27.11.2014 | 13:37
Auka á nemanda: 22 þús. í HÍ, 80 þús. í HR
Undarlega atriðið varðandi fjármögnun HÍ í fjárlögum 2015 var aftenging á greiðslu og fjölda nemenda.
Undangengin ár hafa háskólar fengið greitt fyrir nemendur sem taka próf, en Menntamálaráðuneytið ákvað einhliða að aftengja þessa reglu við vinnslu fjárlaga 2015 (amk fyrir HÍ). Sú ákvörðun var ekki rökstudd.
Fyrsta útgáfa fjárlaga gerði sem sagt ráð fyrir að HÍ myndi kenna 500 nemendum frítt (ekki fá neinar greiðslur fyrir).Sem betur fer er þetta leiðrétt, amk að hluta í annarri útgáfu fjárlaga. HÍ fær þá um 300 milljónir umfram fyrstu útgáfu fjárlaga.
Mér var bent á það á kaffistofunni að HR fái um 250 milljónir einnig, þrátt fyrir að vera með um 1/4 af nemendafjölda HÍ.
Sannarlega eru allar háskólastofnanir á Íslandi undirfjármagnaðar. En það er forvitnilegt að hægri stjórnin skuli verja meira fé í hálfeinkavædda Háskóla en ríkisrekna háskóla.
Ætli þetta sé mynstrið í fjármálafrumvarpinu öllu?
Tölur:
Fjöldi nemenda við HR 2012 3200, við HÍ 2012 14.422.
![]() |
Háskóli Íslands fær tæpar 300 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2014 | 09:57
Uppbygging plöntusamfélaga í beittu graslendi
Dr. Bryndís Marteinsdóttir nýdoktor við Háskóla Íslands mun fjalla um doktorsverkefni sitt í plöntuvistfræði við Stokkhólms háskóla sem hún varði í maí á þessu ári. Erindið kallast Factors controlling local plant community assembly from the regional species pool (Uppbygging plöntusamfélaga í beittu graslendi) og verður flutt á ensku.
Það verður flutt föstudaginn 28. nóvember 2014, kl. 12:30 í stofu 131 í Öskju.
Útdráttur:
Til að planta geti numið land á nýju svæði verður hún að komast í gegnum röð sía; hún verður að framleiða fræ eða önnur fararkorn; fræin verða að dreifast á svæðið og plantan verður að geta vaxið upp við umhverfisaðstæður á svæðinu og í samspili við aðrar lífverur sem fyrirfinnast þar. Meginmarkmið doktorsverkefnis Bryndísar var að ákvarða hlutfallslegt mikilvægi mismundandi sía á uppbyggingu plöntusamfélaga í sænsku graslendi. Í þessu erindi mun Bryndís fjalla um þessar rannsóknir og ræða niðurstöður þeirra.
Aðrir föstudagsfyrirlestrar líffræðistofu HÍ.
http://luvs.hi.is/is/fyrirlestrar-haustid-2014-0
Enskt ágrip erindis.Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2014 | 14:32
Að klóna flatorm eða loðfíl
18.11.2014 | 17:48
Ráðgáta lífríkis Surtseyjar
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó