7.7.2014 | 20:54
PLoS 1 upp í 100.000
Fyrir sjö og hálfu ári var opnað nýtt vísindatímarit, Public library of science One. Tímaritið var einstakt að mörgu leyti. Í fyrsta lagi var það eitt af fáum tímaritum sem var opið fyrir alla að lesa, ekki bara þá sem höfðu áskrift. Tímaritið fylgdi í kjölfar á PLoS Biology, sem var stofnað nokkrum árum áður, sem samkeppni við Nature, Science og Cell.
Í öðru lagi gerði ritsjórnin enga kröfu um efni eða áherslur, svo lengi sem að vísindin og fræðimennskan væru vönduð, voru niðurstöðurnar birtar. Mörg önnur tímarit voru með þrengri áhugasvið, fjölluðu bara um gen eða birtu bara greinar sem voru álitnar áhugaverðar fyrir víðan hóp vísindamanna.
PLoS one gjörbylti vísindaútgáfu, og blaði óx gríðarlega. Um 2% af öllum vísindagreinum sem komu út í fyrra, komu út í PLoS one.
Og fyrir skemmstu var greint frá því að á 7 og hálfu ári hafa 100.000 vísindagreinar birst í tímaritinu. Það er gríðarlegt magn af niðurstöðum, og það besta er að allir geta lesið þær. Ekki bara þeir sem starfa við ríkustu háskólanna eða stærstu fyrirtækin.
Ég er stoltur af því að hafa birt í þessu tímariti og að starfa þar sem ritstjóri.
PLoS one hefur gjörbreytt umhverfi vísinda og með nýjum kröfum um aðgengi að frumgögnum, hefur blaðið þokað vísindunum lengra inn í tuttugustu og fyrstu öldina.
PLOS ONE Publishes its 100,000th Article June 23, 2014
Arnar Pálsson Að senda í PLoS One
Palsson A, Wesolowska N, Reynisdóttir S, Ludwig MZ, Kreitman M (2014) Naturally Occurring Deletions of Hunchback Binding Sites in the Even-Skipped Stripe 3+7 Enhancer. PLoS ONE 9(5): e91924. doi:10.1371/journal.pone.0091924
11.6.2014 | 17:00
Fólk í neti og endalok læknisfræðinnar
Hjartalæknirinn Eric Topol við Scripps stofnunina gaf út merkilegan spádóm fyrir 2 árum. Í bók sem kallast Hin skapandi tortíming læknisfræðinnar (Creative destruction of medicine) rekur hann framfarir í erfðafræði, tölvunarfræði og tækni til að skynja ástand fólks og líffæra.
Hann lýsir því hvernig hægt verður að tengja farsíma og tölvur við skynjara innan okkar, t.d. gangráð eða blóðsykursmæli og fá sístreymi upplýsinga beint í lúku einstaklings (eða læknisins). Ný tækni sem nemur hjartslátt, öndun og svefnstellingar barna er einmitt af þessari kynslóð, og gefur stórkostleg tækifæri til að fylgjast með og greina afbrigðileg tilvik eða hættuleg.
Hann lýsir framtíð þar sem læknar og einstaklingar geta fylgst með lykilstærðum, blóðþrýstingi og insúlín styrk, stresshormónum og PSA (prótín sem fylgir blöðruhálskirtilskrabbameini), jafnvel í rauntíma. Og hann leggur áherslu á að ekkert muni stöðva þessar framfarir, tækninni fleygi fram og við verðum að nýta hana til að bæta líf, líðan og horfur.
Topol hefur ekki miklar áhyggjur af misbeitingu tækninnar, mismun í kostnaði eða mögulegum sálfræðilegum eða félagslegum áhrifum. Mér fannst hann skauta yfir þau atriði í bókinni. Sem er dálítið athyglisvert því að orðspor hans reis, þegar hann og samstarfsmenn fundu út aukaverkanir Vioxx, það jók tíðni hjartaáfalla mjög mikið. Topol hafði áður verið í nánu samstarfi við lyfjaiðnaðinn en tók samt slaginn, og gagnrýndi Merck. Merck sló til baka, og kom því til leiðar að Topol var rekinn frá Háskólanum í Michigan. Hann fékk síðar vinnu við Scripps og hefur unnið að mannerfðafræði samfara því að fjalla um tækniframfarir í læknisfræði.
En mér finnst röksemdir hans ekki fyllilega sannfærandi. Hann ræðir t.d. framfarir í erfðafræði og virðist nokkuð viss um að við getum fundið erfðabreytileika sem tengist lyfjaþoli eða aukaverkunum, og nýtt þá til að bæta heilbrigðiskerfið. Það eru sannarlega til dæmi um nokkrar stökkbreytingar sem hafa sterk áhrif á virkni eða aukaverkanir lyfja, en það þýðir ekki að mynstrið verði einfallt og nothæft fyrir lækna og sjúklinga. Sem erfðafræðingur finnst mér hann ansi bjartur á brúninni. Svona dálítið eins og mannerfðafræðingar síðustu tveggja áratuga sem lofuðu öllu fögru, jafnvel þótt að þeir sem skildu lögmál erfðafræðinnar vissu að verkefnið væri miklu flóknara.
En í það heila útskýrir Topol nokkuð vel nýjustu framfarir og suma af þeim möguleikum sem handan árinnar. Ég lærði heilan helling af bókinni, en ég var einnig uggandi yfir nýju veröld Topols.
En meiri upplýsingar eru til hins betra ekki satt?
Ítarefni:
http://creativedestructionofmedicine.com/
![]() |
Tengir ungabarnið við snjallsímann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.6.2014 | 17:16
Skýjaborg eða gyllta brautin til framtíðar
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2014 | 11:45
Um aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó