Leita í fréttum mbl.is

Ljóstækni til hagsbóta fyrir mannkyn

Fræðsluerindi á vegum Vísindafélags Íslendinga, Líffræðistofu HÍ, Lífvísindaseturs HÍ og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Nóbelsverðlaun í eðlisfræði og efnafræði 2014: Ljóstækni til hagsbóta fyrir mannkyn

Kristján Leósson, eðlisverkfræðingur og

Kesara Anamthawat-Jónsson, prófessor í líffræði

Dagsetning: Fimmtudagur, 30. okt. kl. 12:00

Staðsetning: Salur Þjóðminjasafns Íslands

Ágrip

Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði og efnafræði 2014 voru veitt fyrir mikilvægar framfarir í ljóstækni. Eðlisfræðiverðlaunin voru veitt fyrir þróun blárra ljóstvista en með tilkomu þeirra varð mögulegt að nýta ljóstvista m.a. fyrir hvíta lýsingu með mun betri orkunýtingu en hefðbundar ljósaperur. Efnafræðiverðlaunin voru veitt fyrir þróun nýrrar smásjártækni sem byggir á víxlverkun laser-ljóss og flúrljómandi sameinda sem nýta má til að taka myndir með hefðbundinni ljóssmásjá í mun meiri upplausn en áður var talið mögulegt. Þetta hefur sérstaklega mikla þýðingu fyrir rannsóknir í frumulíffræði.  

Um fyrirlesara

Kristján Leósson er framkvæmdastjóri Efnis-, líf- og orkutæknideildar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.  Hann hefur starfað við rannsóknir í ljóstækni og hálfleiðaraeðlisfræði í 20 ár, m.a. á eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans.

Kesara Anamthawat-Jónsson er prófessor í plöntuerfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hún er einnig formaður norræna smásjártæknifélagsins SCANDEM.

--------

Rætt var við  Kristján Leósson í býtinu á Bylgjunni í gær.

(Bítið - Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði og efnafræði á mannamáli. 28.10.14)

Upplýsingar um nóbelsverðlaunin 2014.

Fleiri opin erindi á líffræðilegum nótum - sjá vef Líffræðistofu HÍ.


Kvarta háskólar undan of mikilli hæfni nýnema?

Stjórn samtaka líffræðikennara sendu frá sér pistil nýverið, sem birtist á síðu félags framhaldsskólakennara.

Pistillinn heitir Kvarta háskólar undan of mikilli hæfni nýnema? og er endurprentaður hér í heild. Bloggari tilheyrir stjórn samtakana.

----------------

Efla þarf nám í náttúrufræði - athafnir fylgi orðum í hvítbók

Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út Hvítbók um umbætur í menntun í júní 2014 þar sem meðal annars er að finna ágæta samantekt um stöðu íslensks menntakerfis miðað við önnur lönd þar á meðal í náttúrufræði. Af samantektinni má ráða að 15 ára íslensk ungmenni hafa lengi verið fyrir neðan meðallag og tekið er sérstaklega fram að Ísland verði að bæta stöðu íslenskra nemenda í náttúrufræði eigi þeir að standa jafnöldrum sínum í öðrum löndum á sporði.

Fyrst vandinn er viðurkenndur í hvítbókinni ættu raungreinakennarar að fyllast bjartsýni um úrbætur. Að nú verði náttúrufræði gefinn meiri gaumur, kennslustundum fjölgað og hópar minnkaðir þannig að hægt verði að sinna verklegum æfingum með þarfir einstakra nemanda í huga.

Baráttan fyrir fjölda kennslustunda í náttúrufræði er ekki ný. Í drögum að aðalnámskrá fyrir grunnskóla árið 2011, stóð til að fækka verulega tímum á efsta stigi grunnskóla í viðmiðunarstundaskrá fyrir náttúrufræði en horfið var frá þeirri áætlun vegna andstöðu kennara. Í gildandi aðalnámskrá fyrir grunnskóla frá 2011 eru viðmiðin fyrir náttúrugreinar alls 1120 mínútur á viku* eða 8,33% af allri kennslu. Þar að auki fréttist frá grunnskólakennurum í Samlíf (Samtökum líffræðikennara) að kennslustundum í náttúrufræði hafi verið fækkað á unglingastigi í fjölmörgum skólum þrátt fyrir viðmiðunarstundarskrá.

Framhaldsskólar hafa tvö megin hlutverk. Í fyrsta lagi að sinna almennri menntun þjóðarinnar til að efla samfélagið og í öðru lagi að undirbúa nemendur undir frekara nám, oftast á háskólastigi. Það eru því vonbrigði að í hvítbókinni eru ekki gerðar neinar tillögur um úrbætur um vægi náttúrfræðikennslu. Í framhaldsskólum landsins er fjölda náttúrufræðitíma eðlilega misjafnlega skipt eftir því hvort nemendur leggi stund á náttúrufræðibrautum eða öðrum námsbrautum.

Stjórn Samlífs telur áhyggjuefni ef skólar stefna að því að fækka náttúrufræðieiningum á öðrum brautum en náttúrufræðibrautum í þeirri námskrárvinnu. Ef rýnt er í niðurstöður PISA könnunarinnar má sjá að náttúrufræðiþekkingu er ábótavant. Því ættu menntamálayfirvöld að leggja áherslu á að í framhaldsskólum sé öllum nemendum sem útskrifast með stúdentspróf tryggður góður grunnur í náttúrufræði.

Stjórn Samlífs telur að íslenskir framhaldsskólar bjóði nemendum upp á góðan undirbúning fyrir frekara nám. Við leggjum áherslu á mikilvægi námsframboðs með traustum kjarna og valgreinum þannig að nemendur hafi tök á að byggja undir sína framtíð. Það er því miður ekki lögð áhersla á aukna náttúrufræðikennslu í hvítbókinni og raunveruleg hætta á að náttúrufræðikennslu verði fórnað á öðrum námsbrautum en náttúrufræðibrautum ef nám í framhaldsskólum verður skert og framhaldskólinn styttur í þrjú ár. Stjórn Samlífs hefur ekki borist kvörtun frá háskólum á Íslandi vegna of mikillar hæfni útskrifaðra framhaldsskólanema í náttúrufræðum. Kennslu í náttúrufræði ætti frekar að efla en skera niður.

Höldum í það sem vel er gert!

Stjórn Samlíf - Samtökum líffræðikennara
lifkennari.is


Frábær fyrirlesari

Timothy Caulfield hélt fyrirlestur hérlendis 16. október síðastliðinn. Hann kom hingað í boði Siðfræðistofnunar HÍ, Norrænu lífsiðanefndarinnar og norræns samstarfsnets um siðfræði erfðamengjagreininga. ( Whole-genome sequencing and the implications for...

Íslenskar rannsóknir í kennslubók um þróun

Mykjuflugurannsóknir Hrefnu Sigurjónsdóttur má finna í kennslubók í atferlisfræði. Þar að auki hafa nýlegar rannsóknir Ástríðar Pálsdóttur og samstarfsmanna (m.a. á Líffræðistofnun HÍ og Íslenskri erfðagreiningu) á arfgengri heilablæðingu, ratað í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband