Leita í fréttum mbl.is

Örfá villt dýr

Það er staðreynd að við mennirnir höfum gjörbreytt umhverfi jarðar.

Teiknarinn XKCD setti þetta í samhengi, með því að teikna upp lífmassa landspendýra.

Ef tekin er saman heildarþyngd allra landspendýra, þá eru menn uþb 25%. Húsdýrin okkar leggja til um það bil 65%, en villt spendýr eitthvað um 10% af heildar þyngd landspendýra.

land_mammals

Myndin á XKCD vakti miklar umræður á Reddit, en stóru drættirnir virðist vera nokkuð nærri lagi.

Þetta undirstrikar mjög skýrt hvernig við höfum breytt orkuflæði jarðar, með landbúnaði og húsdýrarækt. Eitthvað verður jú að standa undir öllum þessum framförum, og fésbókarfærslum.

Heimildin á bak við myndina er tafla í bókinni The Earth's Biosphere: Evolution, Dynamics, and change eftir Vaclav Smil

Líklega teljast hreindýr á heiðum Austurlands til villtra dýra, og í heildarbókhaldi íslenskra landspendýra eru þau bara smár hluti hjarðarinnar.


mbl.is Ók á hreindýrahjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunverulegt vandamál, ekki tækifæri

Þriðja loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna fjallar um leiðir til að berjast gegn lofgslagsvánni.

Hún virðist fá takmarkaðan hljómgrunn hérlendis. Til dæmis hefur ekki einn einasti bloggari tekið sig til og sett inn athugasemdir eða hugsanir um þessi efni, hér á Moggablogginu.

Mig grunar að þetta sé bara of alvarleg frétt, og að náttúrulegt viðbragð fólks sé að stinga hausnum í sandinn. Eða hrista hausinn bara og segja, þetta drepur mig ekki í bráð, og halda áfram með líf sitt.

15letters-art-master495

Meðfylgjandi mynd er af vef NY Times.

Málið er bara það að líf okkar mun taka stakkaskiptum ef okkur ber ekki gæfu til að spyrna á móti þessari þróun. Loftslag.is hefur sem betur fer tekið á málinu, og fjalla t.d. um yfirlýsingar Bandarísku vísindaakademíunar.

AAAS, The American Association for the Advancement of Science eru alþjóðleg samtök vísindamanna sem, eins og nafnið gefur til kynna, stuðlar að framgangi vísinda, en samtökin gefa meðal annars út hið virta tímarit Science. Í mars opnuðu samtökin heimasíðu og gáfu út bækling sem heitir Það sem við vitum (e. What We Know). Helstu punktarnir eru þessir:

  1. Vísindamenn eru sammála: loftslagsbreytingar eru hér og nú. Á grunni vel ígrundaðra gagna, hafa um 97% loftslagsvísindamanna komist að þeirri niðurstöðu að loftslagsbreytingar séu í gangi, hér og nú. Þessi samhljómur byggist ekki á einni rannsókn, heldur á stöðugum straumi gagna síðastliðna tvo áratugi..
  2. Við eigum á hættu að keyra loftslagskerfi jarðar í átt að óvæntum, ófyrirsjáanlegum og hugsanlega óafturkræfum breytingum með mjög skaðvænlegum áhrifum. Loftslag jarðar er á braut til hitastigs sem er hærra en jarðarbúar hafa upplifað í milljónir ára. Innan vikmarka þess hitastigs sem núverandi losun við bruna jarðefnaeldsneytis munu valda, eru hitar sem taldir eru geta eyðilegt í stórum stíl samfélög og vistkerfi..
  3. Því  fyrr sem við bregðumst við því minni verður áhættan og kostnaðurinn og það er margt hægt að gera. Að bíða með aðgerðir mun auka kostnað, margfalda áhættu og loka á ýmsa möguleika til að takast á við vandann. Það koldíoxíð sem við framleiðum nú, safnast fyrir í lofthjúp jarðar og er þar í áratugi, aldir og lengur.

Yfirlýsingar hæstvirts forsætisráðherra fyrir nokkru, um að loftslagsbreytingar sé sérstakt tækifæri fyrir Ísland er bæði röng og ber vankunnáttu merki.

Stöð tvö ræddi við Hrönn Egilsdóttur doktorsnema og Jón Ólafsson haffræðing. Í fréttinni sagði:

„Ísland er á versta mögulega stað þegar súrnun sjávar er annars vegar.“ Þetta segir doktorsnemi í jarðvísindum. Hún bendir á að ummæli forsætisráherra um sóknarfæri í kjölfar hnattrænna loftslagsbreytinga séu ekki merkilegt faranesti. Hafrannsóknarstofnun getur ekki sinnt grunnrannsóknum á súrnun sjávar vegna niðurskurðar í fjárframlögum. Ásamt því að benda á hættur sem steðja að matvælaöryggi heimsbyggðarinnar ítrekuðu vísindamenn Milliríkjanefndar Sameinuðu Þjóðann á loftslagsráðstefnunni í Japan í vikunni að brýn þörf sé á frekari rannsóknum á súrnun sjávar á norðurslóðum.

Spurð um ummæli Sigmundar D. Gunnlaugssonar, um að loftslagsbreytingar gefi Íslandi tækifæri, svaraði Hrönn

Varðandi ummæli Sigmundar Davíðs þá sér maður það að þekking á vandanum er kannski ekki til staðar hjá ráðamönnum og það er auðvitað ekki séríslenskt fyrirbæri,

http://www.visir.is/surnun-sjavar–island-a-versta-mogulega-stad/article/2014140…


mbl.is Jarðgas hluti af tímabundinni lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritrýni og skuggahliðar vefsins

Í þessari grein verða tvö ólík viðfangsefni tengd. Í fyrsta lagi verður fjallað um það hvernig vísindalegar rannsóknir eru metnar og kunngjörðar. Í öðru lagi tölum við um skugga hliðar vefsins, sem tengjast útgáfu vísindalegra tímarita. Útgáfa...

Gögnin ljúga ekki, hvorki um tamiflu né homeopatíu

Cochrane hópurinn hefur beitt sér fyrir vönduðum yfirlitsrannsóknum á mörgum lyfjum og læknisfræðilegum fyrirbærum. Heimspeki þeirra er að meta tilraunir og gögn með ströngustu gleraugum tölfræðinnar. Það þýðir að bera saman uppsetningu rannsókna,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband