22.9.2014 | 10:35
Ráðgáta lífsins í Morgunblaðinu
Viðtalið er harla fróðlegt. Kolbrún spyr Guðmund út í sögu hans og ferill, en hann var einmitt fyrsti kennarinn sem ráðinn var til líffræðiskorar Háskóla Íslands.
Kolbrún spurði einnig um aðstöðu til rannsókna þegar Guðmundur tók til starfa. Hann svaraði:
"Aðstæður til rannsókna voru bágbornar fyrstu áratugina en fóru smaám saman batnandi."
"Ég vissi að það yrði stórt stökk og erfitt að fara aftur til Íslands því þar voru engar aðstæður til vísindarannsókna á mínu sviði"
Guðmundur og aðrir forkólfar byggðu upp grunnrannsóknir í sameindalíffræði við HÍ, og síðar aðrar stofnanir hérlendis. Aðstaðan hefur batnað til muna, en er samt að mörgu leyti ófullnægandi því takmarkaður skiliningur er á sérstöðu tilraunavísinda og sameindalíffræði.
Ég hvet fólk til að lesa viðtalið við Guðmund, því miður er það aðeins opið áskrifendum Morgunblaðins en blaðið má e.t.v. finna á bókasöfnum eða betri kaffistofum landsins.
Ítarefni:
Kolbrún Bergþórsdóttir ræðir við Guðmund Eggertsson (Morgunblaðið 20. september 2014).
Stórar og heillandi spurningar
Dr. Guðmundur Eggertsson erfðafræðingur stundaði lengi rannsóknir erlendis og síðan hér heima. Hann átti þátt í að byggja upp og móta námsbraut í líffræði við Háskóla Íslands.Vísindi og fræði | Breytt 24.9.2014 kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
19.9.2014 | 08:56
Kjarninn í aðgerðarleysi ríkisins
Við höfum oft rætt um skort á heildarsýn í rannsóknar og nýsköpunarkerfi í Íslands.
Ríkið fékk erlenda sérfræðinga til að meta stöðuna og kerfið, og þeir skiluðu af sér í sumar. Niðurstaðan er svo svakaleg að ríkið kýs að sitja á skýrslunni, amk um stundarsakir.
Kjarninn fjallar um málið og segir:
Íslensk stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd fyrir langvarandi aðgerðarleysi í vísinda-, tækni- og nýsköpunarmálum í svartri skýrslu sem unnin var af þremur erlendum sérfræðingum á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Stjórnvöld eru hvött til að axla ábyrgð á málaflokknum og framfylgja metnaðarfullri stefnu Vísinda- og tækniráðs.
Skýrslan var kynnt á Rannsóknarþingi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í lok ágúst. Til stóð að gera hana opinbera í kjölfarið, en samkvæmt heimildum Kjarnans var ákveðið í Vísinda- og tækniráði að fresta birtingu skýslunnar opinberlega. Kjarninn hefur skýrsluna undir höndum og birtir hana í heild sinni í nýjustu útgáfu Kjarnans.
Rætt verður um skýrsluna á fundi Vísindafélagsins 26. sept. 2014
Umræðufundur Vísindafélags Íslendinga um úttekt framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á íslenska Vísinda-og nýsköpunarkerfinu
Frummælendur: Dr. Erna Magnúsdóttir, rannsóknasérfræðingur
Dr. Kristján Leósson, framkvæmdastjóri
Fundarstjóri: Þórarinn Guðjónsson, prófessor
Dagsetning: Föstudagur 26. Sept. kl. 12:10 - 13:00
Staðsetning: Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafns Íslands
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2014 | 13:26
Nýr náttúrufræðingur
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2014 | 09:09
Stefnumót skilvirkni og breytileika - snertiflötur þroskunar og þróunar
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó