15.5.2018 | 11:03
Rök lífsins
Rannsóknir á lífverum má rekja til fornaldar, sérstaklega til Aristótelesar sem starfaði á 4. öld f.Kr. og hafði meðal annars ákveðnar hugmyndir um erfðir. Þetta voru merkileg upphafsskref en aldirnar liðu án þess að frekar miðaði í átt til skilnings á þeim lögmálum sem ráða innri starfsemi lífvera. Eðli lífsins var ráðgáta. Kenning um þróun lífvera kom fram um aldamótin 1800 og árið 1859 kom út bókin Uppruni tegundanna eftir Charles Darwin. Góður skilningur á líffræðilegum forsendum þróunar varð þó að bíða blómstrunar erfðafræðinnar á 20. öld.
Í þessari bók er sagt frá nokkrum brautryðjendum líffræðinnar, sérstaklega á sviði erfðafræði, allt frá Aristótelesi til Watsons og Cricks. Jafnframt er sögð saga hugmynda og uppgötvana sem um miðja 20. öld leiddu til byltingar í skilningi manna á eðli lífsins.
Af vef Benedikts bókaútgáfu.
9.5.2018 | 10:22
Hafið hugann dregur og heillar
Við búum á vatnsplánetunni. Yfirborð plánetunar er að meirihluta þakið vatni, allar lífverur nota vatn í frumum sínum og líkömum, margar þeirra þurfa vatn til að geta fjölgað sér og lífið á jörðinni varð aö öllum líkindum til í vatni.
Undanfarnar 7 vikur hefur RÚV sýnt stórbrotna þætti um hafið bláa (Blue planet II).
Þeir hafa verið unun á að horfa, nema náttúrulega síðasti þátturinn sem fjallar um hætturna sem stafa að lífríki hafsins. Við þurfum aldelis að spýta í lófanna, minnka kolefnisfótsporið (t.d. fækka utanlandsferðum), draga úr plastnotkun, græða landið og vernda lífríki sjávar. Við þurfum að hugsa alvarlega um að útbúa þjóðgarða í sjó, sem gætu jafnvel verið hér við land eins og á kóralrifinu mikla eða í strandfenjaskógum Asíu.
Mér fannst líka mjög forvitnilegt að fylgjast með á tökustað" þáttunum sem fylgdu í kjölfarið. Þar er sérstaklega minnistæður þátturinn um kolkrabbana við Suður Ameríku. Þeir eru nefnilega með ólíka persónuleika, eru fljótir að læra og beita ýmsum ráðum til að verjast afráni. Einn þeirra var gripinn af hákarli, ætla mætti að væru endalok sögunar. Kolkrabbinn barðist hins vegar um á hæl og hnakka, og beittir síðan bráðsnjöllu ráði. Hann tróð öngum sínum inn í tálkn hákarlsins og hindraði öndun hans. Hákarlinn valdi lífið fram yfir máltíðina, og kolkrabbinn slapp.
Í frétt í vikunni var sagt frá því að vinsælar heimildamyndir hafa áhrif á val fólks á námsbrautum. Í Bretlandi juku sýningar á Blue planet aðsókn að námi í sjávarlíffræði og skyldum greinum. Lífríki Íslands og efnahagur er samofin hafinu. Við Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnun hafa verið stundaðar (og eru) margvíslegar og forvitnilegar rannsóknir á lífverum hafsins og vistkerfum. Þótt að í grunnnámi í líffræði sé ekki höfuðáhersla á sjávarlíffræði, hafa margir farið í rannsóknir í fiskifræði og sjávarlíffræði, með því að fara í meistara og/eða doktorsnám hérlendis.
Sem dæmi má nefna rannsóknir
á skyldleika og erfðamengjum þorsksins og skyldra tegunda.
á áhrifum súrnunar á lífríki sjávar
og síðast en ekki síst hvölum við strendur Íslands.
Þeir sem heillast hafa af undrum hafsins og lífríki þess, og eru að velta fyrir sér BS námí á háskólastigi, gætu sótt um nám í líffræði við HÍ. Þannig gætu þau lært um og rannsakað t.d. hákarla, kolkrabha, kóralla og fiska.
Ítarefni:
Rúv. Blue Planet áhrifin mælast víða
Mynd af ljónafiski var tekin í sædýrasafni í Norður Karólínu.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2018 | 09:27
Bannað að ráða kennara til að kenna fiskitengd fræði við Háskóla Íslands
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó