Leita í fréttum mbl.is

Meistaradagur náttúruvísinda 25 maí

Meistaranemar í Líf- og umhverfisvísindadeild og Jarðvísindadeild kynna meistaraverkefni sín 25. mái 2018.

Dagskrá

12:45: Opnun Meistaradags náttúruvísinda í stofu 132
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor og deildarforseti Jarðvísindadeildar og Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor og  deildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeildar setja daginn.

Meistarafyrirlestrar í stofum 130, 131 og 132 frá kl. 13-16

Stofa 132
Landfræði / Ferðamálafræði / Umhverfis- og auðlindafræði 

13:00   Shauna Laurel Jones
Umhverfis- og auðlindafræði
Prýði á kornakrinum? Álftin á Íslandi og ágreiningur um verndun hennar
Feathered Majesty in the Grainfields? Conflict, Conservation, and the Whooper Swan in Iceland
Aðalleiðbeinandi: Karl Benediktsson, prófessor 

13:30   Jón Smári Jónsson
Umhverfis- og auðlindafræði
Málsmeðferð sveitarfélaga við útgáfu framkvæmdaleyfa fyrir matskyldar framkvæmdir á árunum 2006 til 2016
Responsibilities of Municipalities Issuing Permits for Projects Subjected to the Environmental Impact Assessment, 2006
Aðalleiðbeinandi: Þorbjörg K Kjartansdóttir, aðjunkt 

14:00   Þórhildur Heimisdóttir
Landfræði
Ægifegurð eldfjalla: Áhættuupplifun ferðamanna á Laugaveginum vegna eldgosavár.
Sublime volcanoes: Tourists experiences of volcanic risk on the Laugavegur hiking trail.
Aðalleiðbeinandi: Guðrún Gísladóttir, prófessor 

14:30   Pétur Smári Tafjord
Umhverfis- og auðlindafræði
Ferðaþjónustan og miðborg Reykjavíkur: Er miðborgin fyrir alla?
Tourism and Reykjavik's city center: Is the city center for everyone?
Aðalleiðbeinandi: Katrín Anna Lund, prófessor 

15:00   Danielle Elizabeth Beauchemin
Umhverfis- og auðlindafræði
Útbreiðsla og uppræting tröllahvanna (Heracleum) í Reykjavík
Distribution and Management of Heracleum species in Reykjavík, Iceland
Aðalleiðbeinandi: Mariana Lucia Tamayo, lektor

 

Stofa 131
Líffræði / Umhverfis- og auðlindafræði

13:00   Þórdís Björt Sigþórsdóttir
Umhverfis- og auðlindafræði
Sannprófun mótvægisaðgerða vegna vegaframkvæmda: Skilar endurheimt votlendis tilætluðum árangri?
Environmental Impact Auditing: Are wetland reclamation efforts as a mitigation measure delivering acceptable outcomes?
Aðalleiðbeinandi: Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor

13:30   Dagný Ásta Rúnarsdóttir
Líffræði
Genatjáning og björgun galla í vænglögun í ávaxtaflugunni Drosophila melanogaster
Gene expression and rescue of wing morphology defects in Drosophila melanogaster
Aðalleiðbeinandi: Arnar Pálsson, dósent

14:00   Katrín Björnsdóttir
Líffræði
Áhrif hlýnandi loftslags og sauðfjárbeitar á niðurbrot lífrænna leyfa á háartískum og lágarktískum svæðum
Decomposition responses to climate warming and sheep grazing in the high and sub-Arctic
Aðalleiðbeinandi: Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor

14:30   Petra Landmark Guðmundsdóttir
Líffræði
Uppbygging og samsetning sveppa í hélumosalífskurn
Fungal structure and composition in liverwort-based biocrust
Aðalleiðbeinandi: Ólafur Sigmar Andrésson, prófessor

15:00   Edite Fiskovica
Umhverfis- og auðlindafræði
Vöktun mökunaratferlis kuðungableikju (Salvelinus alpinus) í Þingvallavatni í ljósi breytinga í veðurfari og aukins álags af mannavöldum.
Monitoring mating behaviour of Large Benthic Arctic charr (Salvelinus Alpinus) in Thingvallavatn in a context of changing climate and increased anthropogenic activity.
Aðalleiðbeinandi: Kalina Hristova Kapralova, nýdoktor

Stofa 130
Jarðfræði /Jarðeðlisfræði / Jarðvísindi

13:00   Rebecca Anne Robinson
Jarðeðlisfræði
Líkanreikningar fyrir Langjökul
Modeling the Flow Dynamics of the Langjökull Ice Cap, Iceland
Aðalleiðbeinandi: Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor 

13:30   Kennedy Mativo Kamunya
Jarðfræði
δD og δ18O samsætur í jarðhitavökva, Olkaria, Kenýa
δD and δ18O systematics in geothermal fluids, Olkaria Geothermal system, Kenya
Aðalleiðbeinandi: Andri Stefánsson, prófessor 

14:00   Addison Helen Rice
Jarðvísindi
Samsætugreiningar og skeljatímatal byggt á sniglategundinni Melanopsis: Mat á árstíðamun á síðari hluta ísaldar í Efri Jórdandal
Stable Isotope Sclerochronology of Melanopsis (Gastropoda) Shells: Inferring Late Pleistocene Seasonality in the Upper Jordan Ri
Aðalleiðbeinandi: Steffen Miscke, prófessor

Allir velkomnir

Þakkir hafi Steini Briem fyrir að benda mér á að dagsetningu vantaði í fyrstu útgáfu færslunnar.


Bók um sögu erfðafræðinnar

Rök lífsins er ný bók um sögu erfðafræðinnar, sem Guðmundur Eggertsson prófessor skrifar.

Kolbrún Bergþórsdóttir ræddi við hann fyrir Fréttablaðið. Þar lýsti Guðmundur efni bókarinnar.

Ég fjalla um einstaka vísindamenn sem voru annaðhvort erfðafræðingar eða komu óbeint við sögu erfðafræðinnar, eins og til dæmis þróunarfræðingar. Ég byrja á Aristótelesi sem hafði töluvert um erfðafræðina að segja. Honum var ekkert óviðkomandi og stundum gleymist að hann var afkastamikill líffræðingur. Það er frekar óvenjulegt að menn sameini áhuga á heimspeki og líffræði, en hann stundaði líffræðirannsóknir og lýsti til dæmis miklum fjölda dýra og krufði þau.

Ég segi frá fjölmörgum öðrum frumherjum erfðafræði- og þróunarfræðirannsókna, þar á meðal Alfred Russel Wallace sem var merkilegur brautryðjandi í þróunarfræði á 19. öld. Hann var mjög frumlegur náungi, sjálfmenntaður, og komst að sömu niðurstöðu og Darwin, óháð honum, um náttúrulegt val. Það fór svo að þeir birtu samtímis greinar um þetta í ensku tímariti árið 1858 sem vöktu litla athygli, en síðan dreif Darwin sig í það að skrifa bókina Uppruni tegundanna.

RokLifsinsErfðafræðin fór að blómstra um aldamótin 1900, en erfðafræðirannsóknir fólust aðallega í því á þessum tíma, allt fram yfir 1940, að fylgjast með erfðum gena og einkennunum sem þau réðu. Menn vissu að genin voru á litningum í frumukjarna en það vantaði hins vegar þekkingu á efnislegri gerð þeirra og lífefnafræðilegri starfsemi. Á þessu voru lengi vel sáralitlar rannsóknir. Margt var þó vel gert og ber hæst brautryðjendarannsóknir Morgans á ávaxtaflugunni, sem ég segi frá. Undir lok fjórða áratugarins fóru menn að reyna í alvöru að tengja starfsemi DNA við lífefnafræðileg ferli og ég segi líka frá því. Enn var þó eðli erfðaefnis hulið og það var ekki fyrr en um 1950 sem það upplýstist þegar Watson og Crick lýstu gerð DNA-sameindarinnar. Það er merkilegt hversu seint athygli manna beindist í alvöru að eðli erfðaefnisins. Það er þó skýring á því, því lífefnafræðin var enn á þróunarstigi og réð tæpast við verkefnið.

Benedikt gefur Rök lífsins út.

Viðtalið í Fréttablaðinu Bók um sögu erfðafræðinnar


Sannfærandi rök lífsins

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Rök lífsins eftir dr. Guðmund Eggertsson, bjóða Líffræðifélag Íslands, Líffræðistofa Háskóla Íslands og Benedikt bókaútgáfa til útgáfuhófs í Öskju, fimmtudaginn 17. maí klukkan 16.00 (á svölum 3 hæðar). Guðmundur mun kynna...

Rök lífsins - útgáfu fagnaður 17. maí

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Rök lífsins eftir dr. Guðmund Eggertsson, bjóða Líffræðifélag Íslands, Líffræðistofa Háskóla Íslands og Benedikt bókaútgáfa til útgáfuhófs í Öskju, fimmtudaginn 17. maí klukkan 16.00 (á svölum 3 hæðar). Guðmundur mun kynna...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband