Leita í fréttum mbl.is

Ysta nöf og loftslagsvísindin

Loftslag jarðar er að breytast samfara aukinni losun loftslagstegunda af mannavöldum.

Þetta er staðreynd, en smáatriðin eru ekki alveg á hreinu.  Það er að segja, við vitum t.d. ekki alveg hversu mikið hitinn mun aukast, eða hvar hitinn breytist mest, eða hvaða aðrar afleiðingar það mun hafa fyrir veðrakerfi og strauma í höfunum.

En til að geta búið til góð líkön um væntanlegar breytingar þurfum vísindamenn að skilja  náttúrulegar sveiflur í hita og veðrakerfum. Við vitum öll um árstíðasveifluna, en einnig er vitað að stærri sveiflur eða umskipti gerast í veðurlagi jarðar. Íslendingar kannast flestir við Litlu ísöld, sem varaði frá 1450-1900.

Með því að kanna fjölda, samsetningu og dreifingu frjókorna í jarðlögum er hægt að meta sveiflur í loftslagi og öðrum þáttum.

Það er einmitt viðfangsefni fornvistfræði, sem er á mörkum líffræði og jarðfræði. Lilja Karlsdóttir doktorsnemi við Líf- og umhverfisfræðideild HÍ mun á morgun verja doktorsritgerð sína um birkifræ í jarðlögum.

Lilja var að rannsaka kynblöndun birkitegunda á nútíma (síðustu 10.000 ár, e. Holocene).

Erindi Lilju verður í Hátíðarsal aðalbyggingar kl 14.00 og heitir Kynblöndun íslenskra birkitegunda á nútíma lesin af frjókornum.

Prófdómari hennar Chris Caseldine prófessor við landfræðideild háskólans í Exeter flytur fyrirlestur mánudaginn 24.mars kl.16:30, í Öskju,stofu 132.

Heiti fyrirlestursins Chris er From esoteric fringe to Climategate – the changing role of Quaternary science over recent decades and into the future.

Ítarefni

Litla ísöld á wikipedia.


Laxlús og lyfjanotkun í Noregi

Líffræðifélag Íslands, NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna og Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands standa fyrir málstofum um líffræði og umhverfisfræði fiskeldis.

thingvallavatndwarfeggs2010.jpg Á málstofu 14. mars fluttu erindi erlendir sérfræðingar sem hafa rannsakað áhrif sjókvíaeldis á nálæg vistkerfi og þekkja reynslu annarra þjóða af laxeldi. Þeir voru dr. Trygve Poppe prófessor við norska dýralæknaháskólann, dr. Paddy Gargan hjá Central Fisheries Board of Ireland, og dr. Bengt Finstad hjá norsku náttúrufræðastofnuninni NINA. Einnig fluttu erindi þeir Jón Örn Pálsson MSc fyrir hönd  Landssambands fiskeldisstöðva og dr. Erik Sterud fyrir hönd Landssambands veiðifélaga.

Erindin voru öll mjög góð, og umræðan á háu plani.

Slæðurnar af málstofunni verða settar á vef líffræðifélagsins fljótlega (slæður af fyrstu málstofunni eru aðgengilegar).

Áhugasömum er einnig bent á ágætis pistil Stefáns Gíslasonar um laxalús og lyfjanotkun í Noregi, sem fluttur var í Sjónmáli í dag.

Sjónmál Rás 1 20. mars 2014. Lýs og lyf í laxeldi


Fuglaflensuveirur hérlendis

Gunnar Þór Hallgrímsson dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, tók þátt í rannsókn á dreifingu veira meðal fugla á norðurhveli. Niðurstöðurnar sýna að hérlendis finnast margar gerðir fuglaflensuveira, og gæti Ísland verið suðupottur fyrir Evrópska,...

Ráðstefna Vistfræðifélags Íslands 2. apríl

Við viljum vekja athygli ykkar á Vistfræðiráðstefnunni (VistÍs 2014) 2.apríl næstkomandi. Skráning erinda og veggspjalda hefur verið framlengd til 21.mars (sjá nánari upplýsingar í viðhengi hér að neðan). Ráðstefna Vistfræðifélags Íslands verður haldin í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband