Leita í fréttum mbl.is

Plat"vísinda"rit og svindl á alnetinu

Á alnetinu má finna margt misjafnt. Þar er ótrúleg gylliboð um frægð, fé og lengri útlimi. Þar eru einnig beitur fyrir vísindafólk, eða fólk sem heldur að það séu að stunda vísindi.

Vísindaleg samfélög og útgefendur birta tímarit sín á netinu, sum gegn áskrift en önnur ókeypis. Mörg þeirra sem ókeypis eru, rukka höfunda um vinnslugjald vegna kostnaðar við útgáfuna. Sjá t.d. Plos One

Frétt mbl.is um nýlega tilraun Alex Smolyanit­sky sem sendi bull rann­sókn­ til tveggja tímarita sem þóttust vera fræðileg – The Journal of Computati­onal In­telli­gence and Electronic Systems og Aper­ito Journal of NanoScience Technology.

Þau samþykktu uppspuna hr. Smolyanit­sky án athugasemda, sem segir okkur að yfirlestur og ritstýring hafi verið í skötulíki.

Það er hins vegar alrangt sem gefið er í skyn í frétt mbl.is að öll opin tímarit séu sama marki brennd.

Stór meirihluti þeirra er með afburða fagmennsku, og nokkur hafa unnið sér inn orð sem topp tímarit í sínum faggreinum.

Þeir sem falla í gildrur sem þessar og senda greinar í rusltímarit, standa ekki undir nafninu vísindamenn.

Þeir sem halda að brella Smolyanit­sky afhjúpi galla opinna tímarita oftúlka hrekkinn.

Til viðbótar, í umfjöllun mbl.is misritaðist titill greinarinnar, hann er “Fuzzy”, Homogeneous Configurations.

Ítarefni:

Arnar Pálsson | 4. mars 2013 Ný opin tímarit á sviði líffræði

Arnar Pálsson | 14. ágúst 2013 Jökli var rænt

Arnar Pálsson | 18. janúar 2012 Gömul viðskiptaveldi og nútíminn


mbl.is Birtu rannsókn Simpsons persóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varpar ljósi á uppruna og fjölbreytileika hesta

Hákons Jónsson er doktorsnemi við Kaupmannahafnarháskóla. Hann hefur verið að rannsaka erfðafræðilegan skyldleika og þróun hesta, asna og zebrahesta, og m.a. erfðaefni úr tegund Equus quagga quagga sem var útrýmt snemma á síðustu öld. Nýlega birtist grein eftir Hákon og samstarfsmenn hans í hinu virta vísindariti PNAS, sem er blað bandarísku vísindaakademíunnar.

Ættkvísl hesta, asna og zebrahesta er um 4 til 4,5 milljón ára gömul. Umtalsverður munur er á fjölda litninga milli tegunda, en erfðafræðilega eru þær samt mjög skyldar. Hákon og félagar beittu sameindaerfðafræðilegum aðferðum til að greina genasamsetningu í 6 tegundum, sem margar hverjar eru í útrýmingarhættu. Síðan notuðu þeir samanburð á erfðamengjum og stofnerfðafræðileg líkön til að kanna skyldleika tegundanna, og flutning gena þeirra á milli. Gögnin afhjúpa flókna sögu tegundamyndunar, landnáms og flutninga heimsálfa á milli. Forvitnilegast er þó að þó að mikill munur sé á fjölda litninga, frá 16 upp í 31 pör, greindust mörg tilfelli um flutning á genum þeirra á milli. Það gengur í berhögg við tilgátur um að litningabreytingar séu lykilinn að myndun tegunda.

quagga_photo.jpgHákon og félagar skoðuðu líka erfðamengi Equus quagga quagga sem er nýútdauð tegund. Mynd af wikimedia commons.

Hákon er með stærðfræðipróf frá HÍ og einnig meistarapróf í tölfræði og lífupplýsingafræði. Hann vann meistaraverkefni með Zophoníasi O. Jónssyn og Gunnari Stefánssyni um prótínmengi í nokkrum tegundum, sem hann lauk árið 2012.


Fólkið mitt og fleiri dýr, eins og Gerry Durrell

Sem barn flutti Gerald Durrel með móður sinni og systkynum til grísku eyjunar Korfú. Þar kynntist hann ekki bara menningu miðjarðarhafslandanna, heldur einnig náttúru þeirra. Gerald hafði sérstakan áhuga á dýrum og náttúru eyjarinnar. Þegar hann komst...

Ein af ráðgátum lífsins

Guðmundur Eggertsson hefur skrifað um uppruna lífsins, og m.a. þann möguleika að líf hafi borist utan úr geimnum. Nýjasta bók hans, Ráðgáta lífsins er komin út hjá Bjarti. http://www.bjartur.is/baekur/radgata-lifsins/ Lífið á jörðinni á sér langa sögu en...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband