24.9.2014 | 08:53
Um úttekt á íslenska Vísinda- og nýsköpunarkerfinu - 26. september
Dagsetning: Föstudagur 26. Sept. kl. 12:10 - 13:00
Staðsetning: Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafns Íslands
Frummælendur:
Dr. Erna Magnúsdóttir, rannsóknasérfræðingur
Dr. Kristján Leósson, framkvæmdastjóri
Fundarstjóri: Þórarinn Guðjónsson, prófessor
Ágrip
Þann 29. ágúst var kynnt á Rannsóknaþingi Vísinda- og tækniráðs ný úttekt á íslensku vísinda og nýsköpunarumhverfi sem gerð var af hálfu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að beiðni íslenskra stjórnvalda. Skýrslan sem ber heitið Peer review of the Icelandic Research and Innovation System: Time to take responsibility and act! er mjög opinská um aðstæður í íslensku vísinda og nýsköpunaruhverfi. Þar vegur einna þyngst gagnrýni á íslensk stjórnvöld fyrir langvarandi aðgerðarleysi í málefnum vísinda og nýsköpunar þar sem kallað er eftir pólitískri ábyrgð og aðgerðum á þeirri stefnumörkunarvinnu sem unnin er á vegum Vísinda - og tækniráðs. Skýrslan bendir á marga veika punkta í íslenska kerfinu, þar sem meðal annars er bent á að samkeppnissjóðir séu of veikir, of lágt hlutfall af heildarfjármagni sem rennur hér til vísinda og að styrkupphæðir úr þeim séu of lágar. Jafnframt er stofnanakerfið gagnrýnt, hvatt til sameiningar stofnana og einföldunar á kerfinu til þess að gera samvinnu auðveldari. Að lokum er lögð áhersla á það að mæla þurfi skilvirkni og framleiðni í kerfinu og staðreyna sífellt árangur af stefnumótunarvinnu. Höfundar skýrslunnar setja jafnframt fram tillögur til úrbóta ásamt forgangsröðun á tillögum þeirra. Við munum fara yfir helstu atriði skýrslunnar, sem enn hefur ekki komið út opinberlega, og að lokum verða umræður um skýrsluna.
22.9.2014 | 10:35
Ráðgáta lífsins í Morgunblaðinu
Viðtalið er harla fróðlegt. Kolbrún spyr Guðmund út í sögu hans og ferill, en hann var einmitt fyrsti kennarinn sem ráðinn var til líffræðiskorar Háskóla Íslands.
Kolbrún spurði einnig um aðstöðu til rannsókna þegar Guðmundur tók til starfa. Hann svaraði:
"Aðstæður til rannsókna voru bágbornar fyrstu áratugina en fóru smaám saman batnandi."
"Ég vissi að það yrði stórt stökk og erfitt að fara aftur til Íslands því þar voru engar aðstæður til vísindarannsókna á mínu sviði"
Guðmundur og aðrir forkólfar byggðu upp grunnrannsóknir í sameindalíffræði við HÍ, og síðar aðrar stofnanir hérlendis. Aðstaðan hefur batnað til muna, en er samt að mörgu leyti ófullnægandi því takmarkaður skiliningur er á sérstöðu tilraunavísinda og sameindalíffræði.
Ég hvet fólk til að lesa viðtalið við Guðmund, því miður er það aðeins opið áskrifendum Morgunblaðins en blaðið má e.t.v. finna á bókasöfnum eða betri kaffistofum landsins.
Ítarefni:
Kolbrún Bergþórsdóttir ræðir við Guðmund Eggertsson (Morgunblaðið 20. september 2014).
Stórar og heillandi spurningar
Dr. Guðmundur Eggertsson erfðafræðingur stundaði lengi rannsóknir erlendis og síðan hér heima. Hann átti þátt í að byggja upp og móta námsbraut í líffræði við Háskóla Íslands.Vísindi og fræði | Breytt 24.9.2014 kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
19.9.2014 | 08:56
Kjarninn í aðgerðarleysi ríkisins
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2014 | 13:26
Nýr náttúrufræðingur
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó