Leita í fréttum mbl.is

Vafasamur heiður, elstir við útskrift í OECD

Nýleg samantekt frá OECD sýnir að við útskrift bendir til að meðalaldur íslenskra háskólanema sá hæsti sem þekkist.

Samkvæmt skýrslunni eru Íslenskir háskólanemar að meðaltali 30.7 ára gamlir við útskrift.

Brasilía, Svíþjóð og Ísrael koma í næstu sætum, í öllum tilfellum er meðalaldurinn hærri en 29 ár.

Reyndar er ég ekki alveg viss um þessar tölur, fyrst hélt ég að þetta væri aldur fólks sem klárar framhaldsnám frá háskólum hérlendis. En tölurnar segja "graduates" en þegar neðri hluti kúrfunnar eru skoðaður, þá eru nemar í Belgíu að klára rúmlega 22 ára. Það er ekki mögulegt að þeir séu að klára doktorspróf á þeim tíma, líklegra er að meðal BS nemi þeirra sé svo ungur.

Sjálfur er ég vitlausu neðan við meðaltalið, ég var 24 ára þegar ég kláraði BS próf og 32 þegar ég varði doktorsritgerðina mína.

Góðu fréttirnar eru þær að frekar lágt hlutfall okkar háskólamenntaða fólks er atvinnulaust.

Sjá nánar í grein eftir George Arnett í The guardian, 9 september 2014 Iceland - the home of the developed world's oldest graduates.

Leiðrétting:

Í fyrstu útgáfu hélt ég að um doktorsnema væri að ræða, en fréttin fjallar (að því að ég best held) um þá sem klára háskólapróf á BS stigi. Titill var uppfærður í samræmi við þetta.


Kerfi efnaskipta mannsins

Haldin verður fundur um ERC verkefni sem unnið hefur verið að á kerfislíffræðisetri HÍ undanfarin ár, núna á föstudaginn. Tilkynningin birtist hér að neðan.
 
Systems Biology of Human Metabolism
  
Föstudaginn 12. september 2014, Hátíðarsalur 13:15-16:00

Í tilefni af lokum rannsóknaverkefnisins Systems Biology of Human Metabolism verður málþing þar sem helstu niðurstöður verða kynntar og farið yfir farinn veg. EInnig verður rætt um mögulega notkun kerfislíffræði-líkana við einstaklingsmiðaða læknisþjónustu.  Þetta verkefni var styrkt af Evrópska rannsóknaráðinu (ERC, European Reseach Council) með einum stærsta rannsóknastyrk sem veittur hefur verið til Háskóla Íslands. 

Now that the ERC project Systems Biology of Human Metabolism is coming to an end, a symposium will be held and its results and the lessons learned presented.  The possible use of systems biology models in personalised medicine will also be discussed. This project  funded by the ERC, European Research Council, by one of the biggest grants received by the University of Iceland. 

Dagskrá/Program:

13:15 Kristín Ingólfsdóttir, rektor,  setur málþingið

13:30 Ines Thiele, Computational modelling of human metabolism
Luxembourg Centre for Systems Biomedicine, University of Luxembourg.

14:00 Ronan M Fleming,  Generalised monotonicity meets systems biochemistry
Luxembourg Centre for Systems Biomedicine, University of Luxembourg.

14:30 Giuseppe Paglia,   Metabolomics: Analytical Tools for Understanding Biological Phenomena
Istituto Zooprofilattico Sperimentale di Puglia e Basilicata, Foggia, Italy

15:00 Óttar Rolfsson,  Functional genomic applications of metabolic networks
Rannsóknasetur í kerfislíffræði, Háskóla Íslands

15:30 Bernhard Pálsson,  Towards Personalized Systems Biology Models
UC San Diego, USA og gestaprófessor við Háskóla Íslands

16:00 Léttar veitingar - Refreshments


Þróun plöntuerfðamengja könnuð með næstu kynslóðar raðgreingartækni

Málstofa Lífvísindaseturs verður haldin fimmtudaginn 11. september kl. 12:00-12:40 í stofu 343 í Læknagarði Dr. Sæmundur Sveinsson nýdoktor og sérfræðingur við byggkynbætur við Landbúnaðarháskóla Íslands mun fjalla um doktorsverkefni sitt við...

Forgangsröðun í þágu vísinda og nýsköpunar

Guðrún Nordal formaður vísinda og tækniráðs ritaði grein í Morgunblað vikunnar. Þar sagði hún. Þar var samþykkt áætlun um stórauknar fjárveitingar ríkisins, 800 milljónir árið 2015 og 2 milljarða árið 2016, í Rannsóknarsjóð og Tækniþróunarsjóð, tvo...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband