1.10.2014 | 08:48
Lífríki Íslands
Nýútkomin er bók um lífríki Íslands eftir Snorra Baldursson vistfræðing. Forlagið gefur bókina út.
Lífríki Íslands
Úthafseyjan Ísland kúrir norður við heimskautsbaug víðsfjarri öðrum löndum. Ekki eru nema rétt um 15.000 ár síðan hún var hulin þykkum ísaldarjökli langt í sjó fram. Lífríki á þurrlendi er væntanlega að öllu eða langmestu leyti aðkomið eftir að síðasta kuldaskeiði lauk. Ótal eldgosum og ellefuhundruð ára landnámi manna síðar er það hér enn, laskað en lífvænlegt. Plöntu- og dýrategundir eru að vísu fáar en stofnar margra þeirra stórir og útbreiddir. Hvergi við Norður-Atlantshaf eru stærri laxastofnar eða sjófuglabjörg og sumarlangt dvelja hér nokkrir af stærstu vaðfuglastofnum Evrópu.
Úr formála Snorra Baldurssonar
Mynd af Skarfabyggð frá Arnþóri Garðarsyni.
Rætt var við Snorra í Sjónmáli á Rás 1 (Eigum ekki að fikta of mikið í lífríkinu)
Lífríki Íslands nefnist nýútkomin bók eftir Snorra Baldursson plöntuvistfræðing. Í henni er safnað saman miklum fróðleik, bæði úr bókum og greinum um hin ýmsu lífkerfi landsins. Snorri nálgast efnið frá vistfræðilegu sjónarhorni og lýkur bókinni á einskonar stöðumati á lífkerfi landsins.
29.9.2014 | 14:30
Nauðsynlegt að breyta vísindaumhverfi á Íslandi
Í nýlegri erlendri skýrslu er vísinda og nýsköpunarumhverfið á Íslandi metið.
Eitt af því sem plagar kerfið er að við erum með margar og litlar stofnanir, sem treglega vinna saman.
Það myndi heilmikið fást með því að sameina háskóla og rannsóknarstofnanir, samþætta stjórnsýslu og ábyrgð starfsmanna, og sameina í færri einingar.
Það þýðir ekki endilega að leggja niður stofnanir úti á landi, því Danir gerðu þetta fyrir nokkrum árum og héldu virkum starfstöðvum um allt land.
Vísindafélag Íslendinga hélt fund á föstudaginn um skýrsluna, þar sem Erna Magnúsdóttir og Kristján Leósson ræddu efni hennar. Eftir því sem ég kemst næst var enginn stjórnmálamaður staddur á fundinum, en hluti af ályktun skýrslunar er sú að íslenskir stjórnmálamenn verða að axla ábyrgð og hrinda stefnu vísinda og tækniráðs í framkvæmd.
Í tilefni af fundinum var Þórólfur Þórlindsson til viðtals í Speglinum fyrir helgi. Á vef RÚV segir:
Við verður að taka stofnanauppbygginguna í rannsókna og nýsköpunargeiranum til endurskoðunar því hún er hamlandi, segir prófessor í félagsfræði.
Þótt ekki sé að vænta stóraukinna fjárframlaga til rannsókna og nýsköpunar um þessar mundir má ráðast í brýnar umbætur á stofnanaumhverfinu, einfalda það og efla samvinnu innan rannsóknageirans og milli hans og atvinnulífsins, segir Þórólfur Þórlindsson prófessor í félagsfræði. Vísindafélagið efndi í dag til umræðufundar um nýlega skýrslu um rannsóknasamfélagið þar sem bent er á fjölmargar brotalamir. Þórólfur umbætur óhjákvæmilegar, málið sé of mikilvægt fyrir íslenskt samfélag til að fresta því. Hér má heyra viðtal Jóns Guðna við Þórólf.
Rúv 26. 9. 2014. Umbætur óhjákvæmilegar
Kjarninn Íslenskt, nei takk.
25.9.2014 | 09:48
Fuglaflensuveirur eru algengar
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2014 | 08:53
Um úttekt á íslenska Vísinda- og nýsköpunarkerfinu - 26. september
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó





