kennsla og rannsóknir fari vel saman. Mikilvægur hluti þeirrar fléttu er að nemendum sé innrætt gagnrýnin og greinandi hugsun. Hann hamrar á því að háskóli sé samfélag starfsfólks og nemenda sem eigi að spegla öflun, miðlun og varðveislu þekkingar og hlúa að öllum þáttum þess starfs.
Í ritgerðum og erindum Páls birtist mikilvæg og sterk hugsjón um háskóla sem hann þróar og setur fram frá fleiri en einu sjónarhorni. Hann ræðir jafnframt fjölmörg álitamál sem verið hafa efst á baugi bæði í íslenskri og alþjóðlegri umræðu um háskóla, sem hann hefur sjálfur tekið virkan þátt í. Hjá Páli birtist afar sterk krafa um að þessi mál séu rædd, ekki síst innan Háskólans eða háskólanna sennilega er umræða tengd rektorskjöri afar gott tilefni til þess þótt samtalið eigi vitaskuld sífellt að vera lifandi.
Í apríl komandi munu starfsmenn Háskóla Íslands velja sér nýjan rektor. Vonandi svara frambjóðendur kalli Páls, sem ítrekað er í skrifum Jóns Torfa (feitletrað hér að ofan).
30.1.2015 | 16:11
Af rostungum og höfðingjum
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2015 | 09:40
Nýsköpun í náttúruvernd á stafrænni öld
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó