9.9.2014 | 11:57
Vafasamur heiður, elstir við útskrift í OECD
Nýleg samantekt frá OECD sýnir að við útskrift bendir til að meðalaldur íslenskra háskólanema sá hæsti sem þekkist.
Samkvæmt skýrslunni eru Íslenskir háskólanemar að meðaltali 30.7 ára gamlir við útskrift.
Brasilía, Svíþjóð og Ísrael koma í næstu sætum, í öllum tilfellum er meðalaldurinn hærri en 29 ár.
Reyndar er ég ekki alveg viss um þessar tölur, fyrst hélt ég að þetta væri aldur fólks sem klárar framhaldsnám frá háskólum hérlendis. En tölurnar segja "graduates" en þegar neðri hluti kúrfunnar eru skoðaður, þá eru nemar í Belgíu að klára rúmlega 22 ára. Það er ekki mögulegt að þeir séu að klára doktorspróf á þeim tíma, líklegra er að meðal BS nemi þeirra sé svo ungur.
Sjálfur er ég vitlausu neðan við meðaltalið, ég var 24 ára þegar ég kláraði BS próf og 32 þegar ég varði doktorsritgerðina mína.
Góðu fréttirnar eru þær að frekar lágt hlutfall okkar háskólamenntaða fólks er atvinnulaust.
Sjá nánar í grein eftir George Arnett í The guardian, 9 september 2014 Iceland - the home of the developed world's oldest graduates.
Leiðrétting:
Í fyrstu útgáfu hélt ég að um doktorsnema væri að ræða, en fréttin fjallar (að því að ég best held) um þá sem klára háskólapróf á BS stigi. Titill var uppfærður í samræmi við þetta.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2014 | 09:54
Kerfi efnaskipta mannsins
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2014 | 08:55
Þróun plöntuerfðamengja könnuð með næstu kynslóðar raðgreingartækni
7.9.2014 | 15:35
Forgangsröðun í þágu vísinda og nýsköpunar
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó